Iðnneminn


Iðnneminn - 01.04.1936, Blaðsíða 2

Iðnneminn - 01.04.1936, Blaðsíða 2
2 IÐNNEMINN talsvert á okkur til að fullnægja þeim kröfum, sem til okkar eru gerðar. Við verðum að læra margs- konar vinnuaðferðir. Við verðum að þekkja öll tæki og verkfæri, sem heyra iðninni til. og kunna að beita þeim, við verðum að þekkja öll efni sem unnið er úr og vita skil á eiginleikum þeirra, við verðum að læra í eðlisfræði, efnafræði, stærðfræði, teikningu og ýmsu fleiru. Við verðum að hafa það hugfast, að jafnt og við vinnum fyrir okkur, vinnum við um leið að heill allrar þjóðar- innar. Við verðum að sýna það í verki, að í iðnaði okkar er þróun og framför en ekki kyrstaða eða aft- urför, Við verðum að sýna, að lijá okkur fari iðnaður vaxandi og við verðum færir um að taka við af hinum eldri. öll hugsun mannsins gengur áfrám á þroskabrautinni, allir vilja kom- ast hærra og hærra, unz því tak- marki er náð, sem menn hafa sett sér, og þegar því takmarki er náð er stefnt að nýju marki ennþá hærra. Sá maður, sem ekki sér hærra takmark, sem ekki á glæsilegri hugsjón en sína eigin hagsmuni, vinnur ekki að heill þjóðarinnur eða mannfélagsins, en hann má ekki heldur horfa það langt út í bláinn, að hann gleymi hagsmun- um sínum. Ekki eru öll eftirsókn- arverð takmörk fjarlæg. Og fyrst er að ná hinum næstu, en hug- sjónalífið, sem áhugann kveikir, er svo nauðsynlegt í öllu athafnalífi manna. Iðnaðarmaðurinn þarf að sjá, engu síður en listamaðurinn og skáldið. Hann þarf að sjá í hug- anum þau mörgu verkefni, sem ennþá bíða óleyst. Framtíð iðnaðarins þarf að byggj- ast á traustum grundvelli. Fleiri menn ættu ekki að læra iðnað, en svo, að þeir sem búnir eru að læra iðnina hafl atvinnu við hana. Á þessu byggist framtíð okkar iðn- nema og iðnaðarmanna yfirleitt. Framan af þessari öld voru ná- lega engar skorður reistar við fjölgun manna í iðnaði. Iðnmeist- arar tóku nemendur eftir vild sinni og létu þá vinna fyrir smánar kaup árum saman, þegar náminu var lokið, var nemandanum oftast stjakað á dvr og nýr nemandi tek- inn í skarðið. Árangurinn af náminu hjá mikl- um fjölda var sá, að þeir urðu að berjast hver við annan um bitana, éða leita sér lifibrauðs við önnur störf og tapa með því öllu, sem Iiífsgledi. „Hvað er svo glatt, sem góðra vina fundur, er gleðin skín á von- arhýrri brá?“ — Það eru fleiri en Jónas Hall- grímsson, er sannað hafa þessi gullfögru orð. Gleðiþráin er hverj- um manni meðfædd — eða rétt- ara hamingjuþráin, því að lífs- gleði er að eins ytri búningur lífshamingjunnar. Sólskinshjúpur hennar. — Og lífsgleðin dreifir bæði birtu og hita í kringum sig. Það hitar manni t. d. inn í innstu hjartarætur, að sjá ungt fólk, sem er hamingjusamt. Augun leiftra af æsku og lífsgleði. Og lífsgleði einstaklingsins hrífur hvert gott hjarta, af því hún er sjálf góð. Og henni er þann veg farið, að hún vill sjá aðra glaða — gera aðra glaða. Því eru það t. d. oft menn, er eiga gott og hamingju- samt heimili — gróðrarmiðstöð alls góðs og allrar gleði á jörðinni — þeir hafa eins köllun til að gera aðra hluttakandi í lífsgleði 8inni. Þeim óvisnanlega auði, er lífið hefir gætt þá í svo ríkum mæli, vilja þeir miðla öðrum. — Á þenn- an hátt myndast oft skemmtifélög í stærri og smærri stíl. Og gleði- þráin er grundvöllur þeirra — ef þau eru þá ekki stofnuð blátt áfram af stefnulausri skemmtanafíkn. Góð skemmtifélög hafa fyllsta lífsrétt. Þau varpa oft gleðiblæ eða bjarma yfir lif gleðisnauðra manna, svo þeir liía augnablik, er gleði til námsins var kostað. Þetta á sér stað enn þann dag í dag, þó að margir séu farnir að sjá og viður- kenna hvaða háska þetta getur haft í för með sér fyrir iðnaðinn. Framtíð okkar allra iðnnema og sveina byggist mikið á því, að bindast samtökum, til að bæta iðn- að og afkomu þeirra manna, sem að honum vinna og stefna stöðugt áfram til eflingar iðnaðinum. Völk. hinna glöðu bregður ljósbrotum hamingjugeisla sinna yfir sál þeirra. Ljósbrot þessi gera sitt gagn þótt þau kveiki eigi lífsgleðina sjálfa. Þau geta stundum gefið manni þrek, til að vilja lifa i og fyrir þá von, að manni takist ef til vill þrátt fyrir allt að vernda og varðveita það hjá öðrum, er hann sjálfur hefir mist: Lifsgleð- ina. — Dýrasta gimstein lífsins. — Varðveita hana hjá börnum sínum, er bafa fengið hana í vöggu- gjöf. — Og framtíðarhamingja þeirra er maður elskar, verður stráið, sem maður grípur um, til að bjarga sér frá að drukna. — Þessu hlutverki lífsgleðinnar mega menn aldrei gleyma. — Gleðin á að strjúka mjúkri hendi yfir þreytt og sorgþung augu og leggja sól- skinsarma sína um háls einstak- lingsins gleðisnauða. Mitt á með- al vor eru margir, sem liðið hafa skipbrot á lífsgleði sinni. Ástæð- urnar til þessa eru margar, en ein er þó algengust. Það er skortur, sá sem margir einstaklingar þjóð- félagsins hafa nú við að stríða, það er að segja fátækt og atvinnu- leysi, og sá hugarkvíði er þvi fylgir. Þá verður lífið allt blóðrás og logandi und. — Endalaus kvöl Sálarlíf þeirra manna sem slíka af- stöðu hafa til lífsins, er dimmt og þungbúið eins og skammdegisnótt- in íslenska, þegar hún geysar um með harðfenga storma og hríðar,

x

Iðnneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnneminn
https://timarit.is/publication/361

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.