Fréttablaðið - 21.10.2009, Side 16

Fréttablaðið - 21.10.2009, Side 16
Auður Ásdís Sæmundsdóttir vakti athygli blaðamanns á dögunum þegar hann var í jeppaferð Bíla- búðar Benna. Þá var Auður á ferð með vinkonu sinni Bjarnfríði Leós- dóttur á forláta Musso-jeppa. Þetta þætti kannski ekki í frásögur fær- andi ef þær vinkonur væru ekki báðar á virðulegum aldri, komn- ar vel á níræðisaldurinn. „Við Bjarnfríður höfum verið vinkonur frá því að við munum eftir okkur og höfum alltaf verið tilbúnar að fara eitthvert svona saman,“ segir Auður hress í bragði en þykir hálf hjákátlegt að það þyki fréttnæmt þótt hún bregði sér í smávægileg- an jeppatúr. „Það er sko ýmislegt sem maður getur gert þó að maður sé kominn yfir áttrætt,“ segir hún með áherslu. Auður hefur átt jeppa í mörg ár. Fyrst Bronco þegar hún og maður hennar voru búsett í sveit, síðar lít- inn Suzuki-jeppa og síðustu ellefu árin hefur Musso-jeppinn þjónað Auði vel. Á honum hefur hún farið víða enda nýtur hún þess að skoða landið. „Mér finnst rosalega gaman að geta farið út af malbikinu þang- að sem ekki allir bílar komast,“ segir hún glaðlega. Hún tekur þó fram að jeppamennskuna stundi hún ekki grimmt en það komi þó fyrir. „Svo fer ég nú aldrei ein í slíkar svaðilfarir,“ bendir hún á og kýs heldur að hafa fleiri bíla með þannig að hægt sé að fá hjálp ef eitthvað kemur upp á. „Og þó,“ bætir hún við hugsi, „ég fór einu sinni einbíla inn Skorradal að sunn- anverðu og það var nokkuð slæmur vegur,“ segir hún. Þó að Musso-jeppinn hafi reynst Auði vel hefur hún þó ekki treyst honum á jökla. „Ég hef þó farið á jökla með sonum mínum sem eru á stórum bílum,“ segir Auður sem hefur farið á jökla á borð við Lang- jökul, Eyjafjallajökul og Mýrdals- jökul. „Það hefur mér þótt óskap- lega gaman.“ Auður og Bjarnfríður vinkona hennar hafa báðar mikinn áhuga á náttúru Íslands og hafa ferðast víða í gegnum tíðina. Hún minnist sérstaklega einnar ferðar sem þær Bjarnfríður fóru á Musso-jeppan- um í samfloti með fleira fólki. „Þá fórum við upp með Langá að vest- anverðu og yfir Sópandaskarð og það var sko jeppavegur í lagi,“ segir Auður og hlær hjartanlega. Innt eftir því hvort hún eigi sér einhvern uppáhaldsstað á land- inu svarar hún því til að þeir séu það margir að erfitt sé að velja. „Þórsmörkin er þó alveg dýrðleg en þangað keyrði ég nú einu sinni sjálf,“ segir hún og fannst lítið mál að eiga við straumharðar árnar. solveig@frettabladid.is Finnst gaman að geta farið út af malbikinu Auður Ásdís Sæmundsdóttir er á níræðisaldri en þykir ekki tiltökumál að skella sér í léttar jeppaferðir. Hún og æskuvinkona hennar, Bjarnfríður Leósdóttir, hafa þannig kannað landið saman í fjölda ára. Auður og Bjarnfríður stilltu sér upp með Benedikt úr Bílabúð Benna í léttri jeppaferð sem farin var á vegum búðarinnar á dögun- um. MYND/ÚR EINKASAFNI LJÓSMYNDASAMKEPPNI Ferðafélags Íslands er öllum opin. Hver keppandi skal ekki senda fleiri en þrjár myndir á netfangið fi@fi.is. Skilafrestur er til 1. desember. www.fi.is Rope Yoga Námskeið hefj ast 26. október Bjóðum upp á átta byrjendanámskeið, eitt lyftingarnámskeið og ástundundunartíma Teg. Romance - BH í D,DD,E,F,FF,G skálum á aðeins kr. 3.000,- Teg. Active - sundbolur í D,DD,E,F,FF,G skálum og miklu aðhaldi aðeins kr. 3.500,- TILBOÐ - TILBOÐ Hringdu í síma ef blaðið berst ekki

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.