Fréttablaðið - 21.10.2009, Blaðsíða 20
16 21. október 2009 MIÐVIKUDAGUR
timamot@frettabladid.is
ALFRED NOBEL (1833-1896)
FÆDDIST ÞENNAN DAG ÁRIÐ
1833.
„Ef ég fæ þúsund hugmynd-
ir og ein af þeim er góð þá
er ég ánægður.“
Nobel var sænskur efnafræð-
ingur og uppfinningamaður.
Hann uppgötvaði dínamít og
var eigandi vopnaverksmiðj-
anna Bofors. Hann kom Nób-
elsverðlaununum á.
Hellisheiðarvirkjun var formlega gangsett þenn-
an dag árið 2006. Í tilefni gangsetningarinnar
fluttu Geir H. Haarde forsætisráðherra, Guðlaug-
ur Þór Þórðarson, stjórnarformaður Orkuveitu
Reykjavíkur, Masafumir Wani frá Mitsubishi-verk-
smiðjunum og Guðmundur Þóroddsson, forstjóri
Orkuveitunnar, ávörp.
Hellisheiðarvirkjun er jarðvarmavirkjun á sunn-
anverðu Hengilssvæðinu. Virkjað er með því að
bora um 30 borholur, að jafnaði 2.000 metra
djúpar. Úr holunum streymir jarðhitavökvi sem er
blanda af gufu og vatni. Þessum vökva er safn-
að í skiljustöð. Þaðan fara svo gufa og vatn eftir
tveimur aðskildum aðveituæðum í stöðvarhús
virkjunarinnar. Það er tvískipt, annars vegar raf-
stöð og hins vegar varmastöð.
Gufan knýr túrbínur til raforkuframleiðslu og
fer rafmagnið inn á dreifikerfi Landsnets. Upphaf-
lega var farið í virkjunina í tengslum við samning
við álver Norðuráls á Grundartanga um kaup á
raforku hennar. Orkuveita Reykjavíkur er eigandi
og ábyrgðaraðili Hellisheiðarvirkjunar.
ÞETTA GERÐIST: 21. OKTÓBER 2006
Hellisheiðarvirkjun gangsett
Leikkonan Guðlaug Elísabet Ólafsdótt-
ir, sem gegnir starfi verkefnisstjóra
Viðeyjar, er fertug í dag og hefur hún
beðið dagsins með mikilli eftirvænt-
ingu.
„Mér hefur fundist mjög hallæris-
legt að vera 39 ára og hef eiginlega
kynnt mig undir því yfirskini að ég
sé að verða fertug allt þetta ár. Mér
finnst voðalega þægilegt að áfangan-
um sé nú loksins náð og þarf því ekki
að hafa áhyggjur af þessu meir. Síðan
er ég líka svo sannfærð um að frá og
með deginum í dag hefjist eitthvað nýtt
og óendanlega spennandi og er ýmis-
legt í kortunum.“
Guðlaug er ánægð með lífið hingað til
og hlakkar til að byrja á nýjum kafla.
Hún söðlaði um og lagði leiklistina að
miklu leyti til hliðar fyrir rúmu ári og
er afar ánægð sem verkefnastjóri Við-
eyjar. Leiklistin nýtist henni þó í starfi
enda er stór hluti af því tengdur við-
burðastjórnun og dagskrárgerð sem
Guðlaug segir af svolítið svipuðum
meiði. Hún segist heldur ekki alfarið
vera búin að segja skilið við leiklistina.
„Það er alltaf eitthvað sem dettur inn
og þá skoða ég það vandlega. Ég notaði
til dæmis sumarfríið í fyrra til að leika
í kvikmyndinni Reykjavik Whale Wat-
ching Massacre og er ekki útséð með
það að ég taki að mér fleiri verkefni. Ef
af því verður verð ég þó að föndra þau
inn í dagskrána með sumarfrísdögun-
um mínum.“
Guðlaug hefur verið mikið í gríni og
glensi og á það vel við hana. „Stelp-
urnar tókust til dæmis rosalega vel
til og er fátt betra fyrir sálartetrið
en að geta fengið aðra til að hlæja og
skemmta sér.“
Þrátt fyrir að Guðlaug sé fegin því
að vera loksins komin á fimmtugsald-
ur hvarflar ekki að henni að slá upp
stórveislu. „Ég ætla að baka „brow-
nee“, sem er mín sérgrein, og bjóða
vinkonum mínum, móður og öðrum
skyldmennum í kaffi. Frekari plön
liggja ekki fyrir en það er þó aldrei
að vita hverju vinir mínir taka upp á
en þeir draga mig oft út í einhverja
vitleysu.“
vera@frettabladid.is
GUÐLAUG ELÍSABET ÓLAFSDÓTTIR: ER LOKSINS ORÐIN FERTUG
HEFUR BEÐIÐ ÁFANGANS
MEÐ MIKILLI EFTIRVÆNTINGU
TILHLÖKKUN Guðlaug er sannfærð um að frá og með deginum í dag hefjist eitthvað nýtt og óendanlega spennandi. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
MERKISATBURÐIR
1916 Pétur Ottesen er kjörinn
á Alþingi 28 ára gamall.
Hann situr á þingi í tæp
43 ár, lengur en nokkur
annar.
1933 Þjóðaratkvæðagreiðsla
um bannlögin svonefndu
fer fram. Í kjölfar hennar
er áfengisbann afnumið.
1944 Nýsköpunarstjórnin undir
forsæti Ólafs Thors tekur
við völdum. Aðild að
henni eiga Sjálfstæðis-
flokkurinn, Alþýðuflokkur-
inn og Sósíalistaflokkur-
inn. Hún situr til 4. febrú-
ar 1947
1988 Listasafn Sigurjóns Ólafs-
sonar er opnað í Reykja-
vík.
2005 Íslenska heimildarmyndin
Africa United er frumsýnd.
SAFT, sem er vakningarátak
um örugga tækninotkun barna
og unglinga á Íslandi, hefur
sent frá sér bækling með tíu
netheilræðum í 1. til 4. bekk
allra grunnskóla landsins. Í
bæklingnum er að finna góð
ráð fyrir foreldra til að aðstoða
börn og unglinga við örugga
tölvu- og netnotkun.
Heimili og skóli stendur að
baki verkefninu og eru for-
eldrar og forráðamenn hvatt-
ir til að gefa sér góðan tíma til
að ræða heilræðin við börn-
in. Eins að hjálpa þeim með því
móti að nýta sér jákvæðar hlið-
ar netheima og hamla gegn nei-
kvæðum hliðum upplýsinga-
tækninnar.
Netheilræði í
grunnskóla
HVATT TIL SAMRÆÐNA
Foreldrar og forráðamenn
eru hvattir til að ræða heil-
ræðin við börnin sín.
NORDICPHOTOS/GETTY
Hjartkær eiginmaður, faðir, tengdafaðir
og afi,
Sigurður Haukur
Sigurðsson,
kennari og vegamælingamaður,
sem lést mánudaginn 12. október, verður jarðsunginn
frá Árbæjarkirkju föstudaginn 23. október kl. 15.00.
Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir. Þeim
sem vilja minnast hins látna er bent á Minningarsjóð
Eirar kt. 710890 2269 nr. 315 26 171.
Guðrún Kristinsdóttir
Sigurður Þorri Sigurðsson Guðrún Elva Arngrímsdóttir
Kristinn Rúnar Sigurðsson Sigurveig Grímsdóttir
Trausti Sigurðsson Ingibjörg Jónsdóttir
og afabörn.
MOSAIK
Ástkær móðir, tengdamóðir, amma, lang-
amma og langalangamma,
Hlíf Gestsdóttir
áður til heimilis að Ljósheimum 20
lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ sunnudaginn
18. október. Jarðarförin verður auglýst síðar.
Gunnar Sigurgeirsson Anna Guðmundsdóttir
Vilhjálmur Sigurgeirsson Sigrún Guðmundsdóttir
Svala Ingimundardóttir
Ástkær eiginmaður minn,
Rögnvaldur Þorsteinsson
Dalbraut 59, Akranesi,
lést á Sjúkrahúsi Akraness 18. október. Þeir sem vilja
minnast hans er bent á krabbameinsfélag Akraness
(Model). Jarðaför fer fram 30. október.
Fyrir hönd fjölskyldunnar
Halldóra Engilbertsdóttir
Ástkær eiginmaður, faðir, tengdafaðir, afi
og langafi,
Björgvin Sveinbjörn
Sighvatsson
fyrrverandi skólastjóri á Ísafirði,
sem andaðist á Landspítalanum við Hringbraut mið-
vikudaginn 14. október sl., verður jarðsunginn frá
Neskirkju föstudaginn 23. október kl. 15.00.
Jóhanna Sæmundsdóttir
Sighvatur, Elín, Björgvin, Rúnar, Bryndís og fjölskyldur.