Iðnneminn


Iðnneminn - 01.05.1981, Blaðsíða 1

Iðnneminn - 01.05.1981, Blaðsíða 1
MÁLGAGN ALLRAIÐNNEMA Á ÍSLANDI 43. ÁRG. 1. mai ávarp Iðnnemasambands Islands Áramótaaðgerðir ríkisstjómarinnar Um áramótin voru sett bráðabirgðalög ríkisstjórnarinnar, þar sem voru ákvæði um 7% skerðingu verðbóta launa 1. mars s.l. Sanna þær aðgerðir enn einu sinni að ríkis- valdið er andsnúið hagsmunum verkafólks. Iðnnemasambandið mótmælir harðlega öllum tilheigingum í þá átt að skerða um- samin kjör launafólks. Bendir Iðnnemasam- bandið á að verðbætur á laun eru samn- ingsatriði milli verkalýðshreyfingarinnar og atvinnurekenda, hafa því forystumenn verkalýðshreyfingarinnar engan rétt til að samþykkja slíka íhlutun ríkisstjórnar í gerða samninga án umboðs sinna félagsmanna. Iðnnemasambandið leggur áherslu á að ekki megi skerða kaupmát launa og telur að ráðstafanir þær, sem koma í stað beinna krónutöluhækkana á laun, ráðstafanir sem lækka framfærslukostnað launafólks, verði að tryggja kaupmáttinn. Iðnnemasambandið telu, að marka verði efnahagsstefnu til langs tíma til lausnar á verðbólguvandanum, en ekki að til langs frama séu gerðar bráðabirgðaráðstafanir á þriggja mánaða fresti, sem meira og minna skerða kaupmátt launa, slík efnahags- stefna veður að tryggja félagsleg réttindi launafólks, kaupmátt launa og fulla atvinnu. Aðeins verkalýðurinn sjálfur getur staðið vörð um hagsmuni sína og skorar því Iðn- nemasambandið á verkalýðshreyfinguna og forystu hennar, að standa fast á um- sömdum og lagalegum réttindum launþega og hrfnda af fyllstu hörku öllum árásum á þessi réttindi. BURT MEÐ KJARASKERÐINGUNA. VERÐBÆTUR Á LAUN Á AÐ VERA SAMNINGSATRIÐI. VERNDUM KAUPMÁTTINN. VERJUM SAMNINGSRÉTTINN. Samningsréttur og verkfallsréttur eru mannréttindi Iðnnemasambandið fordæmir harðlega þau viðhorf sem komu fram hjá VSÍ í síðustu kjarasamningaviðræðum, varðandi kröfu INSÍ um samningsrétt til iðnnema. Ljóst er að sú krafa strandaði á æðstu forystu VSÍ, sem hafnaði þeirri kröfu af „prinsip ástæð- um”. Iðnnemasamtökin líta svo á að þessi „prinsip afstaða” VSÍ brjóti í bága við al- menn mannréttindi þar sem hver maður hefur rétt á að hafa eitthvað um kaup sitt og kjör að segja en ekki að honum sé þau skömmtuð úr hnefa. SAMNINGSRÉTTUR HANDA IÐNNEMUM. VERKFALLSRÉTTUR TIL HANDA IÐNNEMUM. Verknámsskólanemendur Iðnnemasambandið krefst þess, að nú þegar verði bætt ur því ófremdarástandi er nú ríkir varðandi starfsþjálfun verknáms- skólanema í atvinnulífinu. Nemendur er þurfa á starfsþjálfun að halda er dreift til fyrirtækja og meistara á óskipulegan hátt og er enginn trygging fyrir því að neminn hljóti þá þjáffun sem honum er nauðsynleg. Bera fyrirtækin engar skyldur í þessu sambandi og geta nýtt nemann á þann hátt er þeim henta án þess að taka til greina menntunarlega þörf hans. Eins er það alls óviðunandi að verknámsskólanemum, hverjum og einum skuli ekki vera tryggð starfsþjálfwiarpláss, þannig að það eitt get-. ur stöðvað nám nemans er námslok er skammt undan. Iðnnemasamtökin krefjast þess að starfsþjálfunarnemar sitji við sama borð og samningsbundnir nemar varðandi réttindi til kaups í veikinda- og slysaforföllum, og að þessir nemar fái full réttindi til uppsagna- frests, eins og um væri að ræða fastráðna sveina í iðngreininni. Krafa Iðnnemasambandsins er sú, að tryggja réttindi þessara nema bæði mennt- unarlega sem kjaralega.

x

Iðnneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnneminn
https://timarit.is/publication/361

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.