Iðnneminn


Iðnneminn - 01.05.1981, Blaðsíða 8

Iðnneminn - 01.05.1981, Blaðsíða 8
8 Félag iönnema á Akureyri Það er venja FlNA-manna, að halda aðalfund rétt fyrir ENSÍ-þing á hverju ári. Svo var einnig fyrir síðasta þing, og sendi félagið tíu fulltrúa á það að venju. í stjóm félagsins voru kosnir: Formaður: Stefán Sigurbjörnsson Varaform.: Víglundur R. Pétursson Gjaldkeri: Lúðvík Áskelsson Ritari: Guðmundur Ragnarsson Meðstj. Pálmi Hannesson Eitt réttindamál iðnnema kom til kasta félagsins á sl. ári, en þá var einum nema sagt upp störfum á ólögmætan hátt. En þegar félagið tók málið í sínar hendur, leystist deilan fljótlega með sátt. Félags- fundur var haldinn í tengslum við þá deilu, en því miður var hann afar illa sóttur og er það til marks um þá félagsdeyfð sem liggur eins og mara á flestum félögum innan INSÍ. Nú um alllangt skeið hafa full- um þá afar loðin í nýju samning- unum svo ekki sé meira sagt, og afar erfitt að túlka þau svo afger- andi sé. Að sögn Stefáns Sigur- bjömssonar er það afar nauðsyn- legt, að ná hagstæðum samningum við Slippstöðina, því hún gegnir einskonar fomstuhlutverki í launa- og kjaramálum iðnnema, fyrir atvinnurekendur á Norður- landi. Og ef það tekst verður tals- vert auðveldara að eiga við aðra og smærri aðila. Stjómin hefur að undanfömu verið að gæla við þá hugmynd, að gefa út h'tið málgagn eða frétta- bréf, eins og reyndar hefur verið gert áður hjá félaginu, en eins og vonlegt er standa fjárhagsörðug- leikar shkri starfsemi fyrir þrifum, því félagsmenn em ekkert sérlega áhugasamir við að borga félags- gjöldin. Vonir standa samt til, að það takist fyrr en síðar, því nauð- syn er mikil á fræðslu og kynningu á félaginu, á meðal iðnnema á Norðurlandi. Félag bókageröarnema Félag bókagerðamema kaus sér nýja stjóm á framhaldsaðalfundi sem haldinn var í febrúar. Hana skipa: Margrét Sigurðardóttir, formaður Ragnar Ragnarsson, varaformaður Þorkell Máni Jónsson, gjaldkeri 'Oðinn Valdimarsson, ritari Bjarni Jónsson og Heimir Óskarsson meðstjórnendur Stjómin ætlar að láta það verða með sínum fyrstu verkum að losa félagið úr skuldum þeim sem safn- ast hafa á undanfömum ámm. í þvf skyni er áætlaður dansleikur. Jafnvel verður fundarhald úti á landi á komandi sumri. Einnig er áætlað að Prentneminn komi út fyrir 1. maí, eftir mþ.b. þriggja ára hlé. Innan stjómarinnar hefur verið Stjórn bókagerðaraema trúar félagsins staðið í kjarasamn- ingum við Slippstöðina. Einhverra hluta vegna fengust stjómendur hennar ekki til að viðurkenna kaupliði nýju kjarasamningana, heldur styðjast þeir við taxta sem em talsvert lægri að meðaltali, en taxtar Iðnnemasambandsins. Ekki er alveg ljóst hvaðan þessir taxtar koma, eða við hvað þeir em mið- aðir, en stefna FINA-manna er, að koma sínum töxtum að minnsta kosti upp á sambærilegt plan og helst náttúrulega hærra en töxtum sambandsins. Mikið hefur líka verið deilt um niðurröðun manna í launaflokka, því eins og flestir vita em ákvæði ,,í>að er staðreynd, að mikil þörf er á hagsmunafélagi iðnnema hér á Norðurlandi, það sanna yfirstand- andi samningar. Verkurinn er bara sá, að nemarnir þekkja allt of lítið rétt sinn og raunverulega mögu- leika á að öðlast hann. Þess vegna er það nauðsynlegt, að kynna þessi mál á meðal iðnnema og fá þá til að starfa í félaginu. Það ætlum við stjómarmenn FINA-félagsins að gera strax eftir þessa samninga- lotu”, sagði Stefán Sigurbjömsson í stuttu samtali sem blaðamaður Iðnnemans átti við hann fyrir skömmu. HK rætt um að halda fræðslufundi fyrir félagsmenn og taka fyrir hin ýmsu mál, s.s. tölvumál, og þar með ör- tölvubyltinguna, og fá framsögu- menn utan félagsins. Myndu þeir einnig svara fyrirspumum. Að framangreindu má sjá að hugurinn er bundinn við framtíðina en ekk- ert er sagt frá starfi á liðnu ári. En þannig er mál með vexti að síðasta stjóm snéri snemma upp tánum, utan tveir stjómarmeðlimir sem skiptu á milli sín að sitja stjómar- og trúnaðarmannaráðsfundi hjá sveinafélögunum sem þá voru þrjú. Reyndum við að fylgjast gjörla með samningum en í prentiðnað- inum vom þá ýmsar blikur á lofti. Ekki vorum við ánægð með út- komuna þegar samninganefndin loksins stóð upp frá borðum, en við látum ekki deigan síga og ætl- um að halda áfram baráttunni. Margrét Sigurðardóttir Félag nema í byggingariön Það var loksins hinn26. mars s.l. að Félagi nema í byggingariðn hafði það af að halda aðalfund eft- ir langa mæðu. Það þarf naumast að taka það fram að mæting félaga á fundinn var afskaplega léleg en þó hafðist það af að fá saman stjóm. Þessir vom kosnir: Formaður: Ólafur Ástgeirsson Varaformaður: Jóhann G. Jóhannes- son. Aðrir í stjórn: Búi Erlingsson, Harald- ur Kristjánsson, Jón Björn Eysteinsson og Óli Már Eggertsson. Það má segja að þetta félag eins og líklega flest önnur innan INSÍ að starfssemi þess hefur verið skammarlega h'til síðastliðið ár og mun það líklega stafa af slælegum áhuga félagsmanna fyrir félaginu og takmarkaðri orku stjómar- manna til starfa vegna langs vinnu- tíma og skólanáms auk fleiri þátta sem spila inn í. Hann er orðinn frægur fundurinn sem FNB hélt fyrir síðasta þing INSÍ. þar sem mættu tveir menn úr 350-400 manna félagi fyrir utan stjóm og það má ömgglega segja að þetta sé einkennandi fyrir flest félög innan INSÍ ef ekki alla verkalýðshreyf- inguna. Það hlýtur því hverjum manni að vera augljóst að það er ekki neitt sældarbrauð að vera í stjóm einhvers félags þegar undir- tektir félagsmanna em sem þessar og síst af öllu uppörvandi. Stjóm þessa félags hefur þó haft það af að senda út gíróseðla fyrir félagsgjöldum sem þrátt fyrir að kjarasamningar segi fyrir um að þau skuli innheimtast af launum félagsmanna hlutu afskaplega dræmar undirtektir meistara og innheimtust illa. Einnig höfum við sent út nokkur fundarboð og fyrir aðalfund komum við út nemablað- inu sem ekki hefur komið út í nokkur ár en stefnt er að því að það berist til félagsmanna nokkr- um sinnum á þessu ári ef ham- ingjan lofar. Það er von okkar að með nýrri stjóm og batnandi veðri þá muni starfið aukast og verða skemmti- legra en áður en það byggist þó fyrst og fremst á því að byggingar- nemar sýni einhvem áhuga fyrir sínum eigin kjömm og sinni félag- inu meira en áður því að það er á hreinu að ef þeir gæta ekki sinna hagsmuna sjálfir þá gerir það eng- inn. Olafur Astgeirsson Félag nema I rafiönaöi Eftir að Félag nema í rafiðnum var endurreist, þann 20. septem- ber 1979, hefur félagið átt í mikl- um erfiðleikum, bæði fjárhagslega og félagslega. Þar má helst nefna að félagsgjöldin hafa innheimst mjög illa og mæting á aðalfundi hefur verið svo lítíl, að þeir hafa yfirleitt ekki verið löglegir. Vegna þessarar lélegu mætingar hefur ekki verið unnt að fylla í skörð Hörður Matthíasson form. Fél. nema í Rafiðn þeirra stjórnarmanna sem lokið hafa námi, og því ekki hægt að mynda starfshæfa stjóm. En það er mjög brýnt þar sem kjaramálin em í algjömm ólestri, vegna þess að félög meistara í rafiðnum hafa hundsað samkomulag INSÍ og VSÍ, um niðurröðun í launaflokka eftir nýju samningunum. Vegna fjárskorts hefur ekki verið hægt að bjóða upp á mikla fjölbreytni í fé- lagslífinu, en þó var í samvinnu við Ferðafélagið Landfara farið í skoðunarferð upp að Hraúneyjar- fossvirkjun laugardaginn 14. mars sl., heppnaðist sú ferð í alla staði mjög vel og fóm um 40 manns. Þama sést best, að félagsmenn em ekki alveg dauðir úr öllum æðum félagslega, ef það er eitthvað sem þeir hafa áhuga á. Eg vil að lokum hvetja alla fél- agsmenn til að mæta á fundi hjá félaginu, annars gæti svo farið, að það legðist niður aftur og þá væri illa komið. Hörður Matthíasson Fjölbrautarskólinn í Breiöholti Fjölbrautarskólinn í Breiðholti er ungur skóli. hann var stofnaður 1975, og þá vom innan við 300 nemendur, en núna em um 1400 nemendur við nám í skólanum, sem sagt stærsti framhaldsskóli landsins. í Fjölbraut em sjö námssvið. En það em bóknámssvið, uppeldis- svið, heilbrigðissvið, hússtjómar- svið, listasvið, viðskiptasvið * og tæknisvið. Hvert svið skiptist í mis- munandi margar brautir. Tækni- svið skiptist í þrjár brautir: Raf- iðnaðar-, tréiðnaðar- og málmiðn- aðarbraut. Nú em um 300 nem- endur á tæknisviði. Ein smiðja er við skólann og em tréiðnaðar- braut og málmiðnaðarbraut stað- settar þar og má segja að ágætlega sé búið að þeim, þó er frekar þröngt um þær. Rafiðnaðarbraut- in er staðsett í sjálfum skólanum. Deildimar em ágætlega búnar tækjum þó alltaf megi bæta við. Iðnnemafélag er í skólanum og heitir það Iðnnemafélag Fjöl- brautarskólans í Breiðholti (INFB). INFB hefur verið starf- rækt um árabil, allavega að nafn- inu til. Það starfrækir sjoppu úti í smiðju og einnig beitti félagið sér fyrir því, að yrði komið upp við- unandi kaffistofu og er hún núna í þokkalegu lagi. Núverandi stjóm INFB er skip- uð eftirtöldum mönnum: Formaður, Kristján Guðfinnsson, gjaldlkeri, Benedikt Ragnarsson, rit- ari, Jón K. Ólafsson, og meðstjórn- endur eru Garðar Einarsson og Kristj- án Högnason, sem jafnframt er í fram- kvœmdastjórn INSÍ. Jón K. Olafsson

x

Iðnneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnneminn
https://timarit.is/publication/361

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.