Iðnneminn


Iðnneminn - 01.05.1994, Blaðsíða 1

Iðnneminn - 01.05.1994, Blaðsíða 1
IÐNNEMINN 62. ÁRG. 2.TBL. MAÍ 1994 IMSÍ 50 ÁRA Hagsmunabarátta í hálfa öld 1 9 4 4 19 9 4 EFNISYFIRLIT: INSÍ50RRR 1 Maríanna H. RagnarsdóTMr 1. Mflí flVRRP INSÍ 2 FramhvæmdasTjörn RITSTJÓRRPISTILL 4 Sveinbjörn Þormar UN ORLOFSMRL S Brjánn Jónsson NV STJORNÍ SIR G Sveinbjörn Þormar UM RTVINNULEVSISBÖTRRÉTT G Páll Svansson TONLISTRRGRGNRVNI 7 Páll Svansson HOSNINGRRNRR í SUBUR-RFRÍHU 8 Sigurlaug GunnlaugsdóTTir UM RÉTTINDRMRLIÐNNEMR 10 HrisTinn H. Einarsson RLDREIRFTUR „NÚLLSfiMNINGfl" 11 Þörir Harl Jönasson IÐNFÉLRG5FREÐI 11 Ólafur Þ. Þördarson ÞINGHELGI, SMRSRGR 10 Þörarinn Þörarinsson JÓNSMESSUHRTÍÐ IÐNNEMfl 14 Sveinbjörn Þormar UMNRMÍBÓHRGERO 15 Páll Svðnsson MVNDVERIÐ 1G OrTímðnuml974 Nú á þessu ári verður Iðnnema- samband Islands 50 ára og af því tilefni verður boðið uppá fjöl- breytta dagskrá sem skipulögð er með það í huga að allir geti fundið eitthvað við sitt hæfi. Afmælisárið hófst með pall- borðsumræðum þann 5. febrúar sl. þar sem rætt var um framtíð ís- lenskrar verkalýðshreyfingar. Þann 12. apríl var svo fundur um félagafrelsi. Þessir fundir voru haldnir á vegum kjaramálanefndar INSI og tókust þeir með ágætum. Það sem mest ber á í maímánuði eru 1. maí hátíðarhöldin. Þá verð- ur farið í 1. maí göngu og vonumst við til að allir sjái sér fært um að mæta í hana því við iðnnemar ætl- um ekki að sitja auðum höndum, hvorki þar né annarsstaðar. „Hagsmunabarátta í hálfa öld“. Einnig er fólki velkomið að taka þátt í undirbúningi fyrir hátíðar- höldin. Sumardagskráin er ekki af verri endanum. Ákveðið hefur verið að halda íþróttamót fyrir alla iðn- nema á landinu og aðstandendur þeirra. Þetta íþróttamót er svokölluð Jónsmessuhátíð og verð- ur hún haldin á Laugarvatni helg- ina 24. til 26. júní. Þann 27. ágúst verður Bjarna- borgin tilbúin til afhendingar en hún er í eigu Félagsíbúða iðnnema og verða þar leiguíbúðir fyrir iðn- nema. Húsið verður opið öllum til sýnis. Opin vika verður haldin í húsa- kynnum INSÍ að skólavörðustíg 19. vikuna 19. til 23. september og þar verður boðið upp á kvik- myndasýningu og ljósmyndasýn- ingu með myndum allt frá árinu 1944 til dagsins í dag. Einnig verð- ur bókmenntakvöld þar sem lesið verður uppúr nýrri bók Helga Guðmundssonar um INSÍ. Fleiri uppákomur verða en þær eru enn í undirbúningsvinnu. Síðan á sjálf- an afmælisdaginn þann 23. septem- ber heimsækja ráðamenn alla iðn- menntaskóla landsins, opnir dagar verða í öllum iðnmenntaskólum og boðið verður upp á afmælistertur bakaðar af iðnnemum. Að lokum verður svo haldinn dansleikur á Hótel Sögu eða Hótel íslandi að kvöldi 24. september. Þar verður endurlífguð stemmningin frá 1944. Gaman væri ef fólk gæti grafið upp gömul samkvæmisföt frá þeim tíma og mætt í,þeim á dansleikinn. Eg vona að sem flestir finni eitt- hvað við sitt hæfi og taki þátt í af- mælisárinu með okkur. Einnig væri gaman ef gamlir iðnnemar sjái sér fært um að vera með okkur og rifja upp gömlu góðu skólaárin. Maríanna K. Ragnarsdóttir meðstjórnandi í fr.kv.stjórn INSÍ BARÁTTUKVEDJUR TIL IÐNNEMA Á 1. MAÍ

x

Iðnneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnneminn
https://timarit.is/publication/361

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.