Iðnneminn


Iðnneminn - 01.05.1994, Blaðsíða 2

Iðnneminn - 01.05.1994, Blaðsíða 2
1. MAÍÁVARP FRÁ FRAMKVÆMDASTJÓRN IÐNNEMASAMBANDS ÍSLANDS í dag, 1. maí heldur verka- lýðsstéttin upp á alþjóðlegan baráttudag sinn um allan heim við mismunandi aðstæður. Sumstaðar þokkalegar, annars- staðar hörmulegar. „Iðnríkin“ hafa áratugum saman stundað arðrán í þriðja heiminum í skjóli hernaðar- og efnahags- legra yfirburða. Auðhringir hafa komist upp með grimmd- arlegt ofstæki gegn verkalýðn- um í þessum löndum, myrt verkalýðsforingja hundruðum saman án þess að hafa þurft að svara til saka. Þetta eru sömu mennirnir og við eigum við að etja. Hvernig verður umhorfs ef verkalýðshreyfingin heldur áfram að veikjast og alþýðan að slævast af fjölmiðlaáróðri þessara manna sem aflaga sí- fellt meira raunveruleikamat fólks. Veikleiki verkalýðshreyfingar- innar Kjör verkafólks og hins al- menna launamanns í allri Evr- ópu hafa ekki verið lakari í áratugi, atvinnuleysi hefur aldrei verið meira og nú er svo komið að í mörgum löndum Evrópu finnst fullorðið fólk sem hefur alla sína ævi búið við atvinnuleysi. Samstaða launafólks hefur verið að veikjast, verkalýðshreyfingin í heild sinni er orðin alltof veik og hefur orðið undir í áróðurs- stríðinu gegn atvinnurekend- um. Margir samverkandi þætt- ir, bæði pólitískir og félagslegir spila þarna inní. Einn stærsti veikleiki verkalýðshreyfingar- innar í dag er sinnuleysi gagn- vart nýjum vinnubrögðum og betri stjórn gegn því sérfræð- ingaveldi sum nú ræður ferð- inni í allri Evrópu. Verkalýðs- hreyfingin er orðin alltof fjar- læg fólkinu. Til þess að nálgast fólk í nútímaþjóðfélagi þarf verkalýðshreyfingin að læra að nýta sér fjölmiðla á markviss- ari hátt eða þá að eignast sína eigin fjölmiðla sem höfða til fólksins og hafa mikla út- breiðslu. I dag eru það at- vinnurekendur sem annað- hvort stjórna fjölmiðlum eða hafa mun betri aðgang að þeim og ráða einnig yfir mun betri fjölmiðlamönnum. At- vinnurekendur eru þessvegna í langtum betri aðstöðu til að hafa áhrif á fólk og gera því jafnvel upp skoðanir. Stórfyrirtæki í Evrópu hafa að undanförnu þjappað sér saman um fjármagnið og aukið þannig alþjóðleg völd sín. Myndast hafa stórir auðhringir í Evrópu sem ráða fjármagns- streymi um álfuna. Þetta er hættuleg þróun sem verkalýðs- hreyfingin verður að fara að taka á. Þegar fjármagnið er orðið alþjóðlegt þá verður hreyfingin að vera það einnig. Svohljóðandi hundrað ára gömul sannindi standa fyllilega enn í dag; „Einu frumskilyrð- um sigursins ráða verkamenn- irnir yfir: Mannfjöldanum, en fjöldi er því aðeins afl, að hann sé sameinaður í samtökum og láti stjórnast af reynslu og þekkingu. Fengin reynsla hef- ur sýnt hve það hefnir sín að rækja ekki tengsl bræðralags, sem eiga að tengja saman verkalýðsstéttir hinna ýmsu landa og vera þeim hvatning til órjúfandi samstöðu í frelsis- baráttunni, þeim er þá refsað með því, að hin sundurlausa viðleitni leiði til sameiginlegs ósigurs.“ Þessi tilvitnun á sannarlega við enn í dag. Hvað er til ráða? Verkalýðshreyfingin verður að endurskoða sín innri mál- efni. Verkalýðshreyfingin á að vera hornsteinn réttlætis og bræðralags og viðhalda valda- jafnvægi í samfélaginu, eða viljum við aftur það þjóðfélag sem var fyrir daga verkalýðs- hreyfingarinnar? Til að við- halda frjóleika og fyrirbyggja stöðnun verður verkalýðs- hreyfingin að vera opin fyrir ungu fólki og ferskri hugsun og veita þeim forystuhlutverk. Nauðsynlegt er að hreyfingin höfði til þess fólks sem er að taka við samfélaginu á hverj- um tíma, aðeins þannig kemur hún í veg fyrir að auðvaldið nái völdum. Harðari kjarabarátta Ef verkalýðshreyfingin ætlar að hafa meiri áhrif í þjóðfélag- inu en hún hefur haft, verður hún að taka upp harðari og markvissari sókn til bættra kjara. Verkalýðshreyfingin verður að gera sér grein fyrir því að fólkið í landinu krefst tafarlausra aðgerða. Harðari og markvissari kjarabarátta verður að snúast um það að kaupmáttur lægstu launa verði aukinn til muna. Með harðari kjarabaráttu verður að kalla nýtt fólk til starfa, verkalýðs- hreyfingin verður að þjálfa upp nýja kynslóð verkalýðs- foringja því að það fólk sem nú er við völd innan hreyfing- arinnar er búið að missa eld- móðinn. Harðari kjarabarátta felst í því að brjótast út úr þeim núllsamningum sem gerðir hafa verið. Iðnnema- samband íslands krefst þess að verkalýðshreyfingin niðurlægi ekki íslenskt launafólk meir en orðið er, því að augljós afleið- ing síðustu samninga gefa ekki tilefni til fleiri slíkra. Iðn- nemasambandið getur aldrei fallist á fleiri núllsamninga á meðan hátekjulýðurinn og sjálfsafgreiðsluhóparnir skamm- ta sér laun eftir þörfum. Launamisrétti Eitt stærsta vandamál í nú- tímasamfélagi er tekjumis- munurinn á milli hins almenna launamanns og þeirra sem skammta sér laun eftir þörfum. Launabilið hefur sífellt verið að vaxa og hópur þeirra sem ekki geta séð sér farborða án aðstoðar félagsmálastofnana fer sívaxandi. Til þess að snúa þessari þróun við, eigum við að nota skattakerfið. Fyrir síð- ustu alþingiskosningar lofuðu allir flokkar sem nú sitja á Al- þingi að koma á hátekju- og fjármagnsskatti. Þetta loforð hefur verið svikið. Almenning- ur á heimtingu á því að stjórn- málamenn verði dregnir til á- byrgðar því kjósendur sætta sig ekki við endalausan blekk- ingaleik. Það er ekki sann- gjarnt að ríkisvaldið hafi stór- lega lækkað skatta á fyrirtækj- um og velt þeim yfir á almenn- ing í formi stóraukinna álagna á þjónustu sem á að vera sjálf- sögð réttindi í nútíma vel- ferðarkerfi. Nauðsynlegt er að byggja upp réttlátt skattakerfi þar sem stighækkandi tekjur verði skattlagðar á réttlátan hátt. I þjóðfélagi eins og okkar þar sem þegnar vilja búa sam- an í sátt og samlyndi, eiga ekki einungis að vera lágmarkslaun heldur einnig hámarkslaun. Auðlindir þjóðarinnar hafa verið færðar yfir á fárra hend- ur, svo sem sægreifa og fóður- þungrar yfirstéttar. Taka verð- ur upp auðlindaskatt og færa þannig þjóðinni á réttmætan hátt arð auðlinda sinna. Evrópusambandið Innganga Islands í Evrópu- sambandið má aldrei verða án þess að þjóðin hafi samþykkt það fyrst í þjóðaratkvæða- greiðslu. Fyrst verður að hafa farið fram öflug kynning á kostum þess og möguleikum íslendinga til viðskiptasamn- inga við aðrar þjóðir eða sam- bandsríki eftir það. Vissulega er sameiginlegur markaður Evrópu álitlegur kostur, en horfa verður til sívaxandi markaða í Austurlöndum og nýfrjálsum ríkjum Austur-Evr- ópu. Hverjir verða möguleikar okkar á sjálfstæðum viðskipta- samningum utan Evrópu ef ís- lendingar ganga í Evrópusam- bandið? Ef af inngöngu verður er nauðsynlegt að tryggja að auðlindir þjóðarinnar og fisk- 2

x

Iðnneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnneminn
https://timarit.is/publication/361

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.