Iðnneminn


Iðnneminn - 01.05.1994, Blaðsíða 3

Iðnneminn - 01.05.1994, Blaðsíða 3
veiðilögsagan sem fyrri kyn- slóðir skiluðu okkur, verði aldrei markaðsvara í skiptum fyrir aðgang að mörkuðum Evrópusambandsins. Þessar auðlindir mega aldrei vera í forsjá annarra en íslendinga. Ef þjóðin er ekki efnahags- lega sjálfstæð þá geta stórir er- lendir auðhringir eignast auð- lindir okkar en það má aldrei gerast. Það dýrmætasta sem við eigum er sá arfur sem fyrri kynslóðir skiluðu okkur, land- ið sjálft. Þess verður ekki lengi að bíða að ísland færist niður á frumvinnslustig og verði ger- snauður hráefnisbirgir Evrópu ef ekki verður haldið rétt á spilunum. Hvernig verður um- horfs á íslandi þegar auðlindir þjóðarinnar verða komnar í hendur örfárra fjármagnseig- enda sem flytja allt hráefni út óunnið. Þá fyrst verður alvar- legt atvinnuástand. Islending- ar mega ekki falla fyrir þeim blekkingum að eina úrræðið sé að ganga í Evrópusambandið ef aðrir kostir geta skilað okk- ur meiri hagsæld. Hafa verður í huga viðskiptalega stöðu okkar vegna landfræðilegrar legu og yfirráð yfir gjöfulustu fiskimiðum Atlantshafsins. Atvinnumál Byggja verður upp öflugan iðnað á íslandi, bæði stóriðju, smáiðnað og þjónustu. Sér- staka áherslu á þó að leggja á fjölbreyttan smáiðnað svo að tímabundin kreppa í einstök- um atvinnugreinum hafi ekki eins mikil efnahagsleg áhrif og við þekkjum í dag. Fullvinnsla sjávarafurða hér á landi á að vera skilyrði. Það er fráleitt að fiskur sé fluttur út óunninn fyrir mun minna verð en ann- ars mætti skapa með fullunn- inni vöru. Það er til háborinn- ar skammar að fiskur sé flutt- ur út óunninn á meðan at- vinnuleysi er jafn mikið og raun ber vitni. Lækkun vaxta er grundvall- arforsenda þess að nýsköpun í atvinnulífinu og rekstraraf- koma fyrirtækja séu tryggð. Ó- tækt er að fyrirtæki þurfi að keppa við allt að 10% raun- vexti. Ekkert fyrirtæki getur skilað slíkum arði til lengri tíma nema í einstaka undan- tekningum. Á meðan vextir eru hærri en arður fyrirtækja munu fjármagnseigendur aldrei veðja á atvinnulífið. Sókn í menntamálum er nauðsynleg ef efla á nýsköpun. Það er auðséð að atvinnuleysi er mest á meðal ófaglærðra. Þeir einstaklingar sem standa atvinnulausir og án menntunar eru ekki líklegir til stórræða í atvinnulífinu. Byggja verður upp fjölþættar starfsnáms- brautir bæði í þeim þjónustu- greinum sem hinn almenni stúdent starfar við í dag og nýjum brautum til nýsköpun- ar. Efla verður iðn- og verk- nám. Auka þarf stórlega við það fjármagn sem nú er veitt til iðn- og verknáms og byggja þarf upp mun betri aðstöðu til kennslunnar um allt land, bæði hvað varðar húsnæði og tækjakost. Hvergi má það líð- ast að ný verknámshús séu nýtt undir kennslu til stúdents- náms eins og sumstaðar þekk- ist. Kjaramál iðnnema Iðnnemasamband Islands lætur aldrei óátalin þau rétt- indabrot gagnvart iðnnemum sem fara stigvaxandi með auknu atvinnuleysi. Þrátt fyrir að réttindabrotum innan veit- ingageirans hafi farið fækk- andi vegna sigurs Iðnnema- sambandsins í vaktaálagsmál- inu og hertu eftirliti með launamálum matreiðslu- og framreiðslunema eru enn dæmi um að iðnmeistarar í veitingageiranum ráði til sín saklaus ungmenni, ljúgi þau uppfull um kaup og kjör og greiði þeim vel innan við helming þeirra launa sem á að greiða iðnnemum á náms- samningum. Þeir taxtar eru þeir lægstu sem fyrirfinnast á íslandi eða kr. 34.355,- á mánuði. Þegar þessi ungmenni snúa sér síðan til Iðnnema- sambandsins allt að ári seinna og læra hver raunveruleg laun þeirra og réttindi ættu að vera, hafa iðnmeistararnir brugðist hinir verstu við og reynt að knýja ungmennin til að semja sig undir iðnnemataxtana. Það verður að stöðva þá menn sem ráða til sín ungmenni án þess að gera við þau námssamn- inga. Það er lögbrot að greiða iðnnemalaun ef ekki hefur verið gerður námssamningur. Auk þess er það forsenda þess að Iðnnemasamband Islands komi upplýsingum til þessarra ungmenna, að þau geri náms- samninga. Atvinnuleysi á íslandi telur nú rúm sex prósentustig og starfsþjálfunarvandi iðnnema síðustu fimm árin hefur verið á bilinu fimmtán til tuttugu prósent að meðaltali yfir iðn- greinarnar og allt að þrjátíu prósentum í einstökum iðn- greinum. Þetta er meira at- vinnuleysi en það sem mest þekkist í Evrópu. Kannanir gefa síðan til kynna að með auknu atvinnuleysi sé starfs- þjálfunarvandinn enn að aukast. Við athuganir hefur hinsvegar komið í ljós að meistarar og iðnfyrirtæki geta vel tekið til sín fleiri iðnnema á námssamning. Hvar er það stolt og sá vilji sem hver meistari á að hafa, til að miðla þekkingu sinni til komandi kynslóða og viðhalda þannig iðngreininni og efla hana? Fyrir utan þann gífurlega kostnað sem samfélagið ber og fer til spillis þegar iðnnem- ar fá ekki að ljúka námi sínu vegna starfsþjálfunarvandans, verða til mörg önnur vanda- mál. Iðnnemar eru í sumum tilvikum farnir að undirbjóða sig á markaðinum og til eru dæmi um að iðnmeistarar hagnist af ásettu ráði á vand- anum. Hverskonar iðnmeistar- ar eru það sem ráða til sín iðn- nema sem eru farnir að bjóða sig til vinnu kauplaust? Hvers- konar iðnmeistarar eru það sem taka greiðslu fyrir að skrifa upp á starfsþjálfunar- tíma? Kröfur iðnnetna á 1. maí Á 1. maí gerir Iðnnemasam- band Islands skilyrðislausa kröfu um að laun allra iðn- nema verði ákveðið hundraðs- hlutfall af launum sveina. Á sama hátt og við viljum vernda fiskistofnana til að tryggja afkomu þjóðarinnar um ókomin ár verðum við einnig að hugsa til æsku þessa lands og að með öflugri iðn- menntun þeirra kynslóða sem næstu ár munu halda út í at- vinnulífið getum við markað leið að öflugum og fjölbreytt- um iðnaði á íslandi. Að skera stöðugt niður fjármagn til iðn- menntunar í landinu leiðir ó- sjálfrátt til þeirrar hugsunar að á lélegum grunni verður traust bygging aldrei reist. Tryggja verður að þeir einstaklingar sem hefja iðnnám eigi þess kost að ljúka því óháð duttl- ungum meistara og tímabundn- um efnahagslægðum. Iðnnemasamband íslands mun halda áfram af fullum krafti að berjast gegn því rang- læti sem iðnnemar og annað launafólk býr við í þessu landi. Iðnnemar, verkafólk! Við meg- um aldrei slaka á í baráttunni fyrir réttlátum kjörum. Sam- einum krafta okkar og byggj- um upp þá samstöðu launa- fólks sem nú hefur skort í lang- an tíma til að koma á réttlátri skiptingu innan þessa þjóðfé- lags. Iðnnnemasamband íslands Skólavörðustíg 19 101 Reykjavík Fax: 91-620274 Upplýsinga- og réttindaskrifstofa INSÍ, er opin, alla virka daga, frá kl. 9:00 til 17:00. Sími: 91-14410 Fulltrúi INSÍ í stjórn LÍN er til viðtals á skrifstofu INSÍ, alla virka daga, frá kl. 10:00 til 16:00. Sími: 91-10988 IÐNNEMINN 62.ÁRG.2.TBL. MAÍ1994 Ritstjóri: Ábyrgðarmaður: Hönnun: Umbrot: Myndataka: Teiknari: Prófarkalestur: Filma og Prentun: Sveinbjörn Þormar Brjánn Jónsson Einn, tveir og þrír Brjánn Jónsson Matthías Skúlason G. Haukur Barkarson Páli Svansson G. Ben. prentstofa hf. 3

x

Iðnneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnneminn
https://timarit.is/publication/361

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.