Iðnneminn


Iðnneminn - 01.05.1994, Blaðsíða 4

Iðnneminn - 01.05.1994, Blaðsíða 4
PISTILL Frá ritstjóra Kæri lcsandi: Fyrsta eintak Iðnnemans sem undirritaður ritstýrði var í nýju broti sem er nokkuð stærra en hið hefðbundna tímaritsbrot. Hafa undirtektir yfirleitt verið nokkuð góðar og menn ánægðir með þessa breytingu. Ekki er þetta þó í fyrsta sinn sem þetta sama brot er á blað- inu, því Iðnneminn hefur komið út í nokkrum mismunandi brotum og þykir mönnun gaman af því að skoða gömul blöð í skjalasafni Iðn- nemasambandsins. Þó er skjala- safnið ófullkomið og okkur vantar ýmsa árganga Iðnnemans og einnig ljósmyndir sem tengjast sögu okkar. Þætti okkur vænt um að fá blöð gefins frá eldri félags- mönnum og að mega afrita þær ljósmyndir sem okkur gæti borist. Það sem kom nokkuð á óvart við vinnslu þessa blaðs var það hversu illa söfnun auglýsinga og styrktar- lína gekk en ólíklegt er að nokkru öðru 1. maí blaði hafi verið svo illa tekið af velunnurum og almennum auglýsendum. Það er von mín að næstu blöð fái þó betri viðtökur því annars þarf að minnka útgáfu- starfsemina og má hún ekki við því. Þetta blað var að sjálfsögðu allt unnið á skrifstofu INSÍ með þeim tækjakosti sem við eigum. Miklar annir hafa verið á skrifstofunni undanfarið og því var lokasprettur blaðavinnslunnar lekinn á mettíma þar sem við unnum fram á rauðar nætur. Á afmælisári er við hæfi að líta um öxl og skoða sögu INSÍ. Ég ætla rétt aðeins að tipla á þeim kröfum sem settar voru fram á hverju ári í 1. maí göngum, auk þess sem sögu INSÍ verður gerð góð skil í bók þeirri er við munum gefa út á afmælinu 23. sept. Á lýðveldisárinu 1944 var krafan að iðnnemar fengju „Veglegt menntasetur fyrir íslenska iðnaðar- æsku“. 1949 „Bankana í þjónustu þjóð- arinnar“. 1951 „Iðnfræðsluráð hætti að gefa út réttindi til óiðnlærðra“. 1956 „Reynslutími eða þræla- hald?“. 1957 „Sveinspróf til endurskoð- unar“. 1963 „Iðnnemar geta ekki lifað af launum sínum“. 1967 „Fé í framkvæmdir við Iðn- skólann í Reykjavík“. 1968 „Kaup iðnnema reiknist af raunkaupi sveina“. 1975 „Ölmusa er engin kjara- bót“. 1983 „Tryggjum atvinnu fyrir verknámsskólanemendur“. 1985 „Vaktaálagsgreiðslur til þjónanema“. 1989 „Eru iðnnemar aðeins ó- dýrt vinnuafl?“. Margt hefur áunnist á síðustu 50 árum, og ófáar úrbætur hafa náðst fram. Sumar kröfur sjást þó oft í gegnum söguna enda er oft þörf á úrbótum ofan á úrbætur. 1. maí á þessu afmælisári er ætlunin hefja á loft 50 kröfur, eina frá hverju ári úr sögu samtakanna. FÉLAG BYGGINGAR- IÐNAÐARMANNA EYJAFIRÐI HAFNARFJARÐARBÆR Iðnskólinn í Reykjavík SAMIÐN TRÉSMÍÐAFÉLAG REYKJAVÍKUR SINDRI BORGARTÚNI 31 • SÍMI 62 72 22 VÉLAR OG VERKFÆRI 1946 „Iðnnemar á öllu landinu sameinumst". Sveinbjörn Þormar Ritstjóri Iðnnemans FÉLAG BÓKAGERÐARMANNA Heimilistæki SÆTÚNI 8 • SÍMI: 69 15 15 • KRÍNGLUNNI • SÍMI: 69 15 20 ÍSLENSKIR AÐALVERKTAKAR PARKET sf SKÓLAFÉLAG IÐNSKÓLANS í REYKJAVÍK SENDIBÍLASTÖÐIN HF. VERKAMANNAFÉLAGIÐ DAGSBRÚN SPARISIÓÐUR REYKJAVÍKUR OC NÁCRENNIS ÞJÓNUSTUSAMBAND ÍSLANDS 4

x

Iðnneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnneminn
https://timarit.is/publication/361

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.