Iðnneminn


Iðnneminn - 01.05.1994, Blaðsíða 6

Iðnneminn - 01.05.1994, Blaðsíða 6
HIÝ STJÓRM TEKIHI VIÐ í SKÓLAFÉLAGI IÐIUSKÓLAIMS í REYKJAVÍK Fráfarandi framkvæmdastjórn Skólafélags Iðnskólans í Reykjavík (veturinn '93 - '94) tók upp stefnu- skrá sem er harla ólík stefnuskrám flestra framhaldsskóla á landinu. Strax í upphafi kjörtímabils okk- ar var það ákveðið að innan skól- ans yrðu engin stór böll haldin. Hinsvegar voru margar skemmtan- ir innan deilda sem tókust virki- lega vel. Við einbeittum okkur að starfi sem hentaði betur iðnnem- um, iðnnemar eru jú ívið eldri en framhaldsskólanemar almennt (í IR er meðalaldur nálægt 23 árum). Mikill kraftur fór í baráttu fyrir betri aðstöðu fyrir nemendur og einnig í úrbætur í réttindamálum. Margt vannst eins og td. hjá Félagi tölvubrautarnema sem fengu því framgengt að nemar á þeirri braut munu útskrifast með titilinn tölvu: fræðingur. Krafa um bætta aðstöðu fyrir nemendur innan IR var af- greidd af hálfu Menntamálaráðu- neytis þannig að nemendur skyldu hírast við óbreyttan húsakost næstu 3-6 árin þar til að nýr bíl- greinaskóli verður tilbúinn. At- huga skal að enn á eftir að teikna þennan nýja skóla. Önnur stór mál voru alltof mörg til að telja hér upp en mörg þeirra voru til komin vegna skilnings- og tillitsleysis skólayfirvalda. í takt við öflugt vetrarstarf stjórnarinnar var ákveðið að næsta stjórn skyldi berjast fyrir kjöri til að sanna sig. Allir frambjóðendur voru hvattir til að taka kosninga- baráttuna alvarlega en tveir listar buðu sig fram og háðu mikið áróð- ursstríð þar sem skotin flugu á milli, bæði á framboðsfundi og í auglýsingum þeirra. Sá listi er sigraði kosningarnar hlaut frækinn sigur eða um 80% greiddra atkvæða en mótframboð- ið náði um 15%. 5% kjörseðla voru auðir eða ógildir. Rúmlega 500 manns tóku þátt í þessum kosningum eða um 28% nemenda skólans og hefur þátttakan ekki verið meiri undanfarin 10-15 ár. Nýju stjórnina skipa: Þórir Karl Jónasson, formaður Hulda Patricia Haraldsdóttir, varaformaður Tryggvi Arnarson, ritari Jóhann B. Einarsson, gjaldkeri Haraldur Tryggvason, meðstjórnandi Hróar Þór Reynisson, ritstjóri Hilmar Kári Hallbjörnsson, formaður skemmtinefndar Þórir Karl ætti að vera flestum kunnur því hann er núverandi for- maður Tölvubrautarnema í IR. Einnig hefur hann starfað mjög vel fyrir Iðnnemasambandið frá síð- asta þingi þess. Hann er formaður Kjaramálanefndar INSÍ og hefur þar stýrt tveimur opnum fundum á vegum samtakanna. Fráfarandi framkvæmdastjórn óskar stjórninni til hamingju með kosningasigurinn og vonast til að hún haldi áfram á þeirri braut sem við höfum markað. Sveinbjörn Þormar, ritstjóri Iðnnemans ogfráfarandi ritari SIR ...að allir idnnemar í föstu vinnu- sambandi eiga rétt á fullri orlofsuppbót, kr. 5.300,-? UM ATVIIMIMULEYSISBÓTARÉTT IÐIMIMEMA Til þess að eiga rétt á atvinnuleysis- bótum þarf iðnnemi að hafa unnið að lágmarki 425 dagvinnustundir síðustu 12 mánuði. Þetta gefur 25% bætur sem er lægsta prósentan en hækkar um 1% við hverjar 17 dagvinnustundir eftir það. Þeir iðnnemar sem eru skuldlausir félagar í Iðnnemasambandi íslands og verða atvinnulausir eftir að hafa lokið samningi geta fengið atvinnuleysisbæt- ur frá sínu fagfélagi. Ef iðnnemi, sem hefur áunnið sér bótarétt, hefur auk þess stundað skóla- nám á siðustu 12 mánuðum í a.m.k 6 mánuði og lokið námi, eða einsýnt þykir að hann hafi hætt námi, skal reikna honum 520 dagvinnustundir til viðbótar vegna námsins en það er um 55% bætur í heildina með 425 lág- marksstundunum. Þetta á eingöngu við um þá sem ljúka námi og tekur því ekki gildi fyrr en á næstu önn þegar ljóst er að nemi er ekki lengur skráður í skóla. Fær nemi þá þessar stundir metnar aftur í tímann þannig að ef hann hefur verið atvinnulaus um sumarið fær hann 30% til viðbótar um haustið. Að geyma bótaréttinn í lögunum er gert ráð fyrir að sá sem hættir að vinna til að fara í nám geti geymt bótarétt sinn í allt að 24 mán- uði. Petta á ekki við um þá sem ein- göngu vinna yfir sumartímann. Að skrá sig atvinnulausan Brýnt er að allir atvinnulausir iðn- nemar skrái sig hjá sínu sveitarfélagi, jafnvel þó þeir eigi ekki rétt á bótum því alltaf er möguleiki að þeir fái vinnu ef þeir eru skráðir. Einnig skal bent á AMIN, Atvinnumiðlun iðn- nema sem er til húsa að Skólavörðu- stíg 19 í Reykjavík. Sími 91-14410. Páll Svansson, ritari INSÍ 6

x

Iðnneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnneminn
https://timarit.is/publication/361

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.