Iðnneminn


Iðnneminn - 01.05.1994, Blaðsíða 6

Iðnneminn - 01.05.1994, Blaðsíða 6
IUÝ STJÓRIU TEKIHI VIÐ í SKÓLAFÉLAGI IÐIUSKÓLAIMS í REYKJAVÍK Fráfarandi framkvæmdastjórn Skólafélags Iðnskólans í Reykjavík (veturinn '93 - '94) tók upp stefnu- skrá sem er harla ólík stefnuskrám flestra framhaldsskóla á landinu. Strax í upphafi kjörtímabils okk- ar var það ákveðið að innan skól- ans yrðu engin stór böll haldin. Hinsvegar voru margar skemmtan- ir innan deilda sem tókust virki- lega vel. Við einbeittum okkur að starfi sem hentaði betur iðnnem- um, iðnnemar eru jú ívið eldri en framhaldsskólanemar almennt (í IR er meðalaldur nálægt 23 árum). Mikill kraftur fór í baráttu fyrir betri aðstöðu fyrir nemendur og einnig í úrbætur í réttindamálum. Margt vannst eins og td. hjá Félagi tölvubrautarnema sem fengu því framgengt að nemar á þeirri braut munu útskrifast með titilinn tölvu: fræðingur. Krafa um bætta aðstöðu fyrir nemendur innan IR var af- greidd af hálfu Menntamálaráðu- neytis þannig að nemendur skyldu hírast við óbreyttan húsakost næstu 3-6 árin þar til að nýr bíl- greinaskóli verður tilbúinn. At- huga skal að enn á eftir að teikna þennan nýja skóla. Önnur stór mál voru alltof mörg til að telja hér upp en mörg þeirra voru til komin vegna skilnings- og tillitsleysis skólayfirvalda. í takt við öflugt vetrarstarf stjórnarinnar var ákveðið að næsta stjórn skyldi berjast fyrir kjöri til að sanna sig. Allir frambjóðendur voru hvattir til að taka kosninga- baráttuna alvarlega en tveir listar buðu sig fram og háðu mikið áróð- ursstríð þar sem skotin flugu á milli, bæði á framboðsfundi og í auglýsingum þeirra. Sá listi er sigraði kosningarnar hlaut frækinn sigur eða um 80% greiddra atkvæða en mótframboð- ið náði um 15%. 5% kjörseðla voru auðir eða ógildir. Rúmlega 500 manns tóku þátt í þessum kosningum eða um 28% nemenda skólans og hefur þátttakan ekki verið meiri undanfarin 10-15 ár. Nýju stjórnina skipa: Þórir Karl Jónasson, formaður Hulda Patricia Haraldsdóttir, varaformaður Tryggvi Arnarson, ritari Jóhann B. Einarsson, gjaldkeri Haraldur Tryggvason, meðstjórnandi Hróar Þór Reynisson, ritstjóri Hilmar Kári Hallbjörnsson, formaður skemmtinefndar r Hin nýkjörna stjórn Skólafélags Iðnskólans í Reykjavík Þórir Karl ætti að vera flestum kunnur því hann er núverandi for- maður Tölvubrautarnema í IR. Einnig hefur hann starfað mjög vel fyrir Iðnnemasambandið frá síð- asta þingi þess. Hann er formaður Kjaramálanefndar INSI og hefur þar stýrt tveimur opnum fundum á vegum samtakanna. Fráfarandi framkvæmdastjórn óskar stjórninni til hamingju með kosningasigurinn og vonast til að hún haldi áfram á þeirri braut sem við höfum markað. Sveinbjörn Þormar, ritstjóri Iðnnemans ogfráfarandi ritari SIR V,SS«/>0AÐ ...að allir iðnnemar í föstu vinnu- sambandi eiga rétt á fullri oriofsuppbót, kr. 5.300,-? UM ATVimmULEYSISBÓTARÉTT IÐmmEMA Til þess að eiga rétt á atvinnuleysis- bótum þarf iðnnemi að hafa unnið að lágmarki 425 dagvinnustundir síðustu 12 mánuði. Þetta gefur 25% bætur sem er lægsta prósentan en hækkar um 1% við hverjar 17 dagvinnustundir eftir það. Þeir iðnnemar sem eru skuldlausir félagar í Iðnnemasambandi íslands og verða atvinnulausir eftir að hafa lokið samningi geta fengið atvinnuleysisbæt- ur frá sínu fagfélagi. Ef iðnnemi, sem hefur áunnið sér bótarétt, hefur auk þess stundað skóla- nám á siðustu 12 mánuðum í a.m.k 6 mánuði og lokið námi, eða einsýnt þykir að hann hafi hætt námi, skal reikna honum 520 dagvinnustundir til viðbótar vegna námsins en það er um 55% bætur í heildina með 425 lág- marksstundunum. Þetta á eingöngu við um þá sem ljúka námi og tekur því ekki gildi fyrr en á næstu önn þegar ljóst er að nemi er ekki lengur skráður í skóla. Fær nemi þá þessar stundir melnar aftur í tímann þannig að ef hann hefur verið atvinnulaus um sumarið fær hann 30% til viðbótar um haustið. Að geyma bótaréttinn í lögunum er gert ráð fyrir að sá sem hættir að vinna til að fara í nám geti geymt bótarétt sinn í allt að 24 mán- uði. Þetta á ekki við um þá sem ein- göngu vinna yfir sumartímann. Að skrá sig atvinnulausan Brýnt er að allir atvinnulausir iðn- nemar skrái sig hjá sínu sveitarfélagi, jafnvel þó þeir eigi ekki rétt á bótum því alltaf er möguleiki að þeir fái vinnu ef þeir eru skráðir. Einnig skal bent á AMIN, Atvinnumiðlun iðn- nema sem er til húsa að Skólavörðu- stíg 19 í Reykjavík. Sími 91-14410. Páll Svansson, ritari INSÍ 6

x

Iðnneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnneminn
https://timarit.is/publication/361

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.