Iðnneminn


Iðnneminn - 01.05.1994, Blaðsíða 8

Iðnneminn - 01.05.1994, Blaðsíða 8
NYR KAFLI ISÖGU SUÐUR-AFRÍKU Nelson Mandela á kosningafundi Afríska þjóðarráðiðsins (ANC). Kosningarnar 26.-28. apríl í Suð- ur-Afríku eru hinar fyrstu í sögu landsins þar sem hver maður hefur eitt atkvæði, óháð litarhætti. Mark- mið kosninganna er að velja fulltrúa á stjórnlagaþing, en verkefni þess er að gera stjórnarskrá fyrir landið sem komi í stað stjórnarfars aðskiln- aðarsinna, Apartheidkerfisins. Þjóðarflokkurinn undir forystu de Klerk lét í desember á síðasta ári hluta valdsviðs síns í hendur Milliþingaráðs (Transitional Ex- ecutive Council) þar sem sitja full- trúar 19 stjórnmálasamtaka. Þetta var gert samkvæmt bráðabirgða- stjórnarskrá sem þing hvítu minni- hlutastjórnarinnar samþykkti í samræmi við niðurstöður fjöl- mennrar viðræðunefndar um til- högun frjálsra kosninga. Afríska þjóðarráðið (ANC) undir forystu Nelsons Mandela barðist fyrir að koma þeirri nefnd á laggirnar og leitaðist við að fá þátttöku sem flestra stjórnmálaafla í landinu. Margir fundu sig knúna til þátl- töku í viðræðunum en hugðu þó ekki á framboð heldur höfðu uppi kröfur um sérstöðu. Þar á meðal var Mangosuthu Buthelezi foringi Inkatha hreyfingarinnar er kennir sig við Zulumenn, svo og forsvars- menn úr röðum íhaldsflokksins sem stofnuðu hægrisinnuð stjórn- málasamtök og hvöttu til stofnun- ar þjóðríkis fyrir hvíta menn. Miklar blóðsúthellingar fylgdu þessum fyrstu viðræðum löglegra stjórnmálasamtaka fólks af öllum kynþáttum. Ábyrgð voðaverkanna má fyrst og fremst rekja til Inkatha sem að undirlagi Apartheidstjórn- arinnar og jafnvel beinni þátttöku lögreglu reyndi að sporna við eða stöðva þróunina í átt til nútíma lýðveldis í Suður-Afríku. Meðal atburða voru fjöldamorð á fólki í kröfugöngu við íþróttaleikvang í Ciskei heimalandinu. Undir lok síðasta árs veittu Mandela og de Klerk friðarverð- launum Nóbels viðtöku. De Klerk þakkaði lýðræðisþróunina í Suður- Afríku „grundvallarbreytingu á hjartalagi“ en Mandela tileinkaði verðlaunin þeim sem hafa barist, hvítum og svörtum. Hann beindi athyglinni að þeirri staðreynd að „það er okkar fólk í milljónatali, þeir sem þorðu að rísa upp gegn félagskerfi sem ber í sér ofbeldi og kynþáttastefnu, kúgar og bælir og gerir þjóð okkar að fátæklingum" sem varð til þess að binda endi á Apartheid. Draumaveröldin í Suður-Afríku hefur til þessa dags ekki verið þjóðríki heldur ríki þeirra sem samkvæmt lögum voru skilgreindir „af hinum hvfta kyn- þætti“ og eru rúmar 5 milljónir talsins. Indverjar og fólk af blönd- uðum uppruna telur 3 milljónir. Asíufólk var flutt til álfunnar á síð- ustu öld áður en frumbyggjar höfðu verði brotnir undir hvíta manninn, til að vinna á plantekrum og fleiri störf. Þorri í- búanna, um 24 milljónir eru blökkumenn af ýmsum þjóðar- eindum og myndar ekkert þeirra þjóð. Heimalöndin voru lykilatriði í afturhaldssinnaðri draumaveröld hvítu yfirstéttarinnar. Þau áttu ræt- ur að rekja til löggjafa snemma á öldinni sem eignaði hvítum mönn- um 87% landsins, þar með taldar námur og allar frjósamar lendur, en 13% voru króaðir af á harðbýlu 13% landsins. Milljónir manna voru fluttir nauðungarflutningum til að skapa slíka veröld. Með örri iðnvæðingu óx fjöldi iðnverkafólks og mætti yfirstéttin því með búsetulöggjöf sem sópaði svertingjum ýmist út fyrir borgirn- ar eða alla leið í heimalöndin. Fjöl- skyldum var splundrað, gamlingjar og börn gátu séð um sig sjálf. Fólk á besta aldri mátti sækja vinnu, karlar í námum eða iðnaði, konur til dæmis húshjálp. Fjöldi fólks starfaði og starfar enn á búum stórjarðeigenda við aðstæður sem líkja má við þrældóm. Fyrir iðnaðinn, jarðeigendur og aðrar atvinnugreinar er félagsleg staða blökkumanna afar ábatasöm. Verðgildi vinnuaflsins er lágt, lífið stutt, ekki heilsugæsluútgjöld eða lífeyrir, moldarvegir, vatnsskortur, kokseldstæði og hreysi. Blökku- menn fengu marklausan „ríkis- borgararétt“ í slíkum uppgerðar- ríkjum. Kerfið var til þess ætlað að kljúfa þjóðina sem byggði landið. Það ýtti undir ættbálkaskiptingu og notkun ólíkra tungumála. Þannig styrktu sig í sessi höfðingjar svo sem Goodwill Zwelithini konung- ur og Buthelezi í KwaZulu (um 40 bútar lands í Natalhéraði), Man- gope í Boputhatswana (mjög dreift í Transvaal og Oranjehéröðum) og Gqozo í Ciskei (Höfðahéraði). 8

x

Iðnneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnneminn
https://timarit.is/publication/361

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.