Iðnneminn


Iðnneminn - 01.05.1994, Síða 11

Iðnneminn - 01.05.1994, Síða 11
Aldrei aftur „Núllsamninga" Þeir kjarasamningar sem hafa verið gerðir á undanförnum þrem- ur árum hafa verið kallaðir “þjóð- arsáttarsamningar” og hafa nú þrír slíkir verið gerðir. Hafa þeir því miður ekki skilað launafólki nein- um kaupmáttarauka. Á því tíma- bili sem liðið er síðan fyrstu þjóð- arsáttarsamningarnir voru gerðir hafa laun iðnnema og flest alls launafólks rýrnað um það bil 7% á ári. Þjóðarsáttarsamningarnir hafa valdið íslensku launafólki til sjávar og sveita algjörri niðurlægingu. Það virðist vera stefna núverandi forystumanna verkalýðshreyfing- arinnar að gera enga kröfu á at- vinnurekendur um að greiða hærri laun. Allan þann tíma sem þjóðar- sáttarsamningarnir hafa verið í gildi hafa atvinnurekendur verið að hagræða hjá sér og hefur hag- ræðingin aðallega verið í því fólgin að segja upp launafólki og aukið þannig vinnuálag á það fólk sem hefur verið eftir hjá viðkomandi fyrirtæki. Þjóðarsáttarsamningarn- ir hafa verið algjör niðurlæging fyr- ir íslenskt launafólk og vonandi verða aldrei slíkir samningar gerð- ir aftur. Skolpræsalaunin. Á meðan allur þorri íslensks launafólks hefur búið við það slæma ástand að taka á sig auknar byrðar í skattheimtu, hvort sem það er kallað sjúklingaskattar, nef- skattar eða þjónustugjöld, þá virð- ist allstór hluti af embættismönn- um geta skammtað sér laun eftir þörfum, burtséð frá því hvað al- menningur hefur í laun. Er það eitthvað eðlilegt að um það bil 15% þjóðarinnar sé með helming þjóðartekna á meðan stór hluti launafólks býr undir fátækt- armörkum? Er það sanngjarnt að stór hluti af hátekjufólki skuli ekki taka þátt í því að borga skatta og skyldur til samfélagsins? Þessi „moldvörpustarfsemi og skolp- ræsalaun“ sem eru hluti af neðan- jarðarhagkerfinu verður auðvitað að uppræta, því fyrr, því betra. Því auðvitað er það ekki sanngjarnt að sultarólin skuli alltaf vera hert hjá því fólki sem heldur uppi samfé- laginu og skapar mestu verðmætin í þjóðarbúinu. Samningar lausir eftir eitt ár Núverandi kjarasamningar verða lausir um árarmótin '94 - '95 og verður verkalýðshreyfingin að undirbúa sig vel fyrir þá samninga- lotu og fara fram með kröfuna um að nú verði gerðar raunhæfar kröf- ur um lífskjarajöfnun og einnig ætti að krefjast þess að borguð séru mannsæmandi laun fyrir 8 stunda vinnudag enda hefur það verið yfirlýst stefna verkalýðs- hreyfingarinnar í áratugi að ná þessu markmiði. Ef verkalýðs- hreyfingin ætlar að hafa þau áhrif í framtíðinni sem hún hefur haft til þessa verður hún að fara að berjast og sína á sér klærnar, því ef hún gerir það ekki þá hættir fók að hafa trú á henni og það má aldrei gerast. Þar sem verkalýðshreyfing- in er hvað veikust eru arðránið og mannréttindabrotin mest. Verka- lýðshreyfingin verður að hafna því að gerðir verði fleiri núllsamningar á meðan sjálfsafgreiðsluhóparnir skammta sér laun eftir þörfum. Gerum kröfuna um jafnari tekju- skiptingu að aðalkröfu okkar í komandi samningum. Þórir Karl Jónasson, formaður kjaramálanefndar INSÍ VISSIR híl ...þú verður á Jónsmessuhátíð iðn- nema á Laugarvatni 24. til 26. júni? Hittir þú ástina þína þar? IÐIMFÉLAGSFRÆÐI Nýtt námsefni um réttindi og skyldur iðnnema í skóla og á vinnumarkaði Á 51. þingi INSÍ var samþykkt ályktun þar sem þingið beinir því til Félagsmálaskóla Iðn- nemasambands íslands, FEMIN, að unnið skuli námsefni í svo- kallaðri iðnfélagsfræði og jafn- framt beiti hann sér fyrir því að leiðbeinandi frá FEMIN komi sem gestakennari inn í iðn- menntaskóla, í 3-4 tíma í áfang- anum Öryggis- og félagsmál eða öðrum sambærilegum áföngum. Ástæðan fyrir því að þingið á- lyktar um þessi mál er sú að for- ysta iðnnema í dag telur brýnt að komið verði á markvissri fræðslu um skyldur og réttindi þeirra er leggja stund á iðnnám, en þeirri fræðslu hefur verið mjög ábótavant í gegnum tíðina. Strax að loknu þinginu var farið í að setja saman námsefnið og var undirritaður ráðinn til verksins frá nóvember 1993. Sú vinna nú á lokastigi. Það er þó ljóst að námsefni það sem FEM- IN hefur látið gera verður aldrei tæmandi sem námsefni í iðnfé- lagsfræði, en við viljum þó líta á það sem mikilvægan þátt í því að koma þessari fræðslu af stað. Meginuppistaða efnisins er yf- irferð á réttindum og skyldum iðnnema á vinnumarkaði og í skóla, hvernig á að bera sig við að sækja um vinnu, kynning á sveinafélögum og kynning á Iðnnemasambandi íslands. Kostnaður við verkefnið er hár og er ljóst að Iðnnemasam- bandið hefur ekki bolmagn til að standa undir verkefninu eitt og sér. Iðnnemasambandið hef- ur því ákveðið að reyna að sækja styrki til sveinafélaganna á þeim forsendum að sveinafé- lögunum sé akkur í því að iðn- nemar séu fræddir um réttindi sín og skyldur, sem og tengsl þeirra við sveinafélög og vinnu- markaðinn. Áætlað er að gestakennari frá Iðnnemasambandinu fari af stað næsta haust og stefnt er að ná til allra iðnnema sem eru að ljúka skólanáminu eða eru á leið út á vinnumarkaðinn í starfsþjálfun. Ólafur Þórðarson Frœðslustjóri INSÍ 11

x

Iðnneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðnneminn
https://timarit.is/publication/361

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.