Iðnneminn


Iðnneminn - 01.05.1994, Side 12

Iðnneminn - 01.05.1994, Side 12
ÞINGHELGI Smásaga eftir Þórarin Þórarinsson Gamli maðurinn staldraði aðeins við á tröppunum, áður en hann gekk inn. Hann saug sígarettuna alveg upp að síunni. Dró eitrið, næstum því græðgislega, eins langt ofan í sig og hann gat. Eins og hann væri að sjúga í sig kjark, til þess að geta horfst í augu við ó- kindina, eftir þriggja daga fjarveru. Hann blés reyknum frá sér með til- þrifum og tautaði lágt, „Let's rock and roll“. „...stóð andspæn- is henni klæddur í níðþröngar svartar leðurbuxur, með gaddabeiti". Hann þrammaði upp marmara- tröppurnar, þannig að það glumdi í sporunum á leðurstígvélunum. „JÓN, JÓN, ert þetta þú“, org- aði hún, úr stássstofunni. „JA“, þrumaði hann á móti og hljóp í dauðans ofboði inn á skrif- stofuna sína, skildi dyrnar eftir opnar, þaut að barskápnum, sturt- aði viskí í glas og hellti því í sig. Hann heyrði stunur og blástur inn- an úr stofunni, þannig að hann vissi að hún var að erfiða við að standa upp úr legubekknum, sem hún lá daglangt í, eins og gerspillt- ur rómarkeisari og gleypti í sig vín- ber með rjóma og kampavín. „Hvar hefurðu verið? Ríkis- stjórnin liefur verið í uppnámi í þrjá daga og varaformaðurinn hef- ur hringt á tveggja tíma fresti allan sólarhringinn og sjálf hef ég verið algerlega á tau....“ Það var eins og vöndli af skítugum sokkum hefði verið troðið upp í hana, þegar hún sá hann. Eiginmaður hennar í fjörutíu ár og virðulegur forsætisráðherra landsins stóð andspænis henni klæddur í níðþröngar svartar leð- urbuxur, með gaddabelti. Ber að ofan að undanskildu svörtu leður- vestinu, sem megnaði engan veg- inn að fela ístruna og grá bringu- hárin. „Hvað er að sjá þig, er ekki allt í lagi“. Hún var algerlega gáttuð. Stóð þarna í viðbjóðslega bleikum Barböru Cartland kjólnum, and- litsmálningin, eins og Salvador Dali hafi rétt náð að ljúka við hana áður en hann lést og til þess að fullkomna þessa hryggðarmynd gapti hún svo eins og, eins og ... eitthvað ennþá heimskara en mis- þroskuð belja. „Haltu kjafti, djöfulsins kerling- arnaðra", gellti Jón á hana. „Heyrðu góði...“ „Ekkert heyrðu góði , við mig framar fituklessan þín“, hann hellti sér aftur í glasið. Nú yrði ekki aft- ur snúið. „Ég veit ekki hvað hefur komið fyrir þig, en ég ætla mér ekki að hlusta á svona svívirðingar“. Hún reyndi að halda ró sinni og fela geðshræringuna, sem ólgaði ein- hversstaðar langt undir selspikinu. „Ég hef ekkert fleira að segja við þig, Jón Jónsson, annað en það að þú ert búinn að fremja pólitískt sjálfsmorð og ég fer fram á skilnað undir eins“. „Þú skalt ekki hafa áhyggjur af skilnaði, lögfræðingarnir mínir eru þegar farnir að vinna í honum og hvað sjálfsmorð varðar þá framdi ég andlegt sjálfsmorð þegar ég gift- ist þér og flokknum. Nú er ég upp- risinn og aldrei liðið betur“. Hann var kominn í banastuð. „Ég vil ekki sjá þig framar og því síður heyra í þér, framvegis tölum við saman í gegnum lögfræðinga“. Það er ekkert bannað í náttúr- unni, í lífinu, nema það sem mann- skepnan hefur tek- ið upp á að banna. Hann gerði smá hlé á máli sínu og kveikti sér í sígarettu. Hún sneri sér undan honum. Vildi ekki að hann sæi augnmálningarmenguð tárin, sem læddust niður þykkan vanga hennar og bættu nýju stíl- bragði í súrrealískt málverkið. „Drullaðu þér nú út, ég er með partý í kvöld og ég vil ekki að strákarnir í bandinu sjái þig. Djöf- ull myndu þeir stríða nrér maður“. „Bandinu???“ snökti hún. „Já, bandinu. ÞINGHELGI. Hljómsveitinni, sem ég stofnaði um daginn“. Einungis brjálæð- ingur myndi sturta ferlinum niður kló- settið, eins og hverjum öðrum niðurgangi. „Þinghelgi, þú ert ruglaður. Viltu ekki tala við einhvern, sérfræðing meina ég...“ „Þegiðu! út, ÚT, ÚT MEÐ ÞIG KERLING“ Hún fór. Honum létti. Þetta var eins og hann hafði búist við, frekar erfitt. Það var sóðalegt að slátra svíninu, en hann varð að gera það. Hann settist við skrifborðið sitt og skrifaði afsagnarbréfið. Hann ætl- aði að fara með það niður í stjórn- arráð first thing in the morning, oh yeah. Og þó, var hann genginn af göfl- unum? Hafði skassið rétt fyrir sér? Trúlega. Einungis brjálæðingur myndi sturta ferlinum niður kló- settið, eins og hverjum öðrum nið- urgangi. Skola ævistarfinu út í hafsauga til þess að byrja upp á nýtt, fimmtíu og sex ára gamall. Það eru takmörk. Mönnum eru dregnar línur, sem þeim leyfist ekki að fara út fyrir. Og hann hafði gert það. Dæmt sig til glötunar. Hann gekk að barnum og horfði á sig í speglinum. Hann var hlægileg- ur. Fífl. Hann réði ekki við þetta. Þetta var gaman, en... Hann ákvað að rífa bréfið og fara í spennitreyjuna. Jakkafötin. Setja silkihengingarólina um liáls- inn og biðjast afsökunar. Sættast við gyltuna. Hann hafði ekkert gert enn þá, sem ekki mátti lag- færa. Hann fór upp í herbergi og opn- aði klæðaskápinn. Margfaldar her- fylkingar af vígtenntum jakkaföt- um horfðu á hann með dráps- glampa í tölunum. Þau vildu hefta hann. Binda. Kúga. Éta hann lif- andi. Kaldur sviti spratt fram á enni hans. No Way. Hann skellti hurðinni. Hann gat ekki snúið aft- ur. Hann var kominn of langt. Hann var að gera rétt. Það voru engin takmörk. Takmörk eru ekki til, nema hjá mönnum, sem eru aumingjar og setja sér þau sjálfir. Til þess að fela veikleika sína og þurfa aldrei að takast á við neitt. Þau voru eins og guð og öll trúar- bragða eitursúpan, sem fólk svolgraði í sig, til þess að geta í vímunni, skellt allri ábyrgð á æðri máttarvöld, djöfulinn, Júdas, ríkis- stjórnina, alla aðra en sjálfa sig. Það er ekkert bannað í náttúr- 12

x

Iðnneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðnneminn
https://timarit.is/publication/361

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.