Iðnneminn


Iðnneminn - 01.05.1994, Page 13

Iðnneminn - 01.05.1994, Page 13
unni, í lífinu, nema það sem mann- skepnan hefur tekið upp á að banna. Það var löngu komin tími til að segja sig úr lögum við þetta pakk. Hann ætlaði að verða úti- legumaður og þetta hús yrði hellir- inn hans. Hann hafði ekki dæmt sig til glötunar. Hann hafði dæmt sig til frelsis. Til þess að lifa. Hann var heill. Frjáls. Ánægður. Hann botnaði Hendríx í græjun- um og drakk sig fullan á meðan hann beið eftir partýgenginu. Hann dansaði út úr svefnher- berginu og renndi sér niður hand- riðið. Hann blandaði sér dökkan romm í kók og horfðist í augu við sjálfan sig í speglinum. Hann þurfti ekki að ljúga að spegilmyndinni. Hann þurfli ekki læðast upp að sjálfum sér, þurfti ekki að leynast. Það sem hann sá var rétt og hann var sáttur við það. Hann var ekki trúður. Hann var ekki halló. Hann var kúl og töff. Hann botnaði Hendrix í græjunum og drakk sig fullan á meðan hann beið eftir partýgenginu. Þegar hann vaknaði, svimaði hann svolítið. Hann var nokkur augnablik að átta sig á hvar hann var. Hann var ekki alveg í paradís, eins og hann hafði fyrst látið sér detta í hug. Hann var í rúmi ókind- arinnar. Hún var þarna þá ennþá. Hann stundi og lokaði augunum. Opnaði þau aftur og brosti. Hann var glaðvaknaður. Hann tók sæng- ina ofan af henni og virti fyrir sér fagurskapaðan líkama hennar. Hún var meiriháttar. Hann mundi ekki nákvæmlega hvernig þau end- uðu þarna. Hann hafði elt þéttan, freistandi rassinn upp tröppurnar, fært hana varlega úr leðurpilsinu, losað brjóstahaldarann með þumal og vísifingri (alveg eins og í gamla daga), lagt hana í silkið og... Hann kyssti hana á ennið og stóð upp. Týndi sig á sig leðurlarfana og horfði hugfanginn á hana, umlukta silkinu. Hann var frjáls maður og frjálsir menn leggjast ekki í forina með svínum, heldur veltast þeir um í lostafullum glímubrögðum með stelpum eins og þessari. Bréfið lá niðri á borði og beið eftir honum. Hann ákvað að drífa sig með það og leyfa henni að sofa á meðan, fullviss urn að hún biði enn eftir honum þegar hann kæmi aftur. Stofan var eins og vígvöllur í þrælastríðinu. Hann stiklaði á milli dauðadrukkinna félaga sinna og felldi næstum skúringafötu um koll. Hann setti rólega á sig leðurgrifflur, með göddum á hnúunum og tók ekki augun af þeim á meðan. Það var æla í fötunni og þegar hann opnaði dyrnar sá hann að það voru líka Ijón í götunni. Ekk- ert óviðráðanlegt, bara smá hindr- un. Þrjár guggnar manneskjur. O- kindin, Sigurður varaformaður og einhver ákaflega lúpulegur náungi, sem hann hafði aldrei séð áður, en hún kynnti hann, sem sálfræðing- inn sinn. „Jón minn, við komum bara til þess að reyna að tala um fyrir þér“, sagði frúin alveg ógeðslega smeðjulega. „Hvað er eiginlega hlaupið í þig maður“, hreytti Siggi út úr sér, „gerirðu þér nokkra grein fyrir því hvað þú getur skaðað okkur, mig, þig, flokkinn, með því að láta svona“. Hann fann reiðina krauma í sér og ákvað að reyna ekki að halda aftur af sér, eins og hann hefði ör- ugglega gert ef hann hefði verið með bindi. Hann setti rólega á sig leðurgrifflur, með göddum á hnú- unum og tók ekki augun af þeim á meðan. Hann fór í jötunmóð og fann hvernig ásmegin hans tvöfald- aðist. Hann sendi þeim manndráps augnaráð. Þau titruðu, svitnuðu og voru í framan eins og þau væru að reyna að kyngja stórum banana þversum. Hann hörfaði aðeins inn fyrir og teygði sig í ælufötuna. Tók síðan undir sig stökk og lét vodka og pepperoni- pizzukokkteilinn vaða framan í þau. Gyltan rýtti og mennirnir kúguðust. Annars heyrðist ekkert frá þeim. Þau tóku niðurlægingunni þegjandi, eins og fjötrað fólk gerir yfirleitt. „Þetta er mitt svar og viljiði svo gera svo vel að drullast burt, áður en ég vek strákana og læt þá berja ykkur í frumeindir. Helvítis djöf- ulsins skíta hyski“. Mennirnir létu ekki segja sér þetta tvisvar. Sner- ust á hæl og hröðuðu sér burt, tautandi eithvað um geðveiki, kær- ur, lögreglu og dómstóla. Hún stóð fyrir framan hann út- gubbuð og grátandi. „Þú hefur eyðilagt allt. Allt mitt líf. Ég hata þig... rotnaðu í helvíti“. Hann hló að henni. „Farðu... NÚNA“ öskraði hann. Hún gekk hægt niður heim- keyrsluna. Hann kveikti sér í rettu og horfði á eftir henni í gegnum reykinn. Honum fannst hún vera eins og stórt bleikt óveðursský, sem sveif letilega á braut og hætti að skyggja á sólina hans. Þegar hún var næstum komin í hvarf við hliðið, virtist honum hún hafa leystst upp í fjólubláa þoku. Hann glotti og sendi himnunum fingur- koss. Þórarinn Þórarinsson 13

x

Iðnneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðnneminn
https://timarit.is/publication/361

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.