Iðnneminn


Iðnneminn - 01.05.1994, Side 14

Iðnneminn - 01.05.1994, Side 14
JÓNSMESSUHÁTÍÐ Laugarvatni, 24. til 26. júní 1994 -*er 24. til 26. júní n.k. heldur Iðn- nemasamband íslands hina árlegu og víðfrægu Jónsmessuhátið sem að þessu sinni verður stærri og viðameiri en nokkru sinni fyrr. í tilefni að hálfrar aldar afmælis samtakanna verður sérstaklega vandað til alls, þannig að enginn iðnnemi getur látið hátíðina fram hjá sér fara. Hátíðin er hugsuð fyr- ir alla fjölskylduna, líka þá skemmtanaglöðu. Boðið verður upp á margvíslegar uppákomur s.s. þjóðlegar keppnisíþróttir, barna- skemmtanir, leiki og síðast en ekki síst, kynngimagnaða kvölddagskrá með óskilgreindum endi. Á föstudeginum kemur saman æðstavald Iðnnemasambandsins, 28 manna sambandsstjórn til fund- ar. Til fundarins verða einnig boð- aðir fulltrúar allra aðildarfélaga Iðnnemasambandsins en þau geta hvert um sig sent allt að sex íull- trúa. Meginumræðuefni fundarins verður afmælisdagskrá Iðnnema- sambandsins í kringum 50 ára af- mælisdaginn sjálfan, þann 23. sept- ember n.k. En þá er ætlunin að dagskrá verði í hverjum iðn- menntaskóla landsins, með uppá- komum eins og heimsóknum ráða- manna (ráðherrar, þingmenn og bæjarstjórnarmenn), handverks- sýningum og fleira. Eftirtalin atriði verða meðal dag- skráratriða á Jónsmessuhátíðinni. Að sjálfsögðu verður haldin Grill- veisla, kveiktur bálköstur og allir fá merkta keppnisboli að ógleym- dum verðlaunagripunum, að sjálf- sögðu. Skipulagðar rútuferðir verða fyrir þá sem ekki komast á eigin bíl. Enginn sómakær iðnnemi getur látið hátíðina fram hjá sér fara og allir ættu svo sannarlega að geta fundið eitthvað sér til hæfis. Leikir fyrir börnin: • Stórfiskaleikur • Brennó • Feluleikur • Snú-snú • Fallin spýta Og allir gömlu barnaleikirnir síð- an við vorum börn! Hjólreiðakeppni Af fornum sið iðnnema verður keppt í hjólreiðum, þar sem sigur- vegarinn hlýtur þann mikla heiður að nafn hans verður greipt í plötu á hinn margfræga, forna hjólreiða- verðlaunagrip Iðnnemasambands íslands. Þeir sem best vilja undir- búa sig með því að hjóla á Laugar- vatn geta fengið búnað sinn send- an á staðinn. Fullkominn viðhalds- búnaður hjólreiðaklúbbs Iðnskól- ans í Reykjavík og tæknimenn verða á staðnum. Sundkeppni Iðnnemar hafa löngum verið annálaðir sundgarpar og eru elstu útgáfur Iðnnemans undirlagðar fréttum af afrekum á því sviði. Keppt verður í bringusundi, baksundi og skriðsundi, jafnvel verður bætt við fleiri greinum s.s. marvaðatroðslu, björgunarsundi og kafsundi, ef vel liggur á mönn- um. Hlaup Keppt verður í víðavangshlaupi, spretthlaupi og hindrunarhlaupi. Aðrar útfærslur verða jafnvel fundnar upp á staðnum. Fótbolti Keppt verður í eins mörgum riðlum og hægt er, best er að koma með fullbúið 5 manna lið. Ef tími vinnst til mun verða haldin víta- spyrnukeppni. Kóðrurkcppni/siglingar Notaður verður bátafloti staðar- ins en hikið ekki við að koma með eigin snekkjur (les gúmmítuðrur) og annað sem flýtur. Glíma Þeir sem eitthvað kunna fyrir sér í þessari þjóðlegu íþrótt eru beðnir um að koma sér í samband við undirbúningsnefndina og kenna okkur allt sem við þurfum að vita til að geta haldið keppni. Knattleikur Þessi forna grein var stunduð þannig að boltinn var lítil leður- tuðra og notaðar eru kylfur (spýt- ur, litlir lurkar) nokkurnveginn eins og „grashokkí...“ Fjallganga Það verður væntanlega ekki keppt í þessari grein, heldur mun hún verða okkur til heilsubótar. Ratleikur í ratleik eru reglurnar einfaldar: Ef þú týnist ekki þá hefur þú unnið a.m.k. hálfan sigur, skátarnir á staðnum sjá um nánari útfærslu á leiknum. Kappát Þennan lið þarf ekki að útskýra. Ef þú ert í vafa þá skaltu ekki keppa! Ekki er gefið upp í hvaða flokki matvæla verður keppt fyrr en á staðnum. Kjaftasögukeppni Lygnustu iðnnemar landsins þreyta keppni í kjaftasögum um eigin afrek, sem flest eiga sér upp- tök eftir að hafa hlustað á sögu andstæðingsins, best að vera með hæsta rásnúmerið! Rímur Færustu andans menn innan hreyfingarinnar keppast við að kveða hvorn annan í kútinn með þjóðlegum hæfileikum sínum. J ónsmessudaggarhlaup Þó svo að formleg dagskrá hefj- ist ekki fyrr en seinnipart föstu- dags hafa nokkrir velunnarar Jóns- messunnar skipulagt uppákomu á sjálfri Jónsmessunóttinni, aðfara- nótt föstudagsins. Sjáiði fyrir ykkur naktar yngis- meyjar á hlaupum undan spengi- legum ungum iðnnemum með glampa í augum yfir tilhugsuninni yfir fyrsta ástarævintýrinu - ást við fyrstu sýn! Klúbbastarfssemi Adamsklæðasundferðarklúbbur- inn verður að sjálfsögðu með skipulagðar leynilegar næturferðir á vit örlaganna! Þjóðhátíð hvað? Gleðilegt sumar! Sveinbjörn Þormcir og afmœlisnefndin 14

x

Iðnneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðnneminn
https://timarit.is/publication/361

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.