Iðnneminn


Iðnneminn - 01.05.1994, Blaðsíða 15

Iðnneminn - 01.05.1994, Blaðsíða 15
MAM I BOKAGERÐ Gamla og nýja kerfið mættust og úr varð klúður! Fyrirmynd nýs námskerfís sótt til Danmerkur Fyrir rúmlega tveimur árum hófsl undirbúningur að breyting- um á námskerfi bókiðngreina. Var þá horft til frænda okkar dana sem fyrirmynd en þeir víxla atvinnulífi og skóla saman meðan á námstíma stendur. Flópvinna og ábyrgð hvers nema gagnvart öðrum innan hópsins eru helstu einkenni hins danska kerfis og miða að því að gera nema hæfa til samstarfs við aðra einstaklinga þegar útí at- vinnulífið er komið, þar sem hóp- starf verður æ algengara. Víxlverkun skóla og atvinnulífs Það var síðan á haustönn 1993 að kennsla var tekin upp í nýja kerfinu og skráðust um 24 nemar þar inn, þar af fimm sem þegar voru á samningi. Inn í námið var hægt að ganga á tvo vegu, annars- vegar að hafa fengið samning í prentfyrirtæki áður en skóli hófst og hinsvegar að byrja í skóla og verða sér úti um samning á næstu fjórum mánuðum eða fram að ára- mótum 1994. Þegar dró fram að áramótum var orðið ljóst að illa myndi ganga að koma þeim nem- um sem eftir voru, á samning. Kvörtuðu nemar þá við forsvars- menn tilraunanámsins sem reyndu síðan í framhaldi að kynna hið nýja fyrirkomulag betur fyrir stjórnendum fyrirtækja í prentiðn- aði og nauðsyn þess að koma meg- inhluta nemanna á samning. Einnig var frestur til áramóta framlengdur til fyrsta apríl 1994. Það er alltaf eitthvað klúður í gangi! Það vekur nokkra furðu að nem- ar sem eru enn í gamla kerfinu og eiga margir hverjir að fara í starfs- þjálfun nú í vor og ljúka sínu námi virðast hafa gleymst. Að setja tvo hópa í sama iðnnámi, í samnings- og starfsþjálfunarleit á nánast sama tíma kann ekki góðri lukku að stýra. Rétt rúmlega helmingur nýnemanna komst á samning og verður að segjast að þegar horft er til þess ástands sem hefur ríkt á vinnumarkaðinum horfir ekki væn- lega fyrir þeim nemum í gamla kerfinu sem margir hverjir hafa verið að leita sér að starfsþjálfun- arplássi síðan fyrir áramót. Þegar þessi grein er skrifuð í fyrri hluta apríl hafði enginn þeirra fengið pláss. Hvar liggur ábyrgðin? Það má segja að nýnemarnir hafi hreinlega tæmt markaðinn fyrir þá nema sem eru að ljúka sínu námi og eiga að fara í starfsþjálfun nú í vor. Hvað á eiginlega að segja um svona klúður? Getur verið að í undirbúningi hins nýja námskerfis hafi gamla kerfið og lokum þess hreinlega verið stungið undir tepp- ið? Ekki vil ég þá bjóða mikið í að öðrum iðngreinum verði breytt að sama skapi eins og nú er fyrirhug- að, ef þeim verður skellt á með þessum hætti án þess að hugsa fyr- ir þeim áhrifum sem það hefur á námslok nema í núverandi kerfi. Einhverja lausn verða forsvars- menn tilraunanámsins að finna þegar í stað, því það er löngu orðið ljóst að ekki verður hægt að finna meirihluta þessara nema starfs- þjálfunarpláss. Það er skrýtið til þess að hugsa að mitt í allri um- ræðu um starfsþjálfunarvanda iðn- nema og sérstök nefnd hafi verið skipuð af menntamálaráðherra til að finna lausn á þeim vanda, skuli klúður eins og þetta koma upp. Enda má ekki gleyma því að það var menntamálaráðherra sem gaf leyfi fyrir tilraunanáminu. Páll Svansson ritari INSI og formaður FBN UMSOKNIR UM SVEINSPRÓF VORIÐ 1994 Umsóknir um sveinspróf skulu hafa borist ráðuneytinu fyrir 2. júní n.k. Þó skulu umsóknir um sveinspróf í framreiðslu og matreiðslu hafa borist ráðu- neytinu fyrir 25. apríi n.k. Menntamáiaráðuneytið

x

Iðnneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnneminn
https://timarit.is/publication/361

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.