Iðnneminn


Iðnneminn - 01.05.1997, Blaðsíða 5

Iðnneminn - 01.05.1997, Blaðsíða 5
Umsóknarfrestur um herbergi og íbúðir FIN vegna haustmisseris 1997 er til 1. júlí n.k. Eftirtalin gögn þurfa að fylgja umsóknum: q) Námssamningur ef nemi er í samningsbundnu námi. b) Staðfesting á skólavist ef nemi er í skóla. c) Útskrift af námsárangri eða afrit af einkunnarblöðum (með stimpli viðkomandi skóla). d) Afrit af skattaskýrslu síðasta árs, staðfesta af viðkomandi skattstofu. e) Ef sótt er um íbúð á fjölskyldusetri og upplýsingar um barnafjölda á skattaskýrslu eru ekki réttar þarf fæðingarvottorð eða þungunarvottorð að fylgja. f) Ef umsækjandi telur að umsókn sín eigi að njóta forgangs af heilsufarsástæðum ber að staðfesta slíkt með læknisvottorði. g) Ef umsækjandi telur að umsókn sín eigi að njóta forgangs af félagslegum ástæðum ber að skila greinargerð og staðfestingu ef því er við komið. Umsóknareyðublöð og aðrar upplýsingar fást á skrifstofu FIN - Skólavörðustíg 19, Reykjavík - Sími: 551 0988 Sérstök atghygli er vakin á 1. grein úthlutunarreglna FIN sem er svohljóðandi: Iðnnemasetur geta þeir einir fengið úthlutað sem eru félagar í Iðnnemasambandi íslands og hafa greitt tilskilin félagsgjöld.

x

Iðnneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnneminn
https://timarit.is/publication/361

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.