Iðnneminn


Iðnneminn - 01.10.1997, Blaðsíða 14

Iðnneminn - 01.10.1997, Blaðsíða 14
Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra á Sauð- árkróki, FNV, var stofnaður 22. september 1979 og hefur frá upphafi starfað eftir sam- ræmdu áfangakerfi. Iðnaðarmannafélag Sauðárkróks (hið síðara) var stofnað 1942 og fljótlega var farið að vinna að hagsmunamálum iðnnema innan þess. Sum- arið 1946 báðu nokkrir iðnmeistarar á Sauðár- króki séra Helga Konráðsson að stofna iðnskóla á staðnum og sjá um rekstur hans. Iðnskólinn á Sauðárkróki starfaði til ársins 1979 þegar FNV tók yfir starfsemi hans. A fyrstu starfsárum skólans var ekki til nein samræmd námsskrá en skólinn gaf út “námskrá fyrir framhaldsskóla á Norðurlandi“, ásamt öðrum framhaldsskólum á svæðinu. Síðar var farið eftir námskrá Menntamálaráðuneytisins, en kennsla fer nú fram samkvæmt „Námsvísi Fjölbrautaskóla“, sent gefmn var út í samvinnu við 5 aðra framhaldsskóla. Sköntmu eftir, stofnun skólans, eða árið 1983, var kornið á fót grunndeildum í rafiðnum og málmiðnum í Verknámshúsi skólans og hafa þær verið starfandi síðan. I’etta eru verknáms- deildir, þannig að hluti af því verklega námi, sem iðnmeistarar veittu áður í þessurn greinum, er nú kennt við skólann. Námsframboð í FNV Á fyrsta starfsári skólans, 1979 voru nemendur 82 á haustqnn og 87 á vorönn. Þeir skiptust á 5 stúdentsbrautir, iðnnámsbraut málmiðna, iðnnámsbraut tréiðna, iðnnámsbraut rafiðna, fiskvinnslubraut og tæknabraut. Tvær síðast- töldu brautirnar voru undirbúningsnám fyrir Tækniskóla Islands. Skólaárið 1997-1998 eru nemendur hátt á fimmta hundrað og hafa um 23 námsbrautir að velja. 8 styttri námsbrautir, 8 stútentsbrautir, grunndeild málmiðna, grunndeild rafiðna, og tæknibraut. Auk þessa er í boði samningsbund- ið bóklegt nám á iðnnámsbraut í: bifvélavirkj- un, Húsasmíði, rafvirkjun, rafvélavirkjun, vél- smíði ásamt meistaranámi. Vaxandi skóli Nemendafjöldi við skólann hefur margfaldast og námsframboð aukist á þessum 18 árum frá því að skólinn tók til starfa. Þessa miklu aukn- ingu á fjölda nemenda, sent sækja nám við skól- ann má að einhverju leiti skýra með breyttu ástandi í atvinnumálum þjóðarinnar. Þó nem- endur við skólann komi einkum frá Norður- landi vestra er skólinn öllum opinn og koma nemendur alls staðar að af landinu. Þrátt fyrir góða heimavistaraðstöðu vantar meira heima- vistar rými og háir það nokkuð vexti skólans. Nýtt verknámshús Árið 1981 var tekið í notkun nýtt verknámshús skólans, en fyrst í stað aðeins fy'rir bóknám. Upphaflegar áætlanir gerðu ráð fyrir verknáms- deildum málmiðna og tréiðna í húsinu en ekki verknámi í rafiðnum. Málmiðnaðardeildin var sett á laggirnar í sérhönnuðu rými og er að- staða þar ntjög góð. Grunndeild rafiðna fékk þá einnig aðstöðu í húsinu, sem er all góð og er vel tækjunt búin. Nýtt bóknámshús 1992 var hafist handa við byggingu bóknáms- húss skólans og var það tekið í notkun haustið 1994. Varð með því gjörbylting á aðstöðu nemenda og starfsfólks við skólann og aðbún- aður þar allur hinn besti. Segja má að aðstæður til bóklegrar kennslu séu með miklum ágætum en nokkuð skortir á að verklegar greinar sitji við sarna borð í þeirn efnurn. Er það trúlega ekkert einsdæmi í framhaldsskólum landsins sökum mikils kostnaðar við að byggja upp verknám svo vel sé. Málmiðnadeild - Grunndeild mátmiðna: Nám á þessu sviði samanstendur af verklegu og bóklegu námi sem skiptist nokkuð jafnt. Á verklega sviðinu halda nemendur sig að mestu á vélaverkstæði skólans þar sem þeir læra til dæmis, að rafsjóða, logsjóða, srníða í rennibekk og fræsivél, rétt vel og notkun handverkfæra, borun, vélaviðgerðir og klippa og beygja plöt- ur. Nemendur nota hluta af þessum tíma, urn 2- 3 kennslustundir á viku, til þess að lesa bækur og vinna skrifleg verkefni þar sem fjallað er um tækin og aðferðir við beitingu þeirra. Mest af tímanum, yfir 20 kennslustundir, vinna nem- endur í tækjum skólans þar sem unnin eru ým- is skemmtileg verkefni sem stuðla að aukinni þekkingu og þjálfún við vinnu í málmiðnaði. Bóklegi hluti námsins samanstendur af al- mennu bóknámi og fagbóklegu námi, almenna námið er til dæmis enska og stærðfræði, en fag- bóklega nárnið er efnisfræði málma, teiknilest- ur, rafmagnsfræði þar sem þú lærir um lögmáls- bundna hegðun þess fyrirbæris og svo öryggis- mál, en á þann þátt er jafnan lögð rík áhersla til þess að tryggja velferð þína um ókomin ár. Ljóst má vera að þetta nám útaf fýrir sig get- ur verið gott almennt nám þó ekki sé lengra haldið, eða nemandi velji ekki nema hluta af þessu námi með allt öðru námi. Málmiðnadeild - Bifvélavirkjun: Þegar nemandi hefur lokið námi í grunndeild og ætlar að læra bílaviðgerðir býður skólinn upp á svo kallað samningsbundið nám. Þá þarf nemandinn að gera þriggja ára samning við meistara á bílaverkstæði um verklega þáttinn, en skólinn sér að mestu um þann bóklega og dregst sá tími sem í það fer, en það eru níu mánuðir, frá þessum þremur árurn. I þessu bóklega námi er farið í gegnum allan grundvall- arbúnað sem í bílnum er, til dærnis vél, gírkassa, drif, bremsur, stýri, fjöðrun og rafbúnað, vinnutækni og fleira sem ekki er talið upp hér. I þessu námi er áríðandi að nemendur vinni 14 Iðnneminn

x

Iðnneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnneminn
https://timarit.is/publication/361

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.