Iðnneminn


Iðnneminn - 01.03.1998, Blaðsíða 3

Iðnneminn - 01.03.1998, Blaðsíða 3
Frá formanni Sigga heim! Að undanförnu hafa málefni hvalsins Sigga (Willy-Keiko) verið ofarlega á baugi í öllum íjöl- miðlum, og lætur Iðnneminn að sjálfsögðu ekki sitt eftir liggja. Helstu álitsgjafar þjóðarinnar hafa verið kallaðir til og sýnist sitt hverjum. I rniðri biaðaumfjölluninni kom í ljós að hinn margumræddi hvalur var upphaflega skýrður Siggi af hvalveiðimönnunum sem veiddu hann á æskustöðvunum við Eskifjörð og “Free Willy” myndi því útleggjast á íslensku “Frelsum Sigga”. Eins og almenningi er ljóst þá hafa Bandaríkja- menn sýnt hvalveiðum Islendinga mikinn áhuga og hafa húsmæður í Bandaríkjum Norður Amer- íku keppst við að ættleiða hina ýmsu hvali sem synda við strendur Islands grunlausir um “mömmu” í Ameríku. Það var því mikið lán fýrir Kanann þegar hann fékk sý ishorn frá Islandsströndum í líki Sigga. I um tuttugu ár Kanar fengið að skoða hann Sigga þar sem hann um í margra milijón sundlauginni sinni, vissir um það að væri deyjandi teg- und. Það sem fólk úti í hin- um stóra heimi veit hins vegar ekki um Island er að hér fyrirfmnast þúsundir hvala og ekki nóg með það heldur hafa Islendingar sérlega góðan smekk fyrir hvölum (aðailega á Þorranum). Nú skilst mér að metnaður hafi verið lagður í að fita hann Sigga undanfarin ár og gera hann stálsleg- inn eins og hann var er hann var numinn á brott frá föðurlandinu. Siggi gætí því sómt sér vel á Þorrahlaðborðinu í upphafi næsta árs, spikfeitur og flnn. Eg geri það því að tillögu minni að stofnaður verði félagsskapur sem miði að því að fá Sigga hið snarasta heim til að það náist að verka hann vel fyrir næsta Þorra. Drífa Snxdal Formaður INSI HVAÐ ER IÐNNAM? Þegar hugsað er um iðnnám og iðnaðarmenn kemur oftast upp í hugann t.d. pípulagningamað- urinn sem var fenginn tíl að gera við sturtuna í hitteðfyrra, mættí í tvö skiptí tíl að taka út verkið en hefur svo ekki sést síðan. Iðnnám á íslandi er bara svo miklu meira heldur en yfirbókaðir pípu- lagningamenn sem mæta aldrei á réttum tíma. I dag eru í boði hátt í eitt hundrað iðn- og starfsnámsbrautír sem eru kenndar í verkmennta- skólum um allt land. Hægt er að leggja stunda á hinar heföbundnu iðngreinar svo sem raftárkjun, málmiðnað, pípulagnir, húsasmíði, málaraiðn ofl. Þessar hefbbundnu brautir eru fjögurra ára nám þar sem neminn skiptist á að stunda bókleg og verkleg fög í skólanum og að vinna undir hand- leiðslu meistara. Náminu lýkur svo með sveins- prófi eftir fjögur ár. Á undanförnum árum hafa svo hinar ýmsu starfsnámsbrautír bæst við í flóruna en það eru brautir þar sem megnið af námstímanum er tek- inn í skólanum og þær falla ekki undir hið hefð- bundna nema/meistara nám. Þar erum við að tala um brautír eins og tækniteiknun, sjúkralið- anám, læknaritaranám og hönnunarnám svo að- eins sé minnst á brot af því sem í boði er. Þessar brautír hafa það sameiginlegt að vera starfstengdar og gefa nemanum ákveðin starfs- réttindi að námi loknu (allar brautirnar að hönn- un undanskilinni). Þessi fjölbreytileiki í námsframboði verður óneitanlega tíl þess að einhverjar brautír skarist og aðrar eru beinlínis unnar uppúr heföbundnum iðnnámsbrautum. Þessi mikla breidd býður uppá ýmsa möguleika á námi á framhaldsskólastigi og algengt er orðið að nemendur nái sér í starfsrétt- indi jafnframt því sem stúdentsáfanganum er náð. A næstu árum eigum við eftir að verða vitni að miklum framförum í skóiakerfmu og getum við búist við því að cinhverjar iðngreinar flytjist uppá háskólastig á meðan margar aðrar bætast í hópinn á framhaldsskólastiginu. Drtfa Sn&dal Formaður INSI f n i 6-19 Iðn- oq fjölbrautaskólar á höfuðborgarsvæðinu 9 Samningur um umsýslu sveinsprófa og námssamninga 9 Félag nema í matvæla- og veitingagreinum 20 Nám í tréútskurði í norsku fjallaþorpi 21 „Líðurvel innan um fjöllin“- raett við EIsu hóru Eggertsdóttur 22 Nýr starfsmaður INSl 23 Leonardó - starfsmenntaáætlunin I ð n n e m i n n 3

x

Iðnneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnneminn
https://timarit.is/publication/361

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.