Iðnneminn


Iðnneminn - 01.03.1998, Blaðsíða 6

Iðnneminn - 01.03.1998, Blaðsíða 6
- skóli hinna mörgu Fjölbrautaskólinn í Breiðholti býður nemendum sínum upp á afar fjölbreytt nám. Hér verða í stuttu máli kynntar helstu starfsnámsbrautir skólans. Á síðustu önn voru um 560 nemendur á þeim starfsbrautum sem hér eru til umfjöllunar. Fyrstu rafvirkjar, húsasmiðir, vélsmiðir, sjúkraliðar og snyrtifræðingar voru útskrif- aðir á árunum 1977-'78, en skólinn fagnar 25 ára starfsafmæli árið 2000. Segja má að allar starfstengdar brautir innan skólans hafi vaxið og dafnað fram á þennan dag, en því miður höfum við þurft að sjá eftir vélvirkjanámi og matartæknanámi til ann- arra skóla. Skoðum nú nánar helstu starfsnámsbrautir skólans. Handíðabraut Góður grunn- ur fyrir hönn- unarnám Á brautinni stunda 20 - 35 nemendur nám að jafnaði. Námstími er eitt ár, en áhugi er á að lengja námið í tvö ár. Námið veitir engin bein starfsréttindi enn sem komið er, en þykir mjög góð- ur grunnur fyrir framhaldsnám í hönn- un, myndlist og skyldum greinum. Nokkrir nemendur hafa haldið utan í framhaldsnám. Handíðabrautin er ung að árum, fyrstu nemendurnir útskrifuðust af brautinni á vorönn 1995. Nemendur af handíðabraut geta haldið áfram námi til stúdentsprófs. Brautarstjóri er Borghildur Jónsdóttir. Rafiðnabraut Útskrifaðir 266 rafvirkjar Nú eru um 85 nemendur á rafiðnabraut skólans. Talið er að af hverjum 10 sem byrja á brautinni ljúki 6 sveinsprófi. Um 15 af hverjum 100 nemendum sem byrja á brautinni taka líka stúdentspróf. Allir byrja á grunnnámi sem tekur 2 annir. Framhaldið er tveggja ára nám á verknámsbraut FB sem lýkur með sveinsprófi. Á síðustu vorönn höfðu útskrifast 429 nemendur af brautinni, þar af 266 með full réttindi rafvirkja. í kvöldskóla eru nú skráðir 60 nemend- ur á rafiðnabraut. Stúdentspróf af rafiðnabraut er 226 einingar. Brautarstjóri er Helgi Reimarsson. tækifæra Tréiðnabraut Útskrifar ár- lega fjórðung húsasmiða á landinu Nemendur hefja grunnnám á brautinni 16-17 ára gamlir að jafnaði. Á brautinni eru nú um 110 nemendur, í dagskóla og kvöldskóla. Af brautinni útskrifast árlega 20-30 nemendur, en eftir grunnnám velja nemendur húsasmíði, sem er vinsælt nám eins og sést best af því að á síðustu vorönn höfðu 307 húsasmiðir útskrifast af brautinni og 94 höfðu lokið grunn- námi tréiðna. Nemendur í húsasmíði vinna undir handleiðslu meistara í 20 mánuði áður en þeir taka sveinspróf og geta þeir byrjað á starfsnáminu strax að loknu grunnnámi. Um 25% allra húsasmiða sem útskrifast árlega koma af tréiðnabraut FB. Nemandi á tréiðnabraut getur lokið stúdentsprófi, alls 199 einingar og hald- ið áfram námi í Háskólanum eða Tækniskólanum. Brautarstjóri er Jón Guðmundsson. 6 I ð n n e m i n n

x

Iðnneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnneminn
https://timarit.is/publication/361

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.