Iðnneminn


Iðnneminn - 01.03.1998, Blaðsíða 7

Iðnneminn - 01.03.1998, Blaðsíða 7
Snvrtibraut Mvndlistarbraut F ærri komast að en vilja Á sl. fjórum árum voru umsóknir um nám á myndlistarbraut 603 talsins og fékk liðlega helmingur umsækjenda inngöngu. Á þessari önn eru nemendur alls 160 í dagskóla og 63 í kvöldskóla. Myndlistarnámið auk stúdentsprófs er allmiklu lengra en venjulegt stúdents- nám, eða 157 einingar í stað 140 ein- inga venjulega, og þetta þýðir að nám- ið tekur venjulegast 4 1/2 ár. Stúdent- ar af myndlistarbraut eru nú orðnir ca. 198, en 35 hafa lokið grunnnámi á brautinni. Miklar kröfur eru gerðar til nemenda enda vegnar nemendum vel þegar þeir halda áfram námi í öðrum skólum. Margir nemenda á brautinni stunda framhaldsnám í listaskólum erlendis eða í Myndlista-og handíðaskóla Is- lands. Brautarstjóri er Ingiberg Magnússon. Nú eru 86 nemendur á sjúkraliðabraut- inni í dagskóla og 95 í kvöldskóla. Sjúkraliðanámið er 120 einingar, þar af verknám á sjúkrastofnunum 16 ein- ingar. Verklega námið skiptist í fjóra hluta - einn áfanginn er kenndur í skólanum, annar á öldrunardeild, sá þriðji á lyf- lækninga- og handlækningadeild og fjórði á sérdeildum. Sjúkraliðanámið hefur verið afar vin- sælt og nú um áramótin höfðu útskrifast af brautinni 403 sjúkraliðar frá upphafi þess náms við skólann. Þar er slegist um plássin Á brautinni eru nú um 100 nemendur. Námstíminn er fimm annir. Mjög mikil aðsókn er að brautinni og því hefur nýlega verið aukið við nemenda- fjölda í verknámi. Atvinnumöguleikar fyrir snyrtifræð- inga hafa verið góðir, t.d. vantar nem- endur í starfsþjálfun hjá snyrtistofum og margir nemendur hafa fengið starf hjá snyrtivöruheildsölum og verslun- um. Miklar kröfur eru gerðar til nemenda. Náminu lýkur með sveinsprófi að loknum 10 mánaða starfssamningi á snyrtistofu. Framhaldið gæti verið meistaranám sem tekur að jafnaði ár. Auglýst er eftir piltum í þetta nám því full þörf er fyrir pilta í snyrtifræðum. í lok síðustu haustannar höfðu 122 snyrtifræðingar útskrifast frá FB, allt stúlkur. Brautarstjóri er Alma Guðmundsdóttir. Fyrsti hópurinn útskrifaðist árið 1977, alls 21 sjúkraliði. Nemendur geta lokið stúdentsprófi samhliða sjúkraliðanámi og eiga þá að baki 181 eininga nám. Brautarstjóri er Kristín Blöndal. Raddir nemenda V Daníel Sigurbjörnsson hefur lengi átt þann draum að verða rafvirki, eða al- veg síðan hann sá Ladda leika Skúla rafvirkja. Aðspurður sagðist Daníel líka alveg rosalega vel á brautinni, ánægður með kennarana og aðstöðuna, þannig séð. Starfsandinn væri fínn, en það vantaði samt stelpurnar. Um atvinnumöguleik- ana sagði hann: - Núna er mjög mikið um að vera á öllum sviðum rafiðnaðar- ins og framtíðin því björt. Kolbrún Svava Ottósdóttir, nemandi á snyrtifræðibraut, er reyndar stúdent af myndlistarbraut skólans. Hún sagði að- spurð að hún hefði mikinn áhuga á öllu sem tengdist mannslíkamanum og þetta nám væri mjög fjölbreytilegt. „Þú ert að farða, iðka hvers konar nudd, laga negl- ur í rólegheitunum...þetta er mjög erfitt en skemmtilegt nám og ef þú ætlar að klára brautina þá verður áhuginn að vera númer eitt, tvö og þrjú. Heimavinnan er mikil, jafnvel alltof mikil. Þú þarft að þekkja allar frumur og þú gerir verklýs- ingar, þú býrð til tvær stórar möppur og ef vel tekst til þá verða möppurnar á við bestu kennslubækur..." Hallur Stefánsson, 17 ára nemandi á tréiðnabraut, var spurður hvernig hon- um líkaði að læra á brautinni. „Þetta er mjög gaman, maður er að vinna svo mikið með öðrum nemendum að maður kynnist þeim fljótt. Andinn er mjög góður og við hittumst oft utan kennsiu- stunda og gerum eitthvað. Hópurinn er mjög samheldinn....“ Þessar upplýsingar, auk mynda og uppsetningar, eru unnar af nemend- um og kennurum fjölmiðlabrautar. Sjúkraliðabraut Stærsta sjúkraliðabrautin I ð n n e m i n n 7

x

Iðnneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnneminn
https://timarit.is/publication/361

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.