Iðnneminn


Iðnneminn - 01.03.1998, Blaðsíða 10

Iðnneminn - 01.03.1998, Blaðsíða 10
Erlent samstarf Samstarf Iðnskól- ans ! Hafnarfirði við skóla erlendis hefur farið ört vax- andi. Staðreyndin er sú að skólafólk erlendis hefúr mik- inn áhuga á sam- starfi við skóla á Is- landi og getur Iðn- skólinn í Hafnar- firði engan vegin sinnt öllum þeim óskum um samstarf Iðnskólinn í Hafnarfirði verður 70 ára 11. nóvember næstkomandi. Iðnskólinn er framhaldsskóli og starfar eftir lögum, reglu- gerðum og námsskrá fyrir framhaldsskóla. Hann er rekinn eftir áfangakerfl. Skólinn er til húsa á tveimur stöðum, við Reykjavíkurveg og Flatahraun. A Flatahrauni fer luest öll verkleg kennsla fram. Við skólann eru um 300-350 nemendur í dagskóla og flestir í verklegri og bóklegri kennslu. Nemendur koma víða að, flestir úr Hafnarfirði en einnig er nokkuð um nemendur af Suðurnesjum og annars staðar frá. Námsframboð Mjög fjölbreytt iðnnám er í boði við skólann, auk annarra námsbrauta og styttri námskeiða. Eftirfarandi iðn- og verknámsbrautir eru starf- ræktar við skólann: Málmtæknibraut, sam- kvæmt nýrri námsskipan sem kemur í stað grunndeildar málmiðna og tekur til starfa haustið 1998. Grunndeild r a f i ð n a , grunndeild tréiðna, hár- snyrting, raf- eindavirkjun til loka 4. ann- ar, franthalds- deild bygging- ariðna, hönn- unarbraut og tækniteiknun. F o r n á m býðst nem- endum sem hafa ekki náð 5 á grunnskólaprófi í samræmdum greinum, og þar er veittur sér- stakur stuðningur þeim sem á þurfa að halda. Ennfremur hefúr verið starfræktur meistara- skóli á kvöldin. Fyrirhugað er að hefja kennslu á nýrri námsbraut í gluggaútstillingum og markaðssetn- ingu á iðnaðarvöru í haust. Iðnskólinn stendur fyrir fjöl- breyttum nám- skeiðum. Sum eru ætluð fyrir nem- endur skólans og önnur fyrir al- menning. Mikill áhugi hefúr verið á trefjaplastnám- skeiðunum sem skólinn hefúr haldið, og nú ný- verið heftir verið aukið við það með námskeiði í mótagerð og af- steyputækni. Tölvuteikni- n á m s k e i ð ( AutoCAD ) hafa verið í boði í rnörg ár og notið mikilla vinsælda, enda hefur skólinn kappkostað að fylgjast vel nteð nýjungum á þvi sviði. Sty'ttri námskeið sent bjóðast nemendum eru t.d. eldsmíði, glerskurður, tréútskurður, mód- elteikning o.fl. sem honum berast. Samstarfsaðilar koma víða að. Iðnskólinn í Hafnarfirði er í samstarfi við Hámeenlinna Vocational Institute í Finnlandi, Hugh Baird College í Englandi og samstarfsneti milli skóla og fyrirtækja á Spáni og Italíu. I undirbúningi cr einnig samstarf \rið skóla i Svíþjóð. Aðaláhersla hefiir verið lögð á það að senda hópa nemenda í tveggja til þriggja vikna gagn- kvæmar námsferðir, og einnig að senda og taka á móti kennurum til þess að kynna nýjungar og kanna uppbyggingu náms erlendis. "IQ Iðnneminn

x

Iðnneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnneminn
https://timarit.is/publication/361

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.