Iðnneminn


Iðnneminn - 01.03.1998, Blaðsíða 11

Iðnneminn - 01.03.1998, Blaðsíða 11
 ítalskir rafiðnaðarnemar á fcrð utn tsland. Iðnskótinn í Hafnarfirði Reykjavíkurvegi 74 og Flatahrauni 220 Hafnarfjörður Sími 555 1490. Fax 565 1494 E-mail: idnhafn@ismennt.is Hvað eru fyrrverandi nemendur --------► að gera --------► núna? Hákon Þorsteinsson lauk námi í vélsmíði af málm- iðnaðarbraut frá Iðnskólanum í Hafnarfirði í fyrra. Hann lætur rnjög vel af námstíma sínum í Iðnskólanum, og nefnir að námsferð sem farin var til Finnlands síðasta veturinn hans, hafi verið toppurinn. Aðspurður urn hvað er á döfinni hjá honum, sagðist hann vera að vinna við skipaviðgerðir hjá Vclsmiðju Suðurnesja og líkaði vel, en sagði þó að kaupið mætti vera betra, þó er það ekki verra en það, að hann er á leið í fjögurra vikna frí til Kanaríeyja. Hann sagðist stefna á lcngra nám og er að hugsa um að fara í Tækniskól- ann þegar hann er búinn að taka sveinsprófið í ágúst næstkomandi. Bragi Valgeirsson líkur námi af hönnunarbraut í vor. I framhaldi af þvi hefiir hann sótt um skólavist við Royal College of Art í London í hönnunarnám og tek- ur það 3-4 ár. Bragi telur að námið á hönnunarbrautinni sé einhver besti undirbúningur fyrir nám í iðnhönnun erlendis sem hægt er að stunda hér heima, eins og reynslan hefúr sýnt. Kristín Pétursdóttir útskrifaðist úr hársnyrtideild Iðnskólans vorið 1997. „I dag vinn ég á Salon VEH og líkar mjög vel. Eg er virkilega ánægð með að hafa valið hársnyrtinámið. Námið í skól- anum og á stofunni var mjög gott. Starfið er bæði lifandi og spennandi því alltaf er eitthvað nýtt að gerast í faginu. Eg sé mikla framtíðarmöguleika fyrir mér varðandi starfið og stefni í meistara- nám. Eftir það gæti ég hugsanlega stofnað rnína eigin stofú, haldið utan á sýningar og námskeið, eða unnið erlendis því þegar ég var í námsferð á vegum Iðnskólans í Liverpool gerði ég mér grein fyrir at- vinnumöguleikum mínurn þar.“ Ólafur Ólafsson útskrifaðist af hönnunarbraut 1997. „I dag er ég staddur í Barcclona í þriggja mán- aða starfsnámi á vegum Lconardo Da Vinci. Skólinn sótti um fyrir mig og er ætlun mín að nota tímann vel til þess að öðlast reynslu og afla mér upplýsinga um hugsanlega atvinnu eða námsmöguleika á Spáni í framtíðinni. Fyrsti mánuðurinn af þrcmur fer í spænskunám og menningarheimsóknir og eftir þann tíma mun ég öðlast starfsreynslu varðandi nám mitt.“ Iðnneminn H

x

Iðnneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnneminn
https://timarit.is/publication/361

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.