Iðnneminn


Iðnneminn - 01.03.1998, Blaðsíða 18

Iðnneminn - 01.03.1998, Blaðsíða 18
 ^ gifafi M BsE ■ XS,7y, hmmmmjpjáf L M „Áhugavert og traust nám” “Við viljum bjóða upp á fjölbreytt starfsnám í samvinnu við atvinnulífið og bóknám sem veitir góðan grunn undir áframhaldandi nám” segir Eygló Eyjólfsdóttir skólameistari Fjölbreytt némsframboö Bíliðnir Grunndeild og nám í framhaldsdeildum lög- giltra greina bíliðna; bifreiðasmíöi, bifvéla-virkj- un og bílamálun. Námið tekur 4 ár nema /' bíla- málun 3 ár. Þar af er eitt ár starfsþjálfun. Félagsþjónustubraut Hagnýtt nám fyrir þá sem vilja vinna með börn- um, fötluðum, unglingum og öldruðum. Náms- tími er 2 ár og 4 mánaða starfsþjálfun. Fjölmenntabrautl Almenn námsbraut fyrir þá nemendur sem eru óákveðnir um hvaða nám þeir vilja að toknum grunnskóla. Námið tekur 1 ár. Fornám Nám fyrir þá sem hafa ónógan undirbúning úr grunnskóla til að takast á við nám í framhalds- skóla. Námið tekur 1 ár. Málmiðnir Grunnnám og framhaldsdeildir löggiltra greina málmiðna; blikksmíði, rennismíði, stálsmíði og vélvirkjun. Einnig nám í pípu-lögnum. Námstími er 4 ár en starfsþjálfun er mislöng eftir greinum. Stúdentsprófsbrautir Boðið er upp á nám á þremur brautum; félags- fræðabraut, náttúrufræðabraut og tungumála- braut. Námið tekur 4 ár og er samtals 140 ein- ingar, þar af 18 valeiningar. Verslunarbraut Hagnýtt nám fyrir þá sem vilja vinna í smásölu- og heildverslunum. Námstími er 2 ár og 4 mánaða starfsþjálfun.. Þroskabraut Nám fyrir þroskaskerta og fjölfatlaða þar sem lögð er áhersla á grunnfærni. Námstími 2 ár. Borgarholtsskóli er stór skóli með fjöl- breytt námsframboð. Flestir nemendur sem ijúka grunnskóla geta fundið þar nám sem hasfir námsundirbúningi þeirra. I þessu sambandi hefúr verið bryddað upp á ýmsurn nýjungum í skólanum, bæði í náms- framboði og kennsluháttum. Ársáfangará bóknámsbrautum Borgarholtsskóli er með áfangakerfi en tii aó sameina kosti áfangaskóla og bekkjarskóla ná áfangar í dönsku, ensku, íslensku og stærðfræði yfir heilt ár á bóknámsbrautum til stúdents- prófs. Allan þann tíma fylgja nemendur sarna hóp og er þannig stuðlað að bekkjaranda. Lotukerfi í bíliðnum I stað þess að læra undir margar ólíkar fag- greinar á hverjum degi geta nemendur á bíliðnabrautum nú einbeitt sér að einni grein á hverjum tíma. Lotukerfið virkar þannig að tek- in er fyrir ein grein í t.d. eina eða fleiri vikur og kenndur bæöi bóklegur og verklegur hlutí hennar. Að því loknu er tekið próf. Þetta hefur þá kostí að ekki er verið að bíða með að prófa í mörgum greinum fram að jólum og því er jafn- ara vinnuálag allan veturinn. Félagsþjónustubraut - fólk í öndvegi Mikill skortur hefúr verið á stuttu og hnitmið- uðu námi fyrir þá sem vilja vinna leiðbeinenda- og stuðningsstörf með börnum, fötluðum, unglingum og öldruðum. Borgarholtsskóli er fyrsti framhaldsskóli landsins sem býður upp á slíkt nám og er þar lögð áhersla á greinar eins og uppeldisfræði, sálfræði, fadanir, öldrun, sið- fræði, félagsstarf, samtalstækni, sálfræði og rnatar- og næringafræði. Námið tekur tvö ár og eru nemendur í starfs- þjálfún á vinnustað í samtals 4 mánuði. Góðir atvinnumöguleikar eru að námi loknu en fyrir þá sem vilja halda áfram bóknámi tíl stúdents- prófs eða fara í t.d. sjúkraliðanám ættu eining- arnar að nýtast vel. Fjölmenntabraut - námsbraut fyrir óráðna Nýnemar sem ekki hafa enn ákveðið hvað þeir vilja leggja stund á í framhaldsskóla geta byrjað á almennri námsbraut við Borgarholtsskóla, fjölmenntabraut. Islám á brautinni tekur eitt ár og er lögð áhersla á íslensku, ensku, stærðfræði og íþróttir. Töluvert val er einnig á brautínni. Meðal nýjunga á brautinni má nefna ratvísi, sem er ný námsgrein. Markmið hennar eru margþætt og læra nemendur m.a. tjáningu, heimspeki og félagsfræði. Þeim er kennt að njóta lista og menningarverðmæta og öðlast dýpri skilning á samfélagi okkar og menningu. Önnur nýjung er svokallað at en markmið þess er að þjálfa nemendur í sjálfstæðum vinnu- brögðum, upplýsingaleit og mismunandi fram- setningu efnis, gagnrýninni hugsun, samskipt- um og samvinnu. Atið byggir fyrst og fremst á verkefnavinnu og er það kennt í lotum með reglulegu millibili yfrr allan veturinn. Fornám - til að styrkja grunninn Fornámið er ætlað fýrir þá sem hafa ónógan grunn tíl að takast á við starfs- og bóknám á 18 Iðnneminn

x

Iðnneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnneminn
https://timarit.is/publication/361

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.