Iðnneminn


Iðnneminn - 01.03.1998, Blaðsíða 24

Iðnneminn - 01.03.1998, Blaðsíða 24
ATVINNUMIÐSTÖÐ NÁMSMANNA OPNAR Atvinnumiðstöðin heíur starfsemi sína þann 30. mars og tekur við þar sem Atvinnumiðlun námsmanna hætti. Atvinnumið- stöðin mun verða rekin allt árið um kring. Markmið Atvinnumiðstöðvarinnar er að auðvelda námsmönnum leit að störfum sem tengjast náminu. Því verður reynt eftir frenista megni að miðla störfum þannig að starf hæfi þekkingu og reynslu viðkom- andi námsmanns. Atvinnumiðstöðin mun að sjálfsögðu miðla öðrum störfum, öll starfsreynsla kemur ungu fólki að notum þótt hún tengist ekki beint fræðilegum áhuga eða námi. Um getur verið að ræða sumarstörf, tímabundin störf á öðrum árstíma, hlutastörf, verkefni eða framtíð- arstörf. Annað markmið Atvinnumiðstöðvarinnar er að auðvelda atvinnurck- endum að finna fólk til starfa með rétta faglega og fræðilega þekk- ingu. Atvinnurekandinn fær tækifæri til að kynnast og þjálfa starfsfólk framtíðarinnar. Hátt í 2.000 einstaklingar hafa verið á skrá undanfarin sumur, fólk með margvíslega reynslu og þekkingu af öllum sviðum atvinnulífsins. Athugið að Atvinnumiðstöðin er atvinnumiðlun allra námsmanna! Skráning er hafin. Nemendur skrá umsókn sína sjálfir á eyðublað, annað hvort á netinu eða á tölvur á Atvinnumiðstöðinni. Strax eftir páska reiknum við með að vera komin með fjölda námsmanna á skrá. Þegar atvinnurekanda vantar starfskraft getur hann hringt til okkar og við skráum þá hverju viðkomandi er að leita að og í hverju starf- ið felist (starfslýsingu). Einnig getum við sent eyðublað þar sem at- vinnurekandinn fyllir sjálfur út óskir sínar um starfskraft og aðrar nauðsynlegar upplýsingar og faxar síðan til okkar. Atvinnumiðstöð stúdenta mun bjóða upp á nokkur þjónustustig við ráðningu. * Verð á ráðningu kr. 4.000. Við sendurn nafnalista yfir fólk sem kemur til greina. Ekki er útilok- að að umsækjendur séu komnir í vinnu. Listi sendur samdægurs. * Verð á ráðningu kr. 8.000. Við gerum fýrsta úrval og sendum lista þar sem fyrirtæki velur þá sem það vill fá til viðtals. Við hringjum í umsækjendur og göngum úr skugga um að þeir séu ennþá í atvinnuleit og hafi áhuga á viðkom- andi starfi. I’að getur tekið allt að tveimur dögum að ná saman góð- um hópi. * Verð á ráðningu kr. 12.000. Við tökurn fyrsta viðtal og sendum þá í viðtal sem okkur líst vel á (bókum tíma að ósk fyrirtækis eða biðjum þá sjálfa að hafa samband við fyrirtækið). Það getur tekið allt að viku að finna þá sem koma til greina að okkar mati. * Verð á ráðningu kr. 25.000. Við tökum viðtöl og veljum einn (til tvo) til að fara í viðtal sem við höfum trú á að uppfylli óskir fyrirtækisins um hæfni og persónuleika. Til að finna rétta starfskraftinn má ætla tvær vikur. Verð eru án VSK SKRIFSTOFAN ER 0PIN FRÁ KL. 10-17 ALLA DAGA Aðsetur: Stúdentaheimilinu v/Hringbraut Sími: 570 0888 Fax: 570 0890 Vefslóð ragnheidur@fs.is Heimasíða http://www.fs.is/atvinnumidstod/ Námsmenn geta einnig fyllt út umsóknir (í gegnum tölvu) á skrifstofu Iðnnemasambands íslands, Skólavörðustíg 19 í Reykjavík. 24 Ið n n e m i n n

x

Iðnneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnneminn
https://timarit.is/publication/361

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.