Ljósberinn


Ljósberinn - 17.05.1924, Blaðsíða 6

Ljósberinn - 17.05.1924, Blaðsíða 6
158 LJÓSBERINN Sá sem sigrar, hann mun jeg láta sitja hjá mjer í há- sæti mínu eins og jeg að unnum sigri settist hjá föð- ur mínum í hásæti hans. — pá varð hljótt í hjörtum ástvinanna og á þessu heimili varð tvöföld hátíð. Fermingarhátíð hins yngsta sonar heimilisins og upphafningarhátíð hins eldra bróður. Og gleðin var stór og djúp, en söknuð- urinn mikill. En þetta tvennt samrýmist svo vel í lífi Guðs barna. Gleði í söknuði og söknuður í gleðinni. — Og meðan 2Vo hundrað af þeim drengjum, sem hann elskaði, hinn ungi foringi, voru saman safnaðir og báðu fyrir honum, hjelt hann sigurför sína heim til þess mikla Föður á himni. ,Og er fregnin kom í lok fundarins, þá hljóðuðu allir drengirnir og sumir brustu í grát, því hinn ungi elskaði foringi þeirra var frá þeim tekinn. Sú stund gleymist aldrei. — Jeg hefi mest dvalið við þjónustu hans meðal bræðranna, því jeg veit að þetta heimili er svo sam- gróið því starfi og hefir veitt Guðs málefni innan K. F. U. M. og Ki svo mikinn styrk og fært því svo marga fórn, að lofgjörð og þakklæti með hinni mestu hluttekningu í hinni sameiginlegu sorg streymir hing- að frá ótal hjörtum. — Vjer vitum, hve mikið skarð er hjer orðið í hópnum. því sje hins unga vinar sakn- að svo mjög utan heimilis, hvað mun þá vera söknuð- urinn heima fyrir, þar sem hann rann upp frá vöggu sinni og til þessarar stundar sem ljós og gleði for- eldra sinna og systkina. þar sem hann gladdist og gladdi. þar sem fyrstu bænirnar stigu upp af vör- um smásveinsins, þær, er elskandi móðir kenndi hon- um í bernsku. þar sem þroskaðist meir og meir með

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.