Ljósberinn


Ljósberinn - 12.01.1929, Blaðsíða 2

Ljósberinn - 12.01.1929, Blaðsíða 2
10 LJ OSBERINN Gamli presturinn hneigði höfuð sitt í auðmýkt og varð að játa, að hann vissi eigi til að nokkur maður hefði snúist til Gnðs í söfnuði hans síðasta árið, nema einn .ög pað var ungur maður að nafni Jo'hn R. Mott. Láttu pví ekki lmgfallast. Hví lætur pú hugfallast, Drottinn sér ráð. Guð hefir lofað að vera með pér. »Fel Drotni vegu pína og treyst hon- um, hann mun vel fyrir sjá«. (Sálm. 87, ö.). /( NYÁRS-SAGA. Einu sinni voru tveir bræður, sem hétu Porsteinn og Eiríkur. Þeir voru tvíburar og svo líkir í sjón, að mamma peirra átti bágt með að pekkja pá í sundur í nokkurri fjarlægð. En ef peir voru nærri, pá leyndi sér elcki hvor peirra var Ei- ríkur, pví hann var svo mikill fyrir sér og ákafur í lund, en Þorsteinn var aftur á móti kyrlátur og auðsveipur, og altaf var pað hann, sem lét fyrst undan, peg- ar peir bræðurnir áttust við. Það sýndi sig einmitt í mörgu öðru, hvað peir voru ólíkir í lund. Eiríkur var röskur, fjörugur og áræðinn og var hann að ákveða að verða hermaður, pegar hann yröi stór. En Þorsteinn, sem ekki vildi gera ílugu mein, hugsaði sér að verða læknir eins og faðir peirra.- Og hann hóf læknisstarf sitt undir eins. Þegar Mieko, hundurinn peirra, varð illa ntlejkinn í áflogum við aðra lmnda, pá tók Þorsteinn hann að sér og hjúkraði honum með sérstakri umhyggju, pangað til hann var orðinn albata aftur; og sæi hann haltan eða vængbrotinn fugl, pá grét hann höfgum tárum yfir pví að geta ekki náð honum til pess að hjúkra honum eða lækna sár hans. Þeir voru ellefu ára, drengirnir, peg- ar saga pessi gerðist og hún gerðist einmitt á milli jóla og nýárs. Afi peirra hafði komið pangað um jólin og haft svo Ijómandi fallega sleða' ineðferðis. Sleðarnir voru báðir grænir að lit og var nafn Eiríks málað á annan en Þor- steins á liinn, svo pað leyndi sér ekki, að pað voru drengirnir læknisins, sem áttu að fá pá. Ileimili peirra stóð á hæð einni við bakka Dalsár og margar dýrlegar sleða- brekkur voru par alstaðar í kring, en hin bezta peirra var pó mylnubrekkan, alla Ieið ofan frá kornmyllunni og niður að ánni, ef maður aðeins gat stýrt pann- ig inn á veginn meðfram ánni, að sleð- inn rynni ekki út í ána. Áin rann með- frain veginum og gat pví verið mjög hættulegt að renna sér parna ef ógæti- lega var farið, pví beint niður af brekk- unni var svo stríður straumur í ánni, að par var ávalt opin vök, .pó áin væri öll íslögð annarsstaðar. Eiríkur og Þorsteinn höfðu leyfi pabba síns til pess að renna sér í pessari brekku, — pegar lnin væri ekki alt of hál og gljáandi, pá yrðu peir að neita sér um pað. Eiríki fanst nú brekkan aldrei svo hál að hættulegt væri að renna sér eftir henni, en Þorsteinn var jafn ánægður með að renna sér í hin- um bakkanum, og kallaði Eiríkur hann oft raggeit af peirri ástæðu. Á gamlárskvöld ætlaði mamma peirra, læknisfrú Berg, að senda Maju göinlu, sem bjó t dálitlu koti við skógarjaðar- inn jiar skamt frá, dálítinn nýársglaðn-

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.