Ljósberinn


Ljósberinn - 12.01.1929, Blaðsíða 3

Ljósberinn - 12.01.1929, Blaðsíða 3
LJÖSBERINN 11 ing. Hún vissi að Þorsteinn var æíinlega fús til að gera öðrum greiða og bað pví Malín eldhússtúlkuna að kalla á hann. 1 sömu svifum hljóp annar drengjanna yíir garðinn með sleðann sinn. en Malín var orðin gömul og sá ekki hvor þeirra pað var. xþorsteinn^ kallaði hún. En drengurinn hljóp áfram eins og ekkert væri, pví pað var Eiríkur: Og Malín varð að standa par og kalla þang- aö til« Porsteinn heyrði og kom með sleðann sinn út úr frjágarðinum. Og Þorsteinn var undir eins fús til að fara til Maju gömlu. Var svo karfa bundin á sleðann og hann fór af stað. En hvað Maja varð glöð pegar Por- steiriri kom! Aumingja gamla koman hafði meitt sig á fætinum, svo hún átti mjög erfitt um gang og nú voru eldi- viðarbyrgðir hennar protnar heima fyrir og. hún var mjög áhyggjufull um pað hvernig hún ætti að fara að pví að draga að sér eldivið utan úr eldiviðar- skýlinu. Hún hafði beðið Guö heitt og innilega að senda sér nú cinhverja hjálp í pessum nauðum sínum. »Eg skal gera petta fyrir pig«, sagði Porsteinn og fór út í eldiviðarskýlið og sótti sleða sinn hlaðinn af viðarsprekum aftur og aftur og bar pað alt inn í eld- húsið, svo Maja gamla átti par hálfs- mánaðar forða. Að pví loknu tók hann upp úr körfunni alt góðgætið, sem inamma hans hafði sent hann með. »Guð laun! og Guðs blessun!« sagði Maja og grét af gleði. Pegar pessu var lokið, sótti Porsteinn vatn fyrir Maju og svo tók hann skóflu og mokaði snjónum betur frá bæjar- dyrunum en hún liafði getað. Hann varð nú bæði rjóður, sveittur og preyttur við alt petta, en eg held nú að hann hafi verið jafnglaður og Maja, samt sem áður. Meðan pessu fór fram, var Eiríkur að renna sér á sleðanum sínum í mylnu- brekkunni með drengjum malarans. Ef pabbi hans hefði verið par, pá hefði hann tvímælalaust bannað honum að renna sér par, pví pað hafði frosið of- an á hláku og brekkan var hál eins og gler. En Eiríkur taldi sig færan um að dæma í pessu máli og svæfði samvizk- una með pví, að brekkan væri' ekki svo hál, að hætta gæti af pví stafað. Og svo rendi hann sér hiklaust. Gekk svo vel fyrir peim um hríð. En pegar hann og hiriir drengirnir voru komnir upp hálkuna upp á brekkubrún- ina, líklega í tíunda sinni, pá urðu peir ósáttir um pað, hver peirra ætti nú að renna sér fyrst niður og ósættið varð fljótt að æðisgengnum átlogum og rysk- ingum. Pá vildi Éiríki pað öhapp til að hann sparn fæti við sleðanum sínum svo hann rann sjálfkrafa á fljúgandi ferð niður brekkuna og af pví að eng- inn var nú til pess að stýra honum, pá flaug hann beina leið út á ána og nið- ur í vökina undir ísinn á bóla kaf; hvarf hann svo með straumnum undir ísnum. Eiríkur slepti jafnskjótt drengnum, sem hann var að fljúgast á við og tók á rás niður brekkuna með ópum og ldjóðum til pess að reyna að ná í sleð- ann, en pað var nú hægara sagt en gert og Eiríkur hafði ekki hlaupið lengi, pegar hann datt kylliflatur á hálkunni og fór úr lið á öðrum fætinum. Pannig getur oft farið, pegar börn eru óhlýðin °S Þykjast vita betur en pabbi og mamma. Frh. SPAKMÆLI. Sá, sem elskar aga, elskar þekking, en sá, sem hatar umvöndun, er heimskur. (Orðskv. 12, 1.). -

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.