Ljósberinn - 12.01.1929, Blaðsíða 6
14
LJOSBERINN
arférðir. Drengirnir riðu hestunmn til
skiftis en stúlkurnar ösnunum; urðu pær
Pauline og Karoline brátt leiknar í þéirri
list að sitja asnana og ríða þeim — þær
voru þá 12 og 10 ára. Elise var elzt,
lnín var um 15 ára; en henni þótti það
fyrir neðan sig að riða asna. I3að gat
hún ekki gert sér að góðu. Fengi hún
ekki að ríða öðrum hvorum hestinum,
|)á vildi hún heldur ekki »taka pátt í
leiknum«. Petta var eina sundurþykkju-
efnið, sem kom fyrir; gerðist það skömmu
áður, en ákveðið var að hverfa aftur til
Parísar. Peir, Jósef, Lucien og drengirn-
ir báðir höfðu ráðgert að ríða upp til
fjalla; Napóleon vildi par á móti vera
heima hjá móður sinni. En Jósef og Lu-
cien vildu gjarna hafa Elise með sér og
aðra af minni systrunum; en af því að
ekki var hægt að ná í íleiri hesta þá
urðu þær að gjöra sér asnana að góðu.
En Elise lét sér það ekki vel líka. Jer-
ome Desmoulins bauðst þá til að láta hana
liafa hestinn sinn; en þeir Jósef og Lu-
eien vildu ekki heyra á það minst; dreng-
irnir áttu að ráða fyrir hestunum; asn-
arnir væru of litlir handa þeim. En El-
ise reiddist. Hún var bráðlynd mjög að
eölisfari; dró hún sig út úr og þaut inn
í herbergi þeirra systranna. Þaðan gat
hún séð ofan í húsagarðinn; stóðu þar
hestarnir og asnarnir altýgjaðir og biðu
þess, að unga fólkið þeysti af stað. Morg-
unverðurinn var nú matreiddur og um
hann búið, því að þau ætluðu að snæða
hann úti á víðavangi og eftir honum v^r
verið að bíða. Elise sat uppi á herberg-
inu með þungri þykkju og sárri reiði
út af því, hve bræður hennar væru stirð-
lyndir við hana. Og þá datt henni Ijótt
í hug. Hún læddist ofan og út í garðinn;
en ekkert sást hún gera þar annað en
að klappa skepnunum og kjassa þær;
en hún var ekki sein á sér og nældi
stórri hvassri nál í reiðverið á stærri
hestinum, einmitt þeim hestinum, sem
hún vissi að bi-æöur hennar myndu riða,
því að þeir gátu hæglega tvíment á liest-
unum. Hún gekk svo frá nálinni að hún
hlaut innan skamms að stingast í ves-
lings hestinn, og þá myndi hann að
minsta kosti tryllast svo, að það yrði
fararspjöll. Hún hugsaöi víst ekki, að
eitthvað annað verra gæti af því hlot-
izt. Erh.
Heimski Óli.
Frh.
I'egar Oli átti eftir svo sem 50 faðma
til húsanna stansaði hann alt í einu við
læk einn. Flokkur hans var aðeins 31
maður, voru þeir allir orðnir þreyttir og
vanmegna af þorsta, og máttu þessvogna
til að fá nokkurra mínútna hvíld, svo
þeir gætu veitt viðnám alt að helmingi
fleiri vel vopnuðum hermönnum. Peir
blönduðu saman dálitlu af rommi og
vatni úr læknum og svöluðu þorsta sín-
um en sumir lögðust niður að honum og
svolgruðu vatnið í löngum teygum. Alt
í einu kvað við trumbusláttur sunnan
megin fljótsins er gaf til kynna að hætta
skyldi og reka flóttann, og að þeir, sem
komið höfðu norður yfir Bulls liun skildu
snúa hið bráðasta aftur. Pegar ÓIi heyröi
þetta þaut hann á stað og menn hans
á eftir, en er hann kom í dyr þær á
girðingunni er lá í kringum hænsnagarð-
inn, stansaði hann alt í einu og stóð kyr
sem marmaralíkneski.
»Hver þremillinn gengur að kaftein-
inum«, sagði Tom Bule við bátsmanninn,
»hann er þó ekki orðinn að saltstólpa
eins og konan hans Lots«.
»Jeg hef aldrei haft þá ánægju að
hafa þekt konu Lots«, svaraði báts-
maðurinn, »en standi hann kyr, þá ger-