Ljósberinn


Ljósberinn - 19.01.1929, Síða 1

Ljósberinn - 19.01.1929, Síða 1
Þeir leituðu Jesú. Sunnudagpskólinn, 20. jan. 192!). Lestu: Mark. 1, 3".—42. Lseröu: Sálni. 119, 32. »Eg vil skunda vog boöa þinna, því að þú hefir gert mér létt um hjartáð*. i’að cr leitað að svo mörgu hér í heimi, kæru ungu vinir. I’ið eruð nú komin með í leitina. Allir eru að leita að hinu bezta fyrir sig. Hvað finst ykkur bezt og eftirsóknar- verðast? Líf ykkar er undir [»ví komið, hverju þið svarið [tessari spurningu mi'nni. Símon og þeir, sem með honum voru veittu Jesú eftirför. Iíann var beztur og eftirsóknarverðastur af öllu, fanst þeim. Finst ykkur ekki hið sama? Ef svo er, þá komið og leitið hans, þangað til þið finnið hann. IJað er sagt að þeir, sem hafa fundið hann og fylgja honum, hafi fundið alt, því að hann er góði hirðirinn, sem ekk- ert lætur [)á bresta, sem eru með hon- um. — Finst ykkur ekki, að það væri gleði- legt, ef þið gætiið sagt hið sama um alla þá, setn þið þekkið og eru ykkur nánir og kærir. Hvað var Jesús að gera? Hann var að biðja föð- ur sinn í himninum að varðveita alla [>essa vini sína. Hið sama or Jesús enn að gera. Hann er að biðja fyrir öllum, börnum og fullorðnum, sem eru að leita hatis. Og hann er svo góður og þolin- móður, að hann biður líka fyrir peim, sem aldrei hafa heyrt hans getið eða þeim, sem hafa komið til hans, og svo komið til hans aftur. »Komið til mín allir þér, sem þreyttir eruð og þunga hlaðnir«, sagði hann. Vesalings holdsveiki maðurinn þráði að finna hann og fá lækningu hjá hon- um. Hann var fullviss um, að Jesús gat læknað hann, ef hann vildi. Og Jesús vildi það og hann varð hreínn. Enn eru þjáðir menn og þreyttir að leita Jesú og margt barnið er í þeint hóp. Og allir finna hann biðjandi um blessun þeim til handa, eins og Símon og félagar hans. Hann biður fyrir þeim og biður með þeim. Pá verður þeim létt um hjartað og þá verða þeir fúsir til að gera vilja hans, lilýða boðum hans og segja: «Gjör við mig sem þú vilt, þinn vilji ;e só minn«. b.

x

Ljósberinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.