Ljósberinn


Ljósberinn - 26.01.1929, Blaðsíða 7

Ljósberinn - 26.01.1929, Blaðsíða 7
LJÓSBERINN 31 Heimski Óli. Prh. I’egar Ane Lisbeth heyrði skotin, vafði hún örmnin sínnin um Óla, eins og hún vildi verja hann fyrir peim með líkama sínum, og í sömu svipan féll Sveim So- lem. Kúla Iiafði hæft hann í brjóstið. »I3et® sagði eg pér«, mælti hann. bað voru hin síðustu orð hans, og eignina Solem fékk hann aldrei að lítu framar. Hann dó í þeirri trú, að Óli væri heiinsk- ur drengur, eins og hann altaf hafði álitið. Á meðan menn Óla báru burt pá sem fallið höfðu, bar hann sjálfur sína deyjandi móður gegnum eldinn að læk peim, er hann áður hafði stanzað við og menn hans. Hann lagði hana varlega niður í mjúkt grasið undir pétt- laufguðu tré, lét höfuð hennar hvíla við brjóst sitt og hagræddi hönduin hennar, pví hún hafði eigi prek til pess sjálf. ICúlan hafði hitt hana í bakið, sem ann- ars án efa mundi hafa orðið Óla að bana. Með tárfull augu og fölar kinnar sat hann og horfði á móður sína, sem lét sín blíðu, hálfbrostnu augu, hvíla á honum, og Ane Lisbeth var svo ósegj- anlega sæl á pessari stundu. Iíún hafði fætt hann í heiminn með pjáningum, og hún hafði vakað yfir honum ineð óþreyt- andi umhyggju og síðast frelsað hans ineð lííi sínu. Eins og hún aldrei efað- ist, í trúnni á Guð og frelsarann Jesúm Krist, eins hafði hún aldrei liaft minstu ástæðu til að efast um hið góða og ást- ríka hugarþel Óla til sín, og pað var pessi vissa, sem breiddi frið og sælu yfir liennar deyjandi fögru ásjónu. »Óli«, hvíslaði hún lágt, »eg dey nú róleg, pví eg trúi af öllu hjarta á hinn krossfesta frelsara minn. . . . Pökk fyrir alla hjálp . . . og öll tárin pín. . .« Hún pagnaði og horfði gegnum limar trésins upp í hinn heiðbláa himigeim. Hún hvíldi nú í faðmi síns elskaða sonar, eins og hann svo oft áður hafði hvílt í hennar. Alt í einu sneri hún höfði sínu að Óla og leit á hann peim augurn, sem sáu hylla undir pað ljóss- ins land í fjarska, er hún innan fárra augnablika skyldi ferðast til. Hún mælti við hann með óskýrri, deyjandi rödd: »Eg veit, að pú ert sorgbitinn, elsku drengurinn minn . . . en hvers vegna syngur pú ekki? . . . Söngurinn hefir ávalt létt á hjarta þínu. . . . Ó, syng pú. . . . Syng pú sálminn, sem pú kendir mér . . . hann er svo fagur og hughreyst- andi«. Óli svaraði ekki, en hagræddi henni, svo að sem bezt færi um hana, spenti síðan greipar um brjóst hennar, og byrjaði svo með lágri, titrandi raust, sálm pann,< er hún hafði nefnt. Eftir því sem hann söng lengur, styrktist rödd hans, og livert orð var fult af huggun Og trúartrausti fyrir pau bæði. Ane Lis- betli hafði lokað augum sínum, meðan hann söng, en er hann hætti, opnaði hún pau á ný, leit með ósegjanlegri ást og blíðu á son sinn, og var þegar dáin. I’annig dóu pau bæði, foreldrar Óla. Pegar Óli var búinn að veita móðnr sinni hina síðustu hjálp, og biðja stutta bæn, komu bræður lians með lík Sveins, er peir lögðu við hliðina á Ane Lisbeth, og eftir 11 ára tímabil stóðu nú hin 8 systkini aftur saman og réttu hvert öðru liönd yfir líkum foreldra sinna. Menn Óla stóðu umhveríis þau, og mátti sjá, að pessir menn, er margt höfðu séð og reynt um dagana, börðust við tárin, pessa Guðs gjöf, sem léttir á mörgu sorgmæddu hjarta, en sem mörgum finst ómannlegt að láta sjá. Fimm mínútum síðar kom herdeild norðvestan að undir forustu Mac Dowells, sem þrátt fyrir margítrekaðar tilraunir hefði.eigi getað stöðvað flóttann. Hann sá strax, hvað hér hafði borið við, og hversu ólík að-

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.