Ljósberinn


Ljósberinn - 26.01.1929, Blaðsíða 8

Ljósberinn - 26.01.1929, Blaðsíða 8
32 LJÖSBERINN staðan hefði verið. Um leið og hann tók ofan höfuðfatið, mælti hann! »Hefði land- herinn barist eins hraustlega sem þið í dag, hefði sigurinn orðið vor«. Og um leið og hann sneri sér að Öla, bætti hann við með innilegri hluttekning í röddinni: »Eg ber virðingu fyrir sorg yðar, ungi maður, og eg skal ekki gleyma að skýra Lincoln forseta frá af- reki yðar«. Fjórum vikum síðar fékk Óli bréf, þar sem hann er útnefndur ílokksforingi í sjóher Bandaríkjanna, og litlu síðar var honum veitt yfirstjórn alls Patomacflotans. Pegar Mac Dowell skildi við Óla og menn hans, vildi hann taka hesta hinna föllnu óvina með sér, því hann fann sér skylt að senda Óla andvirði þeirra, þar sem þeir voru hans lögmætt herfang. En menn Óla mót- mæltu .því harðlega, því þeir höfðu fast- ákveðið að ríða þeim til baka til Oco- guan, og þeir fengu vilja sínum fram- gengt. En fæstir af þeim voru vanir að sitja á hestbaki, og Tom Bule sagði síð- ar, að þeir hefðu haft fæturna uppi í vestisvösunum og verið engu líkari en úlfaldakreppu, enda voru þeir altaf að detta af baki, og að síðustu sleptu þeir hestunum og gengu það sem eftir var af leiðinni. Bræður Óla gengu í herinn og urðu í lierdeild Mac Dowells, er reyndist þeim sem bezti faðir. Systurnar fengu vist í húsi Balkans skipstjóra, og giftust þær síðar góðum og dugandi mönnum, og einn þeirra var Tom Bule. (Lauslega þýtt af Agúst Jónssyni, Rauðarárstíg ö). Hér endar sagan af heimska Óla, en til mun vart vera framhald á henni, er lýsir því, hvernig hann hefði sig upp til vegs og virðingar, elskaður og virtur af öllum er kyntust lionum. En því miður tel eg engar iíkur til að ná í þá sögu. Iværu börn! Pessi saga (sem er sönn) sýnir hve gott er að eiga ástríka móður. Óli var misskilinn af föður sínum og systkinum, en móðir hans skildi dreng- inn sinn, treysti ivonum og trúði til síð- ustu stundar, er hún lét lífið fyrir hann. Verið móður ykkar þæg og hlýðin, því móðurástinni er viðbrugðið, og níörg móðirin hefir látið líflð fyrir barnið sitt. Sönn móðurást er það oft, sem enginn máttur getur bugað. Hún nær út yíir gröf og dauða. Virðing 'og hlýðni við móður sína og foreldra er liið fyrsla spor inn á braut gæfu og gleði í lífinú. Á. .J. Sögukver handa börnum, eftir Boga Melsteð, er »eflaust, hin bezta sögubók handa börnuin og unglingum, sem enn er til á íslenzku*. fslands saga þessi fæst hjá Snæbirni Jónssyni, Austur- stræti 4, Reykjavík, og kostar eina fullgilda krónu. PRENTSMIÐJA LJÓSBERANS, tekur að sér allskonar prentun, t. d.: Aðgöngumiða, nafnspjöld, erfiljóð, graf- skriftir, auglýsingar, kvittanir, reikninga, á bréfsefni, á umslög, smá-rit o. fl. o. fl. BARNABÓKIN „FANNEY“ fæst í Emaus og fleiri bókaverzlunum, bæði einstök hefti á 1 kr. og öli heftin (5) skraut- bundin á 7 kr. Úrvalssögur, kvæði, myndir og skrítlur. — Skemtilegasta tækifærisgjöf. K. F. U. M. Á raorgun: Kl. 10 Sunnudagaskólinn. — 1 Y.-D. (drengir 10—13 ára). — 3 V.-D. (drengir 7—10 ára). — 6 U.-D. (Piltar 14—17 ára.) Prentam. Jóns Helgaaonar.

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.