Ljósberinn


Ljósberinn - 02.02.1929, Blaðsíða 3

Ljósberinn - 02.02.1929, Blaðsíða 3
LJÓSBERINN ;35 ist af þessum orðum Páls Iitla, og’ sagði: »Jú, mamma mín sagði mér frá honum, þegar eg var barn, en eg misti hana, þegar eg var 12 ára.« Pá sagði Páll litli: »Pú ættir að gefa honum hjarta [ntt, eins og eg liefi gert, og [tá eignast [)ú bezta vininn, sein hægt er að fá«. Og svo fór hann að segja gainla manninum frá blessaða frelsaranum sínum, sem væri sér svo kær. — Gamli maðurinn stóð nú upp að lok- um og fór að tína saman körfurnar sín- ar. Páll leit [»á á hann heldur yfirlits- bjartur og sagði: »Viltu ekki lofa mér [iví, að Ieita *að Jesú og gefa honum hjarta I>itt ?« Gamli maðurinn var heldur seinn til svars, - en sagði þó að lokum: »Jú, eg lofa pér [iví, barnið mitt«. Ári síðar fékk Páll litli bréf á af- mælisdaginn sinn, og í [>ví var bréf- spjald, sem á var ritað: »Til litla prrstsins! frá gamla mann- inum, scm var að selja körfurnar og [»ú hittir úti í skemtigarðinum. Jeg er bú- inn að íinna Jesú, hann er nú einka- vinurinn mirin«. Yetrarflugan. Eftir Cristy Wendsy. Paö var helkalt úti, en ógn notalega hlýtt inni við ofninn. Par leið öllum svo vel. Alt í einu rofaði til sólar, og sólin sendi brennheita geisla inn í hornið á glugganum, par sem kongulóin kúrði. Henni brá við, svo að hún spratt á fæt' ur. Parna var hún búin að móka lang- tímurn saman í heilum haug af óhrein- indum og búin þar að vefa utan um sig- Kongulóin neri stýrurnar úr augunum og skreið svo svefnprungin út á hlýja rúðuna, því að nú var jafnheitt af sól- unni og um hásumar, þó uin hávetur væri. Hún iðaði öll af lífsfjöri, [iví aö sólargeislarnir kitluðu hana alla. Og þegar hún var búin að gá dálítið í kring um sig, þá fór hún að spinna sér þráð- arspotta til að síga í niður á við, því að hana sárlangaði svo í flugulilóð. Pegar hún var á leiðinni niður, þá heyrir hún vængjaþyt. Hún nemur [)á staðar og vildi næstum ekki trúa sínum eigin auguiu, þegar hún sá reglulega, bráðlifandi flugu. Pað var rétt eins og ævintýr mitt í ömurleika vetrarins. »Hver ert þú?« spurði flugan, þar seui hún flaug rétt við nefið á kongulónni. »Eg er konguló, og hefi hinar mestu inætur á flugum, því að þær eru bæði blessuðustu skepnur og ljúifengar. Við getum svo framúrskarandi vel gert fé- lag með okkur til þess aö eyða tíman- um. Pú ert víst ein þíns liðs, eins og ég?« »Æ-já, ein, ein, svo ósköp einmana!« sagði flugan. Eg veit ekkert, hvað orð- ið er af allri fjölskyldunni minni og frændum mínum«. »Pað gæti eg nú sagt þér, en þér er er tiú engu borgnara fyrir það«, sagði kongulóin, og mændi vonaraugum á fallega kroppinn á flugunni. »Jú, segðu mér það bara«, sagði flug- an. En kongulóin varð hálfhrædd um, að hún hefði sagt flugunni of mikið, og fór að vinda silkiþráð á lappirnar á sér, og ganga svo alveg fram af flugunrii með því að sýna, hvílík spunadrós hún væri. Flugan var nú eiginlega dálítið fé- lagslynd. Hún settist nú og strauk ryk- ið af höfðinu á sér, og rananuin og bakinu líka og fremri fótunum. Henni fanst kongulóin tala skynsamlega og kunni reglulega vel við hana. Hún virti fyrir sér vef kongulóarinnar af miklum

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.