Ljósberinn


Ljósberinn - 02.02.1929, Blaðsíða 4

Ljósberinn - 02.02.1929, Blaðsíða 4
LJÖSBERINN 36 áhuga og forvitni og skoðaöi hana alla í krók og kring. »lni ort ]>á vængjalaus«, sagði ílugan upp úr purru, , »pú ert þá alls ekki af mínu kyni«. »Rétt er pað«, sagði kongulóin, »en eg gct spunnið silki, og pó að eg sé ekki af sama kyni og pú, pá getur farið vel á með okkur«. »Já, að vísu, en eg botna ekki í því, að pú skulir vera vængjalaus; mér íinst pú líka vera alt annað en vel vaxin, grá að lit og budduleg. Sjáðu b'ara, hvað eg er fín og fim í hreyfingum«. Og svo sveif hún hringinn í kring í stofunni og suðaði, til að sýna kongu- lónni að hún gæti farið allra sinna forða í loftinu, pó að hún héngi ekki á silki- præði. »Ef pú getur haft petta eftir mér, pá skal eg leggja lag mitt við pig«. »Hafðu ha-gt um pig, fluga góð! Pú hefir ekki af svo miklu að monta. Yeiztu pað ekki, að pú ert eiginlega ekkert annað en óbreytt vetrarflugaV Pú ert veiklingur, síðgotlingstetur, allir menn í heimi hata og fyrirlíta pitt kyn — e-r ekki svoV Hafa peir ekki sett verk- smiðjur á stofn til að búa til flugna- veiðara? Á þá eru borin ljúffengustu sleikjusætindi og á pá sezt liver sleikin íluga, og pað er hennar bani, ekki bráð- ur, hcldur langvinnur og kveljandi. Vængur eða fótur situr fástur í sykur- leðjunni, og oft geta liðið hálfir og heilir dagar, áður en flugan gefur upp öndina, og allan pann tíma liengir hún höfuðið niður. A allan hátt er reynt að sviftá flugur lííi, og eru pær kallaðar áfjáð og linýsin snýkjudýr. Pær eru líka slegnar í hel með flugnaskellu, par sem pær sitja á hurðum og gluggum áhyggju- lausar og grandalausar. Þegar eg hefi verið á ferðuin mínuin á gólfinu, í horn- unum og á bak við skápa og bóka- hiilur, pá hefi eg fundið flugur liggjandi hálfdauðar með brotna limi. Pað eru engar áhyggjur bornar út af forlögum llugna; menn eru ekki að gera sér ómak fyrir pví að flytja til skáp eða drag- kistu vegna einnar flugu; og pó hefir pessi smælingi tilfinningu eins og aðrar lifandi verur, og verður oft að deyja langvinnuin og kvalafullum dauða. — Skilurðu nú ekki, að eg ber hlýjan hug til pín og allra, sem eru af -pínu kyni?« »Pú ert víst næsta v-itur og kant að koma fyrir þig orði«, sagði flugan, »en ótrúleg pykir mér saga pín af mönnun- um. Enginn af þeim hefir gert inér mein, pvert á móti. Peir hafa staðið og virt mig fyrir sér og talað um mig af mik- illi andagift, eins og eg væri lteitnsins mesta furðuverk. Sumir hafa jafnvel sett sælgæti handa mér í gluggakistuna«. »Pað er af pví að pú ert vetrarfluga! Mennirnir ertt svo hjátrúarfullir. Peir ltalda að pað leiði ólán yfir heimilið, ef vetrarfluga er drepin. Pað var pá lán með óláni, að pú varst svo síðborin. En við slutlum nú ekki tala tneira um, hvað pitt kyn verður að líða. — Ivomdu nú bara með mér ttpp í fína silkiveflnn minn, pá skal eg varðveita pig fyrir allri vonzku heitnsins!« »Þú ert pó ekki næsta fyrirferðar- mikil sjálf í samanburði við mennina!« sagði flugan. »Satt segir pú pað, en pú ættir líka að vita, hvað tnenn verða hræddir, ef þeir bara koma auga á tnig. Pað er gamalli hjátrú að pakka, að lífið er okkur bærilegt kongulónum«. »Pú lifir pá svona góðu lífi sakir fá- vizku þessara tröllauknu manna«, sagði flugan með lotningu. »Já, pað má nú að nokkru leyti segja, en mennirnir eru nú samt ógn misvitrir. Sumir bera ekki minstu virðingu fyrir gömlu hjátrúnni. Peir rífa niður fínu

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.