Ljósberinn


Ljósberinn - 16.02.1929, Blaðsíða 1

Ljósberinn - 16.02.1929, Blaðsíða 1
Jesús segir fyrir dauða sinn. Sunnudagaskólinn, 17. föbr. 1 l)2í). Lestu: Mark. 10, 32.-34. LærOu: Jóh. 10, 17.—18. a. Fyrir jiví nlskar faOirinn mig, að eg legg lífið í sölurnar til að taka j>að aftur. Enginn tek- ur j>að frá mér, heldnr legg eg j)að sjálfviljuglega í sölurnar. »(’>, Guð minn, hann gaf sig- í dauðann, hann gerði j)að alt fyrir mig«. .Tesús lagði sjálfviljuglega lífið í söl- uniar fyrir ykkur, kæru börn, og alla menn. 'Hann kendi i brjósti uni okkur, bjálparlaus mannanna börn. »Jesús eymd vora alla sá, ofan kom til vor jörðu á«. Hann kom til að kaupa okkur frið og frelsi rneð blóði sínu. Nú erutn við eign- in hans. Iivað getur verið sælla og gleði- legra en pað? Ef við viljutn vera hjá lionum, pá getur enginn tekið okkur frá honurn, enginn vondur rnaður, ekki sjálf- ur hinn vondi, freistarinn. Við erum óhult í almáttugri hendi hans. Nú stendur yftr sá tíini, að allir vinir ' hans, allir, sem vilja vera eign hans, rninnast pínu hans og dauða. • Nú syngja margir: »Upp, upp, mín sál og alt mitt geð, upp, upp, mitt lijarta 'og rómur með; liugur og tunga hjálpi til, lierrans pínu eg minnast vil«. Börnin taka undir petta með foréldrum sínum á hverju sannkristnu heimili. í’au, sem eru læs, taka pá Passíusálmana sór í hönd og syngja um kærleika frelsar- ans og láta í Ijós kærleika sinn og fögn- uð yfir pví, að pau eiga hann að. Jesús býr sér lof af pínum vörum, litla barn, eða er ekki svo? Eg vona það, eg bið af hjarta að svo tnegi verða, svo að pið glatist ekki, heldur hafið eilíft líf. Eng- inn rná vera án Jesú. Ilann er vegur- inn, sannleikurinn og lífið. Glaður varð Jesús forðum á pálrna- sunnudaginn, þegar börnin komu á móti honum fagnandi og sungu honum lof. — »TIastaðu á börnin« sögðu kald- lyndir óvinir hans, »til þess að þau hætti að syngja þetta!« Nei, Jesús hastaði ekki á þau, því hann var »vinur barnanna«, eins og við heyrðum á sunnudaginn var.

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.