Ljósberinn


Ljósberinn - 23.02.1929, Qupperneq 1

Ljósberinn - 23.02.1929, Qupperneq 1
Stormurinn stiltur. Sunnudagaskólinn, 24. febr. 1929. Lestu: Marlc. 4, 85,—4'1. Lærðu: Sálm. 121, 1 b. 2 a. Hvaðan kemur mér hjálp? Hjálp mín kemur frá Drotni. .Jcsús var að fara austur yfir Gene'/;- aretvatnið með lærisveinum sínum. Hann gerir nú fjögur kraftaverk, hvert á eftir öðru, til að sýna lærisveinum síuum, að liann sé hinn eingetni sonur Guðs. Stilling stormsins er fyrsta krafta- verkið. Með því sýndi liann, að honum var líka geíið vakl yfir náttúrunni. Vind- urinn og öldurnar hlýddu honum. Jesús og lærisveinar hans voru far- fiegar á skipinu, því að þeir höfðu leigt bæði skipsmennina og skipið, því að þessa för bar svo bráðan að. Jesús var ekki sjómaður. En samt flýja þeir til hans lærisveinarnir, sjóhetj- urnar. Jesús segir þá ekki fyrir, hvernig þeir skuli liaga seglum eða stýra und- an sjónum, heldur kyrrir hann sjálfan storminn, og þá auðvitað ölduganginn um leið. — Hefði trú lærisveinanna verið efalaus, þá hefðu þeir verið óhræddir, fyrst Jes- ús var innanborðs. En þeir koma til hans efablandnir, eins og þeir vildu segja: »Ef þú getur nokkuð, þá hjálp- aðu okkur nú«. Jesús ávítar þá fyrir trúarleysi þeirra: »Hví eruð þér svo hræddir, þér lítiltrú- aðir«. Og að svo inæltu hastar hann á vindinn og vatnið, og þá varð óðara blíðalogn. Skipsmennina fer þá að gruna, að Jesús inuni vera af Guði sendur. »Hvaðan er hann?« spyrja þeir. En þeir geta eins sagt sér það sjálfir: Stormurinn er stiltur, liann er frá Guði! lJað er sagt um hirðmenn Karls keis- ara 5., sem uppi var á dögum Lúthers, að þeir sögðu, að hann gæti alt, því að hann væri svo voldugur þjóðhöfðingi. Hann gæti sagt: Verði! og þá yrði það samstundis. Keisara þótti þetta hégóma- mál, og til þess að koma viti fyrir þá, skipar hann þeiir^ að bera sig í burðar- stól fram að sjó, þar sem brim skall á land. Pegar jiangað var komið, og fjall- há bára reið að þeim, þá hrópar keisari upp og segir: »Hingað og ekki lengra! Báro, brotna þú!« En brimaldan skall yfir keisara og þá alla, eins og geta má

x

Ljósberinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.