Ljósberinn


Ljósberinn - 02.03.1929, Blaðsíða 3

Ljósberinn - 02.03.1929, Blaðsíða 3
LJÖSBERINN Kttíirttmt 'ixir.usbáihiT ytrir I Ókunna stúlkan. Húsin skygðu á litla steinbæinn lienn- ar Möllu gönilu. Pau vörðu hann að miklu leyti fyrir útsynningsveðrtim, en þau vörnuðu horium einnig sólar. Upphaflega stóð hann einn við litt troðinn götuslóða; grasbalinn við suður Stafninn var [)á æfinlega ýmist fullur af hálfsvöngum hestum, eða háværum börn- um, sem sinntu hvorki boðum né banni gömlu konunnar, en ruddust vægðar- laust inní kálgarðinn hennar, ef þeim bauð svo við að horfa, og hirtu ekki hót um það þótt Malla gamla væri ný- búin að setja kartöflur í hann eða sá rófunuin. Peim var [iað þó flestum kunn- ugt, krakkaöngunum, að fátt var henni kærara en kálgarðsholan, þar sem hún bjástraði sí og æ, þegar hún var að »hvíla sig frá prjónavélinni«, einsog hún komst sjálf að orði. »Að þú skulir ekki vera vond við krakkana!« sögðu nágrannakonurnar við hana oft og einatt. »Eins og þau fara með garðinn þinn , og blettiun«. En Malla gamla, sem hét eiginlega Marín Ingimarsdóttir, og var velmetin prjóna- kona, brosti fjarska góðlátlega og sagði: »Æ, nei, góðurnar mínar, það tekur því ekki, þau batna ekkert við það, og — öll höfum við börnin veriö!« Pví varð ekki mótmælt og þessvegna hélt Marín að hún hefði borið hærri ' 67 hlut; og þegar henni var bent á hvern- ig hestarnir rótnöguðu litla, fallega gras- blettinn hennar, svo að tæplega sást á honum stingandi strá, þá sagði gamla konan ekki annað en: »Blessaðir hest- arnir!« Og það brá daufum glauipa af horfnu æskufjöri í augum hennar um leið, því einu sinni var Malla gamla ung og þá átti hún afbragðs reiðhest; Dreyri hennar var auðvitað dauður fyrir lifandi löngu, en það hafði margur klárinn not- ið hans hjá gömlu konunni, og hún fékst ekki um þótt þeir gæddu sér á strá- unum á blettinum hennar. En svo var lögð gata yíir þveran blettinn og bráðlega risu húsin hvort af öðru umhverfis litla steinbæinn, svo að hann var því sem næst kaffærður í tvi og þrílyftum steinhúsum, er hjálp- uðust vel að því að bægja bezta vini gömlu konunnar frá henni. l’að var sól- in sem Marin Ingimundardóttir kallaði bezta vininn sinn. Og hún varð þung- lyndari fyrst í stað á meðan hún var að venjast viðbrigðunum. Sérstaklega saknaði hún morgunsólarinnar. Pað var engin furða. Morgunsólin hafði kyst hana á vangann í mörg ár og breitt gulllegan guðvef á fátæklegu rekkjuna hennar, svo að sjálfur kongurinn átti ekki jafn fagurt áklæði. En Marin liafði vafalaust lært það hjá sólunni að sjá alt í björtu ljósi, og svo gerði hún enn, og þegar frá leið taldi hún það alveg víst að háu húsin mundu gera sér gott gagn með því að skýla kofanum sínum í óveðrum. »IIann er svo hvass, þegar hann er á útsunnan«, sagði hún. »Og það er ekki alveg víst að eg verði æfln- lega svo eldiviðarbirg, en bærinn er orðinn fjarska hrörlegur«. lJar að auki var henni það fremur þægileg tilhugsun að eiga dálitla fjár- upphæð í fórum sínum, en hana hefði

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.