Ljósberinn


Ljósberinn - 02.03.1929, Blaðsíða 4

Ljósberinn - 02.03.1929, Blaðsíða 4
G8 LJÓSBERINN Marin ekki eignast, ef að gatan hefði ekki komið yfir blettinn hennar og hús- in hefðu ekki verið bygð. »Er pað ekki svona?« sagði hún [lá við sjálfa sig: »Pað er eins og alt verði mér til góðs«. Við ættum, held eg, að líta allra snöggvast inní kofann til hennar. ltík- mannnlegt er Jiar ekki, en [>að er þrifa- legt inni hjá henni. Rúmið hennar stendur öðru meginn við vegginn, upp- búið, með hlýlegri íslenzkri ullarábreiðu, sem kisu pykir notalegt að kúra á. Hjá glugganum stendur myndarleg prjónavél með skyggðum nálum, er skila drjúguin áfram vinnu sinni, þegar gamla konan dregur sveifina fram og aftur hátíðleg í bragði. Meðfram hinum veggnum er fornlegur legubekkur, með beinu trébaki, ómjúkur til að sjá, en hann hefir þó hvílt all- margan lúinn ferðamann gamli bekkur- inn, og Marínu þykir hann þarfa þing, »því eg get breytt honum í rúm, ef mér liggur á«, segir hún stundum, »og Guði sé lof, inér hefir oft lánast að skjóta skjólshúsi yfir inann og mann«. Sízt inætti gleymast að minnast á skápinn við fótagaflinn á rúminu hénn- ar. Hann er heldur ekki nýr eða nýleg- ur, en bafi bekkurinn hvílt lúna limi, [)á hefir margur svangur nært sig á því, er gainli skápurinn liefir að geyma. Hann er eiginlega búrið hennar Möllu gömlu, og ofan á honum stendur þríkveykjan hennar. »Að þú skulir ekki fá þér gas í bæ- inn«, segja vinkonurnar stundum við hana. »Gas!« segir Malla gamla þá og skellir á lærið. »Hvað á eg að gera við gas? Haldið [»ið að það sé betra en þríkveikj- an mín?« Kaffikannan stendur fín og fáguð við hliðina á [iríkveikjunni, þær eru stall- systur, sem liafa tekið höndum saman um það að vera húsmóður sinni til gagns og gleði. Ut við gluggann er strástóll- inn hennar, henni var gefinn hann þeg- ar hún varð fimtug, það er allra bezti stóll, og í hann leiðir hún gestina sína, þar bíða börnin, sem eru send til henn- ar eftir prjónlesi, hún stingur rauðum kandísmola upp í þau, ef þau þurfa að bíða lengur en góðu liófi gegnir, og kunningjakonurnar bíða rólegar þar eftir því að sjóði á bláa katlinum; presturinn sezt æfinlcga í strástólinn, þegar hann kemur að gömlum vanda að bjóða Möllu gömlu gleðilegt suniar, og sjálf situr hún ætíð í strástólnum á ineðan hún er að lesa Jónsbókarlesturinn á sunnudögunum. Strástóllinn hcnnar Möllu gömlu innir hlutverk sitt vel af hendi. Bað er komið kvöld og hún hefir kveikt á lampanum, »Því læturðu ekki leggja rafmagn í bæinn, Marin?« segja kunningjar hennar. En Marin hristir höfuð. »Pað tekur þvf ekki«, segir hún. »Eg er ánægð með olíuljósið, og larnp- inn minn er svo góður, hann lýsir mér og hann hitar inér«. Þetta segir hún satt. I’að er hlýtt inni hjá henni, þótt storinur og regn hamist úti og skvetti öðru hvoru regn- skúrum á gluggann. »Nú væri súgur hérna inni, ef ekki væru liúsin«, tautar gamla konan. I'að er ánægjuhreimur í röddinni og léttur svipur yfir andliti hennar, sem er frem- ur stórskorið og ófrítt, en við sjáum það ekki, af því að glaðlegur gæðasvipurinn hylur æfinlega lýti. Það sýður á katlinum. Marín stendur upp og teygir stirðnaða limi, hún hefir keppst við í alt kvöld, en þegar gufan lyftir ketillokinu, þá bregður hún við. Hún strýkur bandendana af köflóttu dúksvuntunni sinni og lagar þríhyrnuna á herðum sér, svo lítur hún á klukkuna

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.