Ljósberinn


Ljósberinn - 02.03.1929, Blaðsíða 6

Ljósberinn - 02.03.1929, Blaðsíða 6
70 LJÖ SBERINN »Heyrið þér, hershöfðingi«, hrópaði pá gamli liðsforinginn alt í einu: »Yæri pað óráð, að þér nefnduð mig til þess- arar stöðu í staðinn fyrir Beaufort. Eg er ekki aðalsmaður og þarf engu að leyna, og eg er heldur ekki neitt aðals- mannslegur í sjón að sjá og eg er liðs- foringi og þarf því ekki að vera að leika það. Eg get líka ineð sönnu sagt, að eg haíi bárist undir merkjum gainla Bonaparte og — sonur hans sé vinur minn og eg vona, að eg sé þá vinur hans«. »Já, það eruð þér«, hrópaði Napóleon, »þér eruð mér kær vinur, og hálfu kær- ari fyrir það að þér eruð Korsikumaður að ætt og uppruna og hafið barist undir merki föður míns. Og að því er uppá- stungu yðar snertir, þá verð eg að segja að mér Ií/.t mjög vel á hana, ef faðir Evgeníu litlu vill afsala sér því að nota tækifærið til að hitta litlu dóttur sína. Og eins og þér segið, Desmoulius, þá er yður Iangt um óhættara en Beaufort. það var heimskulegt af mér, að láta mér ekki detta þetta í hug. Hvað segið þér uin þetta, hr. Beaufort‘?« xBað, að eg vi) gjarna draga mig í hlé, þar sem Desmoulius er miklu betur til þess íallinn en eg að leika þetta. Bað er heldur ekki svo alveg víst, að eg mundi bera hamingju til að hitta lítlu dóttur mína í fangelsinu. Par að auki les eg það út úr augum konu minn- ar, að hún gleðst af þessari ráðabreytni«. »Já, eg vil það«, svaraði frú Beau- fort, því að eg þekki manninn mini\ og liann gæti áreiðanlega ekki komist hjá því að koma upp um sig á einn eður annan liátt. »l3á er úr skorið um þetta mál«, sagði Napoleon, ef þér, kæri borgari og borgarafrú Dosmoulius þorið að láta hann gamla ]>abba ykkai' gefa sig í þetta«. Iíjónin gáfu því fúslega samþykki sitt, en Pierre Desmoulius sagði: »Pabbi, þér verðið að leyfa mér að breyta út- liti yðar í einu og öðrú, svo að onginn hermannanna skuli geta þekt yður«. Daginn eftir spurðist það, að inikið uppþot hefði orðið i fangelsum, því að de Bat/, frakkneskur maður, sém Aust- urríkismenn liöfðu keypt til að frelsa drotninguna, hafði þá aftur gert tilraun um það. En því miður höfðu Jakobínar komist að [>ví að drotning var að flýja og var þá óðara komið í veg fýrir það. Heron fangavörður, varð sem æðisgeng- inn maður út af þessu. Hann skammað- ist og lamdi um sig, ógnaði og æddi, svo að hermenn þeir, sem á verði stóðu, þutu frá einum klefanum til annars og létu hurðirnar standa opnar, svo hefði »sótarinn« verið staddur þar I>á, þá hefði hann getað tekið börnin sér við hönd og farið með þau heim, því að hurðin á klefanum þeirra stóð þá líka um stund galopin. En hann var nú langt í burtu, og bæði hann og fjöl- skyldurnar, að Napoleon meðtöldum, voru viss nm, að þessi dagur væri ekki heppilegur handa gamla liðsforingjanum til að hitta Eeron og, sækjaum stöðuna, Pað þótti þá vænleg^a að bíða, Itangað til að alt væri orðið kyrt aftur. Alt var líka í uppnámi hjá Símoni skóara, þar sem Dauphin litli var geyind- ur. Sá klefi var nálægt klefanum þeirra Jeróme og Evgeniu. Og er þau konju út fyrir klefa sinn, komu þau óðara auga á konungssoninn unga, ósköp lít- inn, magran, mjóan og óþrifalegan og mjög brjóstumkennanlegan; hann kom þar út úr dyrum nærri því gegnt klefa- dyrunum þeirra. »Jeróme!» sagði Evgenia, »hver held- ur þú 'hann sé, sem stendur þarna yíir frá? Ilann er eins lítill og eg. Eg vildi eg mætti hlaupa til hans«.

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.