Ljósberinn


Ljósberinn - 16.03.1929, Blaðsíða 1

Ljósberinn - 16.03.1929, Blaðsíða 1
IX. árg. Reykjavík, 1(5. marz 1929. 11. tbl. Hvað á óg að gefa Guði? Sunnudagaskólinn, 17. marz 1929. Lestu Mark. 14, 3- 9. Lærðu Sálm. 116, 12. Hvað á ég aö gjalda Drotni fyrir allar velgerðir hans við mig? Elskar þú Jcsú, kæra barn? Ef svo er, þá langar þig til að gefa honiuii eitthvað það, sem mundi gleðja hann mest af öllu. Hvað ætti það að vera? Pað gleður hann mjög, ef þú hjálpar bágstöddum og glgður þá. En er það dýrasta gjöfín, sem [>ú get- ur gefið honum? I?að getur verið, að pabba og mömmu og öðrum ástvinum þínum finnist það vera. Og þú sér þá, ef til vill, daglega gefa þær gjafir. En það er annað til, sem þú getur gefið honum, sem er svo langt um dýr- m'ætara. Hvað er það? Það ert þú sjálfur eða sjálf. Gefðu bonum sjálfan þig með líkama, sál og anda. Gef honum þá gjöf með gleði og segðu við hann: »Á æfl minuar árdagsstund, þér alt ég gef, mitt líf mitt pund, og gef það strax með ljúfri lund, þú lífsins herra, Jesú«. María í Betaníu hafði gefið Jesrí hjarta sitt, því að hún elskaði hann f'yrir það, að hann hafði fyrirgefið henni hennar mörgu syndir og gefið henni ei- líft líf. Pað var María ein, sem trúði og skildi þau orð Jesú, að hann ætlaði bráðum að deyja fyrir hana og alla menn og borga syndaskuld hennar og allra, sem á hann tryðu, með blóði sínu. Pess vegna not- ar hún tækifærið, meðan það gefst, til að sýna honum síðasta vott elsku sinnar og smyrja Ííkama hans fyrir fram til greftrunar með dýrustu og ilmríkustu smyrslum, er hægt var að fá. Hið bexta var ekki of gott handa honum. Hún vissi að þegar Jesús væri búinn að gofa sig á vald óvinum sínum, þá mundi hún ekki fá færi á að sýna lionum þennan vott elsku sinnar, enda kom það fram. Jesús er verður meiri elsku en fátækir menn, því að hann hefir dáið fyrir okk- ur til að við lifum eilíflega hjá Guði. Jesús áttu að elska, kæra barn fram yfir alt og alla aðra, því að hann elsk- aði þig áð fyrra bragði og gaf þig sér allan. »Gef þig allan að hans vilja, allan, allan gaf hann sig«. Og því að eins elskar þú fátæka af

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.