Ljósberinn


Ljósberinn - 16.03.1929, Blaðsíða 4

Ljósberinn - 16.03.1929, Blaðsíða 4
84 LJÖSBERINN Ó Guð, þau sjálfur goym, og leiö þín löinbin smáu að lambsins stóli heim. (V. B.: Biblíuljóð, II, bls. 828). [Frh.]. Malla gamla keptist viö að prjóna. Hún varö að ljúka viö sokkana ltennar frú Bjargar. Pað var komið fram yíir miðnætti. Gestakoman haföi tafið fyrir henni. En ekki varð pað séð á svip gömlu konunnar að hún erfði pað við gestinn sinn; með móðurlegum alúðar- svip Ieit hún við og við yfir á rúmið, par sein dökkhært stúlkuandlit hvíldi á koddanum trteð rósótta verinu. Stúlkan var svo einstaklega lagleg og sakleysisleg, par sem hún lá steinsof- andi í rúminu. En hún var raunaleg á svipinn, auminginn. Möllu gömlu fanst pað heldur ekki tiltökumál, lá pað ekki í augum uppi hvað pessi blessuð mann- eskja var búin að pola og reyna? Marín brá svuntuhorninu að augum sér, — en hvað pað vildi pá vel til að stúlkan skyldi berast að kofanum hennar, pó hún gæti auðvitað lítið gert fyrir hana pá var pað nú svona samt, að Möllu gömlu pótti undur-vænt . um að vita hana preytta og pjakaða í bólinu sínu, og matarögnin, sem hún átti var guðvelkomin, seinasta brauðbitanuin var hún reiðubúin að skifta jafnt á milli peirra beggja! — Borgun! Ilún var að tala um borgun! Marín brosti ofurlítið. ætli henni veitti af að eiga aurana sína sjálf! Æ, nei, stúlka mín, Marín Ingi- marsrdóttir pekkir jiig vitanlega ekk- ert, en pað sér hún óðar í hendi sinni, að pú ert í hóp smælingjanna, sem Kristur hefir kallað »ininstu bræðurnar«. Og pessvegna er pað svo sælt, að geta hjálpað upp á pig í bágindum pínum. Og svo liélt gainla konan áfram að prjóna, pangað lil að sokkarnir hennar frú Bjargar voru allir búnir. IJá fór hún að búa urn sig í beddanum. Hún notaði gömul föt fyrir kodda, og sjalið sitt fyrir yfirsæng, og lagðist svo til svefns bros- leit og pakklát við forsjónina fyrir að lofa sér enn pá einusinni að skjóta skjólshúsi yfir fátækan einstæðing. Hún staulaðist samt von bráðar aftur ofan úr beddanum. Henni kom til hug- ar að Ifta eftir nafnspjaldinu á liand- töskunni, sem stúlkan haföi verið með; Marín hafði sem sé steingleymt að spyrja stúlkuna að heiti. Taskan stóð hjá rúm- stokknum og Marín laumaðist pangað og leit á spjaldið, sem var fest á tösk- una. Jóhanna Jónsdóttir, var alt og suint sem par stóö. Iiún hét pá Jóhanna. Og Marín hallaði sér aftur útaf f bedd- ann. Hún var snemma á fótum morguninn eftir. Hún kveikti upp í eldstónni og setti upjr ketilinn. Á meðan var að hitna á katlinum, brá hún sér í næstu brauð- búð eftir heitum bollum. Marín garnla var óvön að leggja sér pessháttar sælgæti til munns, nema á stórhátíðum, og búðarstúlkan, sem var kunnug henni, sagði í gamni: »Pað er pó vænti ég ekki afmælið pitt í dag, Malla mín, — pú kaupir svo »fínt« með kaffinu núna«. »Nei, nei, ekki er pað«, svaraði Marín brosleit. »En pað var næturgestur hjá mér í nótt«.

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.