Ljósberinn - 23.03.1929, Blaðsíða 3
LJÓSBERINN
91
ekki kristin sál, sem ákallaði Guð í
neyðinni? Fól hún sig ekki deyjandi
frelsara sínum? — Vissulega skulu jarð-
neskar Ieifar hennar bornar í Guðs hús,
áður en moldin hverfur til jarðarinnar«.
Marín lót syngja allan sálminn »Alt
eins og blómstrið eina« yfir kistuókunnu
stúlkunnar. Hún sagðist ekki kalla það
meira en svo sómasamlega jarðarför,
þar sem sá blessaði sálmur væri ekki
hafður um hönd.
Eftir það lá leiðin út í kirkjugarðinn,
og líkklukknahringing gaf 'til kynna, að
dauðlegt hold væri til moldar borið.
Blautir moldarkekkir féllu þungt og þétt
ofan á kistufjalir, sem huldu fölnaða
líkamsfegurð. —
Góðgjörn nágrannakona sat hjá litla
drengnum á meðan jarðaríorin fór fram.
Marín bað hana lengstra orða að hafa
heitt á katlinum, þegar hún kæmi frá
jarðarförinni. »Mig langar til þe'ss að
gefa grafarmönnunum kaffisopa í minn-
ingu hennaz', aumingjans«, sagði hún
með tárin í augunum.
Peir settust við borðiö, ásamt tveim
kunningjakonum Jiennar, það kom sér
mjög vel að fá heitt kaffi eftir hroll-
kalda gustinn í kirkjugarðinum, og kaffið
rann Ijúílega niður.
»Ert þú að hugsa uin að hafa hann
litla kall?« spurði einn í hópnum um
leið og hann rendi nýju kaffi í bollann
sinn.
»l5að held ég, fyrst um sinn«, svaraði
Marín hægt.
»lJað er dágóður ábætir, ég segi ekki
annað«, sagði maðurinn. »Ætli að ein-
hver hefði ekki heldur látið sveitina sjá
fyrir honum«, mælti annar.
»Ég geri það ekki á meðan heilsan
endist rnér og eg hefi einhver lítilshátt-
ar ráð«, svaraði Marín stillilega. »Hvað
sem við kann að taka. Petta var nú
óskin hennar, sú einasta og seinasta, að
blessaður Iitli unginn yrði hjá mér. Hvern-
ig ætti ég að skella skolleyrum við
hinstu ósk deyjandi móður?«
Drykklanga stund var þögn í her-
berginu.
»En veiztu ekkert um föðurinn?«
spurði þá sá sem næstur sat rúminu og
rendi um leið augum á lilta böggulinn,
sem var sjálft umhugsunarlaust umhugs-
unarefni þeirra er voru í herberginu.
Marín hristi höfuðið þegjandi.
»lJað væri gaman að vita hvaða föður
hann á, auminginn litlk, sagði nágranna-
konan. »Hver veit nema að það sé heldri
maður — ojæja — litli minn — hver
veit?« og hún kinkaði kolli til sofandi
barnsins í rúminu hennar Möllu gömlu.
»Vissurðu ekki hvaðan hún var?« spurði
þá einhver og sneri sér að Marínu.
»Okkur gafst ekki ráðrúm til þess að
talast mikið' við«, mælti Marín fremur
döpur í bfagði. Það kom alt svo skyndi-
lega, en hefði mig grunað að svona
færi, þá hefði ég spurt hana — barns-
ins vegna — en það fór sem fór •— nci,
ég vissi sama og ekkert um hana, —
hún kom frá Katipinhöfn í vor sem leið
og var í kaupavinnu einhversstaöar fyrir
austan í sumar, hún nefndi bæinn að
vísu svo ég heyrði, en ég þekti það ekk-
ert og gleymdi bæjarnafninu«.
»Hvernig kvenmaður var þetta?« var
ennfremur spurt; Marín hvesti aug-
un á spyrjandann, þegar hún sagði helzt til
stutt í spuna: »Hvernig hún var? Hún
var bráðmyndarleg og ég þori að segja
gæðastúlka, — 'pó að þetta kæmi fyrir
hana — okkur varðar lieldur ekkert um
það, okkar verk er að sjá blessuðum
unganum borgið og efnilegur er hann,
auminginn, hann getur orðið að manni
með Guðs og góðra manna hjálp«.
»Jæja, Marín mín, ég vorkonni þér
nú samt sem áður, að sitja uppi meö
krakkann«, sagði einn af grafarmönn-