Ljósberinn


Ljósberinn - 30.03.1929, Blaðsíða 5

Ljósberinn - 30.03.1929, Blaðsíða 5
LJÖSBERINN 101 '^Brtr'faurnir #**&• tfktv. (*mltrúttu XáruBöólhtr (Xilnir fjjrir 'Xjpabixann) i&EllIIOTS ii. Möllu-Jói. llann var oftast kallaður Möllu-Jói, en skólabræður hans fundu upp á pví einn góðan veðurdag, að Græni-Jói eða Peysu-Jói væri fult eins heppilegt nafn handa honuni. Hann var svo seni auð- þektur á grænu, prjpnuðu peysunni, sem hann var æfinlega í, og drengjunum pótti pað alveg sjálfsagt, að minna hann sem oítast á pað. Axel stakk upp á pví. Drengjunum pótti tillagan smellin. Axel var æfinlega svo fyndinn, par að auki lét hann sjaldan á sér standa, ef um smávegis strákapör var að ræða, en hafði gott lag á pví að skjóta sjálfum sér undan, pegar í óefni var komið. Jóhann litli varð langoftast fyrir barð- inu á Axel, og pað væri synd að segja, að honum hafi verið hlýtt til pessa bekkjarbróður síns, og pegar sló í alvar- lega brýnu á milli peirra, lá Jóhann ekki á liði sínu, hann vildi ekki láta Axel eiga hjá sér. Jói reyndi til að láta háðsyrði og uppnefni félaga sinna sem vind um eyrun þjóta. Ilann hafði einnig alt að pessu verið ánægður með grænu peysurnar, sem Malla gamla, fóstra hans, bjó til handa lionurn. Pær voru heldur engin handaskömin hjá gömlu konunni, hún vandaði til peirra eftir.beztu föng- um og kostaði ávalt kapps um að velja sem fegurstan grænan lit á pær og fall- egar voru pær, pótt til álita gæti kom- ið, hversu »klæðlegar« pær voru, en Jói hafði ekki af öðrum fatnaði að segja og hann var lengi vel þeirrar skoðunar að enginn drengur ætti fallegri flík held- ur en grænu peysuna hans. En svo fóru strákarnir að stríða honum undir forustu Axels; og pá smábreyttist skoðun hans, og einn dag þegar liann kom heim úr skólanum, sá fóstra hans að hann var venju fremur dapur í bragði. I’að hýrn- aði reyndar talsvert yfir honum, pegar hann fékk heila kringlu með kaffinu, en auðséð var pað pó að alls kostar ánægður var hann ekki. Hann bjó yfir huldum harmi og Malla gamla spurði ofur góðlátlega, eins og henni var svo lagið: »Hvað er pað, góðurinn?« Jói svaraði engu, en bruddi kringluna í ákafa, og gamla konan sagði eftir stutta pögn: »Viltu ekki segja mér pað, góðurinn?« Jói skotraði augunum á prjónavélina. Þar hékk græn lengja ineð rauðum riind- um og Jói sagði í hálfum hljóðum: »Hafðu hana hefdur bláa — pá næstu«. »I3á næstu, hverja?« spurði gamla konan, hún áttaði sig ekki á því sem drengurinn var að segja. Jói kinkaði kolli til prjónavélarinnar. »Ég á við peysuna«, sagði hann. »Strák- arnir eru farnir að kalla mig grænajóa eða gramingja, af pví að ég er alt af i grænni peysu«. Marín brosti allra snöggvast, en bros- ið hvarf skyndilega, pegar hún tók eftir alvörusvipnum á drengnum. Pað bjó bæði sársauki og greinja í svip hans, er áttu nauða illa heima á barnsandliti. »Reyndu að hlusta ekki á þvaðrið í peim, góðurinn«, sagði gamla konan. »Kærðu pig kollóttan hvað peir segja, Petta eru óvitar, hugsunarlausir og kærulitlir«. »Það er nú annað en gaman!« sagði pá Jói og stundi við pungan. »I3eir

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.