Ljósberinn


Ljósberinn - 30.03.1929, Blaðsíða 7

Ljósberinn - 30.03.1929, Blaðsíða 7
LJÖSBERINN 108 taíklega fatnaðinum hans Jóa! En bíð- um við, Axel! og Jói reiddi steyttan hnefann út að rúðunni. Pað var gott að Malla gamla sneri bakinu við honum og sá því ekki hve svippungur hanu var, hún hefði áreið- anlega orðið smeik, gamla konan. Hún keptist við að prjóna og taldi umferð- irnar, tíl pess að rendurnar yrðu ekki misjafnlega breiðar, en Jói horfði á eftir Axel og foreldrum lians unz pau hurfu honuin sjónuin, pá fór hann aftur að læra. Ilann lagði- landabréfið á borðs- hornið. Parna var pá landið hans, ísland, eins og smádepill umkringdur æðandi öldum, fjarri öllum mannabústöðum, ein- manalegt eins og hann sjálfur, og hann fór að raula fyrir munni sér liendingu úr kvæði eftir Matthías Jochumsson, sem hann hefði lært í skólanum: »Sykki pað í myrkan mar mundu fáir gráta«. Sama mætti ugglaust segja um hann sjálfan. Hans yrði víst ekki saknað sér- lega mikið! Hver ætli saknaði hans eigin- lega? Sjálfsagt helzt hún Malla gamla, sem strákarnir kölluðu æflnlega prjona- Möllu, eða prjónakellinguna. Jói beit á jaxlinn og hnyklaði brýrnar. Alt var pað Axel að kenna. Sá átti fyrir pví að fá makleg málagjöld! Jói krepti hnefann ósjálfrátt, — sem betur fór gat hann farið með Axel eins og tusku, — og pað ætlaði hann sér að gera ein- hverntíma; pað var réttast að sýna hon- um að »græninginn« átti krafta í köggl- urn, pó hann væri ekki alinn á átsukku- laði og rjómakökum eins og Axel og hans líkar. Frh. ---—- Pegar YOrið kom. [NI.] Og pað var nú í rauninni illa farið, ef vorið kæmi og bræddi alla pessa indælu hvítu krakka. En svo var pað amma— henni var svo bráð pörf á vorinu og sólskininu. Karlinn brá hendi fyrir augu sér og hrukkaði ennið af reiði. »Úr pessari átt,« sagði liann bálreið- ur og benti til skógar, »paðan kemur vorið, versti óvinur minn. Nú ríður á að berjast upp á líf og dauða.« Greiji hann pá horn sitt og blés í pað og lék pað sem dauðaóp í eyrum. Þá kom norðanvindurinn óðara með stormfylkingar sínar, snjókornin. En nú voru pað ekki litlu hvítu snjóbörnin, er dönsuðu og pyrluðust um pau,— nei, nú voru pað æðandi stríðsmenn, sem veltust fram með ýlfri og braki til pess að leggja hið koinandi vor að velli. »Hú-ú-ú-ú, en hvað nú hvein og small í öllu, pegar norðanvindurinn geistist fram með herliði sínu, Gréta og Sveinn földu sig bak við tré, skjálfandi af kulda. En vorið kom eins og ung og fögur og Ijóshærð vættur. pað pokaði sér fram ógn rólega, hárvíst um sigurinn og færð- ist nær og nær. Veturinn svalbrjóstaði fann til vanmættis síns, preif nú spjót sitt og slöngraði pví af öllu afli að pess- um skæða óvini sínum; en honum var protin kraftur; vorið lyfti bara sólskild- inum sínum og spjótið hans bráðnaði fyrir hinum kröftuga sólarhita. En bar- daginn milli vorsins og vetrarins stóð alhugi, pví ýmist bar veturinn eða vor- ið hærra hlut, en leikslokin urðu pó pau, að vorið bar algerðan sigur úr býtum. Veturinn hörfaði — með norðan- vindinum ogöllu 'sínu snjóliði — undan sólarbörnum vorsins og var skelkaður mjög, en sumir snjóhermennirnir bráðn* uðu og urðu eftir á vígvellinum. Frh.

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.