Ljósberinn


Ljósberinn - 13.04.1929, Blaðsíða 4

Ljósberinn - 13.04.1929, Blaðsíða 4
116 LJOSBERINN þá klæðaprýði liina inosta, nú toldu þeir ekki í tízkunni lengur og höfðu legið á kassabotninum svo árum skifti öllum óséðir öðrum en Marínu gömlu, þegar hún skoðaði í kassann sinn. Peir Vilöstu við augum hennar, gömlu munirnir, og vöktu minningar mætra gleðistunda, er að visu voru liðnar fyrir löngu, en vörp- uðu eigi að síður notalegri birtu á far- inn veg gömlu konunnar. Hún tók ofur lítinn böggul í hönd sér. Pað var vafið vandlega utan um hann og Jóa þótti fóstra gamla vera full handsein, þegar hún var að vefja eldspítustokknum inn- an úr bréfunuin. Pað var ofurlítið spor- öskjulagað gylt »kapsel« í stokknum. Jlarín opnaði það. Smámyndir tvær voru sitt hvoru megin í því. Önnur myndin var af kornungri stúlku, íneð ástúðlegt brosandi andlit, ljómandi af sakleysi æskunnar; hárlokkarnir skygðu á ennið og gagnaugun og vörpuðu dreymandi svip á hið barnslega ung- meyjarandlit, en fögur augu gægðust for- vitnisleg undan fylgsnum lokkanna. Ilin myndin var af ungum pilti og varö Jóa æði starsýnt á hana. Ennið var hátt og hvelft, bogadregnar augabrýr gáfu and- litinu ákveðinn svip; sveipur var á hár- inu, og féllu þykkir lokkar ofan á hægra gagnaugað. Um varirnar lék gletnislegt bros. Jói skoðaði myndirnar til skiftis og- mælti ekki orð, en ineð spyrjandi augum leitaði hann svars hjá fóstru sinni. »þetta er nú myndin af lienni móður þinni, góðurinn«, sagöi lnin. »Pú sér [tað sjálfur að hún er falleg. Hin mynd- in álít ég að sé af föður þínum, og mér sýnist hánn full fallegur líka. Hún móðir þín hafði «kaþselið« um hálsinn, þegar hún koin til mín, en einn daginn, þegar hún var lögst, bað hún mig um að taka það af hálsinum á sér, og eftir það hafði hún það þar sein hún gat litiö á það öðru livoru, oft horföi hún á mynd- ina þá arna með tárin í augunum. Hún hélt að ég tæki ekkert eftir því, en ég sá það nú sarnt, og eins sá ég aö hún bar myndina hans að vörum sér; «kaps- elið« lá ofan á sænginni, þegar hún skildi við, þá tók ég það og lét það í eklspítustokkinn, ég hafði ekkert annaö við hendina, og svo stakk ég stokknum ofan í kassann minn, og þar hefir það verið síðan. Eg heíi ásett mér að fá þér þennan eina skartgrip, sem hún átti á fermingardaginn þinn, eins og nokkurs- konar fenningargjöf frá báðuin foreldr- um þínuin, eða í minningu þeirra«. Jói liélt á »kapselinu«, og horfði á það í gegnum tár. Myndirnar'þögðu, og þó sögðu þær svo margt við drenginn. Ástúðlega brosið á andliti móður hans bar honum hlýja kveðju frá henni, kveðja er vakti söknuð og þrá í unga hjartanu hans. Hann hafði aldrei fundið jafnvel, hve sárt það var að vera munaöarlaus, og tárin drupu af augum hans, þau vættu myndirnar um leið og hann bar þær að vörum sér og kysti þær, en Marín gamla sneri sér undan, brá cvuntu- horninu að augum sér og tautaði við sjálfa sig: «Yeslings munaðarleys- inginn!« Frh. -----mx=><m----- Snialadrengurinn. Út um græna grundu gaktu, hjörðin mín; yndi vorsins undu, ég skal gæta þín. Sól og vor ég syng um, snerti gleðistreng; leikið, Iömb, í kringum lítinn sinaladreng. (Ljóðmæli Stgr. Th,)

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.