Ljósberinn


Ljósberinn - 13.04.1929, Blaðsíða 5

Ljósberinn - 13.04.1929, Blaðsíða 5
LJÓSBERINN 117 Svarta páskaeggið. [NI.]. Peir gengu nú um skóginn, og er l>eir voru svo nærri, að peir sáu til svertingjabæjarins, pá nam meistarinn staðar. »Nú ætla ég að vera hérna«, sagði hann og bíða pess, að pú komir aftur. Mundu nú pað, sem ég hefl sagt og segðujvið Shambo: Pegar tunglið er kom- ið upp, pá á hann að taka eggið og leggja pað á stóra hellu. Pegar svo ugl- an er húin að væla prisvar sinnum, pá á hann að taka annan stein og mölva eggskurnið. Skilur pú nú?« »En ef engin ugla vælir?« sagði pá kristniboðinn kvíðafullur. »Pað gerir hún, sagði meistarinn og brosti, »uglan, pað er ég!« Sliambo veitti kristniboðanum viðtöku í kofa sínum. Bomó og Rimpó voru par líka viðstaddir og augun ætluðu alveg út úr peim, pegar kristniboðinn tók klútinn utan af egginu og rétti Shambó með peim orðum, sem meistarinn hafði lagt honum í munn. »0, Shambó skilaðu mér nú aftur sak- lausu börnunum mínum!« sagði liann síðan með titrandi rómi. Shambó sat með svarta eggið í lófa sínum. Iiann gat ekki haft augun af pví. Hann svaraði engu, en gaf svörtu prælunuin bendingu og óðara réðust peir á veslings hvíta manninn varnarlausan. l'eir settu ginkefli í inunn honum, til pess hann gæti ekki æpt og bundu hendur hans og fætur. Síðan drógu peir hann með sér og vörpuðu honum inn í kofa einn í útjaðri porpsins. í peim kofa lágu pau Díana og Jiinmi bundin og með ginkefli, til pess að pau gætu ekki ldjóðað né hreyft legg né lið. Að svo mæltu hlupu svörtu prælarnir glottandi til baka til kofa Shambó. Nú rann tunglið upp og svertingjarnir biðu pess að uglan færi að væla. Svarta eggið lá á stóru hellunni, sem sett hafði verið á mitt kofagólfið, en sjálfur stóð Shambó með stein í hendinni, viðbúinn að brjóta skurnið, svo að illi andinn, sem skyldi pjóna honum, gæti komist út. — Og ekki leið á löngu áður en ugla heyrðist væla, lotulangt og ógeðslega. Shambó og prælar hans beygðu sig nið- ur að egginu og Idustuðu. Pá vældi ugl- an aft.ur og er [iriðja vælið kvað við utan úr skóginum, pá einhentí Shambó steininn á eggið. Og eggið purfti ekki fleiri högg, pá kvað við vábrestur mikill, pakið af kofanum peyttist hátt í loft upp og veggirnir fóru allir í spón. Og í miðri rústinni lá svo Shambó hinn illi og guð- lausi steindauður og báðir prælarnir hans. Svertingjarnir í porpinu flýðu dauð- skelkaðir í allar áttir og leituðu fylgsnis í skóginum. En af meistaranum er pað að segja, að hann lá á hnjánum í út- jaðri porpsins og var í óðaönn að skera böndin af kristniboðanum og börnum hans. Kristniboðinn spratt upp í ofboði og sagði: »Hvað í ósköpunum var petta? llvað var í egginu?« Meistarinn brosti og sagði: »Dýnamit«. »Dýnamit«, át kristniboðinn skelfdur eftir honum. Meistarinn kinkaði kolli við pví. »Ég leit svo á. málið, að af tvennu illu væfi pó skárra að Shambó og svörtu præl- arnir hans létu lífið án pess að kvcljast, he.ldur en að peir kveldu lífið úr pér og saklausu börnunum pínum. Pegar hræðslán var svo runnin af svertingjunum, að peir porðu að snúa til baka, pá sáu peir að kóngur peirra

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.