Ljósberinn - 20.04.1929, Blaðsíða 2
122
LJÓSBERINN
taka því svöna illa. Hver veit, nema
þeir iðrist þess seinna og minnist þess
þá, hvað þið höfðuð sagt og snúi svo'
aftur á rétta leið — til Jesú.
»Ó, faðir, gjör mig lítið ljós
um lífs míns stutta skeið,
til Ujálpar hverjum hal og drós, ,
sem hefir — vilst af leið«.
B. ./.
Spékoppar og bros.
Ég hefi lesið nokkrar sögur um það,
hvernig spékoppar hafi upphaflega kom-
ið kinnarnar ;i börnunum. Tváer sögurn-
ar um það eru sem hér segir.
I.
Einu sinni fyrir löngu, löngu var lítið
barn að leika sér úti á flöt. Pað vár
svo þreytt að það sofnaði. Petta bam
var sérstaklega fallegt, alveg eins og
englum er lýst. Það vildi svo til að
engill var á ferð niðri á jörðunni og sá
barnið, þar sem það svaf. Hann varð
alveg hissa á því, liversu fallegt barnið
var og hélt að það gæti varla verið
jarðnesk vera. Hann laut niður að því og
snerti það þannig, að hann setti góminn
á þumalfingrinum neðarlega á aðra kinn-
iria, rétt hjá munnvikiuu og góminn á
vísifingri á hina kinnina á sama stað.
Og hann sá það og fann að þetta var
sofandi barn.
En þegar hann kom upp i himininn
aftur, sagði hann frá því hversu dæma-
laust fallegt þetta barn væri.
Annar engill, sem var dálítið forvitinn,
fór næsta morgun niður á jörðina til
þess að sjá það. Hann korn að húsinu,
þar sem barnið átti heima. Pað var
þara svolítill t.orikofi. Hann fór upp í
gluggatólftina, horfði inn um gluggann og
sá hvar barnið lá sofandi í 'rúminu. Eng-
illinn brosti svo. fast og með svo mikl-
um krafti, að geislarnir af brosi hans
prengdust inn um gluggann og- inn í
húsið.
Pegar brosgeislar engilsins snertu and-
litið á sofandi barninu, þá var eins og'
þeir kitluðu það og það brosti í svefn-
inum; og það er sagt að það hafi verið
fyrsta hros í þessum heimi. Og þegar
barnið brosti, sáust lautir . fyrir utan
munnvikin beggja megin neðarlega í
kinnunum á því. Pessar lautir voru för-
in eftir fingurna á hinum englinum, þeg-
ar hann snerti það daginn áður.
Svona segir þessi saga að spékopp-
arnir og brosið hafi orðið til upphaflega.
Pið hafið tekið eftir því, hvað sumt fólk,
sem hefir spékoppa, er fallegt, þegar
það brosir.
II.
Einu sinni var engill, sem var að
leggja af stað lljúgandi frá jörðunni upp
til himinsins. Par sem hann sveif uppi
yfir jörðinni varð honum litið á sofandi
barn, undurfallegt. Barnið lá úti á engi
í djúpu grasi, þar sem fult var af alls-,
konar blómum og jurtum.
»Hvaða dæmalaust er þetta fallegt
barn!« sagði engillinn við sjálfau sig: »ég
trúi því tæplega, að það geti verið jarð-
neskt. Eg held að einhver hljóti að hafa
náð því ofan úr himninum og farið með
það hingað«.
Til þess að vera viss um þetta, sveif
engillinn hljóðlega niður og snerti barnið
mjúklega með sínum himnesku fingrum.
Hann kom með fingurgómi við það á-
tveimur stöðum. Pað var á kinnunum,
rétt fyrir utan munnvikin.
Pegar hann varð þess fullviss, að
barnið var jarðneskt, varð hann stein-
hissa á því að nokkur 'vera skyldi geta
verið svo fiigur hér hja oss. Svo flaug