Ljósberinn - 20.04.1929, Blaðsíða 3
LJÓSBERINN
123
hann áfrain og up'p til himins, en barn-
iö steinsvaf og vissi ekki af neinu.
Eh [>ar sem engillinn hafði snert
barniö með flngrunum, sáust örlitlar lautir
eða dældir eftir gómana. .Og þessar litlu
lautír eru kallaðar sþékoþþar.
Ekkert er til sem fallegra geti verið
en spékopþar; þegar börnin brosa, þá
koma þeir í ljós og eru svo yndislegir,
að því verður ekki lýst.
Af þessu er það að öllum foreldrum
þýkir það svo unaðslogt að láta börnin
sín brosa. Pá koma spékopparnir í Ijós,
engilfagrir og töfrandi.
En þeir sjást aldrei nema þegar
böruin brosa — aldrei pegar þau skæla
eða þegar ólund er í þeim.
Sig. Júl. Jóhannesson {>ýdcli.
Frfa.
'111.
Axel.
Azól sat geispandi á rúminu sínu og
néri stýrurnar úr augum sér. Klukkan
var tæplegá hálf átta að morgni.
»Af hverju vaktirðu mig svona snemma,
ótætið þitt«, sagði hann háíf sofandi við
stúíku, som iiafði vakið hann. »Mér ligg-
ur ekkert á, — ég ætlaði að skrópa í
fyrsta tíma«.
Stúlkan hló. »Einmitt það!« sagði hún.
»Mamma þín hefir sagt mér að vekja
þig nógu snemma henni, er engin þægð
í að þú »skrópir«. Pað er svo sern of-
boð skiljanlegt að þú sért syfjaður, þér
væri nær að komast ögn fyr í rúmið á
kvöldin, greyið mitt. Hvar varstu eigin-
lega í alt gærkvöld?«
»Ég fór í Bíó«, svaraði Axel ólundar-
lega.
»Pú hefir ekki verið á Bíó fram undir
miðnætti. Heldurðu að eg vissi ekki hve-
nær þú komst heim?«
»Skiftu þér ekkert af því«, sagði Ax-
el, »það varðar engan um það, allra sízt
þig«.
»Heldurðu að mamma þín vilji hafa
þig úti á götu fram á nætur?« spurði
stúlkan, og leit storkandi á drenginn,
liann svaraði engu, en hélt áfram að
klæða sig, »og hvað ætli mamma þín
segði, Axél, ef ég sýndi henni allar
'vindlingaleifarnar, sem ég hefi fundið í
herherginu þínu«, tók stúikan aftur til
máls og þokaði sér nær honum.
»Pegiðu!« tautaði Axel og vætti sig
ofurlítið í framan með fingurgómunum,
sem hann brá ofan í vatnið í þvotta-
skálinni, og þerraði sér á drifhvítu þurk-
unni, sem hékk hjá þvottaborðinu.
»En sá kisuþvottur!« sagði stúlkan og
skellihló. »Hvernig heldurðu að henni
mömmu þinni Itkaði svoua þvottur? Ég
ætti að skola þér í framan greyið mitt!«
»Farðu út!« hreytti Axel út úr sér og
leit geðvonskulega til stúlkunnar, »og
hafðu til kai'i'ið mitt — það er nær fyrir
þig heldur en að stríða mér með öllu
móti«.
»Kaí'í'i færðu ekki, mamma þín segir
að þú eigir að borða hafragraut á morgn-
ana«. svaraði stúlkan.
»Ég vil ekki sjá graut, ég vil hafa
kaffi og kökur«, sagði Axel önugur.
Stúlkan gengdi houum engu og gekk-
til eldhúss.
Axel gretti sig þegar hann sá hafra-