Ljósberinn


Ljósberinn - 20.04.1929, Blaðsíða 4

Ljósberinn - 20.04.1929, Blaðsíða 4
124 LJOSBERINN grautínn og smurða brauðið, á eldhús- borðinu, og áður en augað eygði þreif hann diskinn og tæmdi hann í skólp- þróna; »Parna fer full vel um grautargutlið pitt«, sagði hann hróðugur. »Þetta skal ég þó segja henni móðir þinni, lagsmaður! Pað er jafngott að foreldrar þínir fái að vita eitthvað um Axel heyrði ekki niðurlagsorðin hann hentist út og skelti hurðunum hart á eftir sér. Pað hafði ringt mikið um nóttina, veðr- ið var hráslagalegt. Morgunskíman laut ennþá í lægra haldi fyrir rafljósunum, sem vörpuðu birtu á forugar göturnar. Fáir voru á ferli aðrir en þeir, sem voru á leið til skólanna, og Axel slóst brátt í för með félögum sínum. Gerð- ust þeir háværir, vakti Axel hlátur þeirra með skrítlura sínum, er margar snertu Jóa að einhverju leyti. »Svei mér sem ég held ekki að strák- urinn sé þarna sjálfur rétt á undan okk- ur«, hrópaði einn í hópnum. »Ekki ber á öðru! Hann er löngum auðþektur á peysutötrunum, ha, ha, ha, ha!« Drengirnir ráku upp skellihlátur og tóku sprettinn á eftir Jóa. Hann gekk í hægðum sínum. Hugur hans dvaldi enn á ný við þau efni sem honum þótti mest um vert nú orðið. Hann var að dreyma ljúfa, barnslega drauma Um fund- inn föður, sem tók drengnum sínum opn- um örmum og lét haun njóta föðurlegr- ar ástúðar á yndislegu heimili í alls- nægtum. Framtíðin brosti við honum. Draumur ungrar sálar er svo ósegjan- lega fagur, og Jóa var hugfró í að hugsa sér framtíð sína á þennan hátt. Hann veitti því hlátrasköllum drengjanna enga eftirtekt, þó þeir va^ru rétt á eftir hon- um, og hann hefði alls ekki skift sér af þeim ef að Axel hefði ekki ráðigt á hann um leið og drengirnir stukku fram hjá honum, og hrint honum ofan í óhreina götuna, bækur hans og skólaáhöld hrutu út úr töskugarminum og lágu á víð og dreyf í bleytunni. Sem allra snöggvast leit út fyrir að Jói ætti örðugt með að átta sig á hinum skyndilegu umskiftum, en bráðlega skildist honum það, að draumalandið hans var með öllu horfið, og Jói var þá ekki seinn á sér. að- standa upp, en nú var það ekki viðkvæmur blær sem lék um sál hans, heldur gallhörð hefndarþörf, sem hafði hann á valdi sínu. Axel ætlaði að láta fæturnar forða sór, en varð of seinn, Jói þreif til hans og skelti honum endi- löngum á götuna, og hnefahöggin dundu á honum jafnt og þétt, án þess að gætt væri að hvar þau lentu. Axel æpti á hjálp, en félagar hans þorðu hvergi að koma nærri, þar að auki var komið að skólatíma, og kusu þeir þann kostinn vænstan að hraða sér í skólann. Loks komst Axel á fætur og var þá ófrýnn með alblóðugt andlit eftir blóðnas- ir og smáskeinu, er hnefi Jóa var valdur að. Axel titraði af reiði. Honum varð orðfall, en augnaráðið bar vott um hugarþel hans. Jói glotti; hann týndi bækurnar sinar upp af götunni, og reyndi að þerra af þeim bleytuna með harla óhreinum vasa- klút. —¦ »Reyndu, ef þú þorir, að ráð- ast á mig aftur«, sagði hann og steytti hnefann til Áxels, sem var að þerra blóðið af andlitinu á sér. »Ég skal segja skólastjóranum það —« sagði hann snöktandi. «M skalt verða laminu — þú skalt verða rekinn — úr skóla — ég skal láta — setja — þig í — tugthúsið-------«. Jói leit til hans glottandi. »Heldurðu, vesalmennið þitt, að ég sé hræddur við hótanir þínar —V Ó, nei! En varaðu þig! Ég get orðið býsna þunghentur, þegar mér þykir fyrir«,

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.